Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Page 4
mánudagur 18. ágúst 20084 Fréttir Ramses reynir að halda í bjartsýnina þrátt fyrir mótvind: Ramses segist vera sveltur „Þeir ætla að færa mig í aðrar flótta- mannabúðir á morgun, þar fæ ég bara að borða kvöldmat og get ég verið þar um nætur,“ segir Keníumaðurinn Paul Ramses. Hann segist engan pening eiga og því muni vera erfitt að komast yfir mat og drykk. Á Ítalíu eru margir flóttamenn og segir Ramses að stjórn- völdum sé alveg sama hvernig farið sé með hann og annað fólk í svipaðri aðstöðu. „Öllum er sama um okkur hérna, við verðum að reyna að finna einhvern mat yfir daginn en það verð- ur erfitt,“ segir Ramses og bætir því við að verið sé að pína hann andlega úti í Róm. Ramses segist sofa með allar sín- ar eigur í fanginu, af ótta við að þeim verði annars stolið. Hann segir flótta- fólkið á Ítalíu í þannig aðstöðu að það geri hvað sem er til þess að komast yfir pening eða mat. Ramses segir erfitt að hugsa um hvernig það verði að ráfa matarlaus um götur Rómar en hann er jákvæður þrátt fyrir allt saman. „Ég á þó fjölskyldu og það er gott, þannig að ég verð að reyna að vera jákvæður,“ segir Ramses. Rosemary kona Ramses sem búsett er á Íslandi hefur haft samband reglulega og segir hann að í þeim sam- tölum fyllist hann von um að fá að sjá fjölskyldu sína á nýjan leik. Þegar hann er spurður hvort hann muni betla sér fyrir mat segist hann aldrei hafa betlað og það muni hann aldrei gera. „Ég ætla frekar að fasta, ég gerði það áður þegar fjölskyldan mín var fátæk,“ segir Ram- ses. Að lokum vill hann óska íslensku þjóðinni til hamingju með gott gengi handboltalandsliðsins á Ólympíuleik- unum í Peking. jonbjarki@dv.is Tómt borð Keníumaðurinn Paul ramses verður sendur á nýtt flóttamannaheimili á morgun. „Samankomin í dómsal voru dóm- ari frá Kaliforníu sem hefur það orðspor að enginn vaði yfir hann, fyrrverandi hæstaréttardómari frá Indlandi og helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í framsalskröfum. Þar að auki sat sakborningurinn í sæti sínu, vellauðugur erfingi, með axlasítt hár, grunaður um stórfellt alþjóðlegt peningaþvætti. Með- al áhorfenda í dómsal, voru svo móðir hans og tvær systur henn- ar. Allar þrjár voru klæddar í ná- kvæmlega eins buxnadragt og í samskonar hlébarðaskóm.“ Þannig lýsir bandarískur blaðamaður, The Recorder, andrúmsloftinu í dómsal í San Francisco, þegar mál Gunn- ars Stefáns Wathne var loksins tek- ið fyrir í síðustu viku. Gunnar Stefán var ákærður árið 2005 fyrir aðkomu að peningaþvætti sem teygði anga sína til Moskvu og háskóla í Kaliforníu. Hann var eft- irlýstur af Interpol, eftir að hann fór frá Bandaríkjunum og eftir tvö ár á flótta, var hann handtekinn í sept- ember á síðasta ári í Nýju-Delí á Indlandi. Bandaríkjastjórn fór fram á að hann yrði framseldur, en hann féllst sjálfviljugur á að snúa aftur til Bandaríkjanna í byrjun árs. Rifust um lögmæti peningaþvættis Saksóknarar og verjendur körp- uðu um það hvort vísa skyldi mál- inu frá. Verjendur Gunnars Stef- áns, fóru fram á að fallið yrði frá ákærunni á þeim forsendum að meint brot hans hefðu ekki ver- ið ólögleg á Indlandi þegar þau áttu sér stað. Samkvæmt indversk- um lögum á ekki að framselja sak- borninga, nema athæfið sem þeir eru grunaðir um, sé ólöglegt í báð- um löndum. Ákæruvaldið benti hins vegar á að peningaþvætti væri ólöglegt á Indlandi og það er það sem skiptir máli í bandarísku rétt- arkerfi. Verjendur Gunnars fengu Yogesh Kubar Sabharwal, fyrrver- andi hæstaréttadómara á Indlandi, sem staðhæfði að athæfi Gunnars hefði ekki verið ólöglegt í lok tí- unda áratugarnins og samkvæmt því hefðu Bandaríkin aldrei getað gert lögmæta framsalskröfu vegna Gunnar Stefán. Rússneskar pyntingar Verjendur Gunnars létu ekki þar við sitja, þeir sökuðu banda- ríska útsendara um að hafa brotið reglur með því að hafa ekki greint dómaranum frá því að sönnunar- gagna gegn Gunnari hafi verið afl- að með yfirheyrslum rússneskra lögreglumanna, en lögregluofbeldi og pyntingar eru algengar þar í landi. Blaðamaður bandaríska við- skiptadagblaðsins, Wall Street Jo- urnal, var fenginn í vitnastúku til þess að ræða um harðneskjulegar yfirheyrsluaðferðir rússneskra lög- reglumanna og ótta almennings við lögreglumenn. Krefjast fljótrar afgreiðslu Gunnar Stefán fór til Moskvu eft- ir að ákæran gegn honum var birt árið 2005. Enginn framsalssamn- ingur er í gildi á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Verjendur Gunnars kröfðust þess að málið fengi skjóta afgreiðslu þar sem tíminn frá því hann var ákærður og þar til mál- ið var tekið fyrir, væri óásættanleg- ur. Það sé að hluta til bandarískum stjórnvöldum að kenna. Saksókn- arar mótmæltu því hins vegar og sögðu ástæðuna fyrir töfinni vera að Gunnar flutti til Moskvu, þaðan sem ekki var hægt að framselja hann. Bandarísk yfirvöld hafi þvert á móti gert allt til þess að koma höndum yfir Gunnar, meðal annars með því að láta Interpol lýsa eftir honum um allan heim. valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is RÉTTARHÖLDIN HAFIN YFIR GUNNARI WATHNE Gunnar Stefán Wathne mætti fyrir dómara í síðustu viku. „Blaðamaður banda- ríska viðskiptadag- blaðsins, Wall Street Journal, var fenginn í vitnastúku til þess að ræða um harðneskju- legar yfirheyrsluað- ferðir rússneskra lög- reglumanna og ótta almennings við lög- reglumenn.“ Frávísunarkrafa vegna ákæru gegn Gunnari Stefáni Wathne var tekin fyrir í dómsal í San Francisco í síðustu viku. Verjendur Gunnars sögðu peningaþvætti ekki hafa verið ólöglegt á Indlandi í lok tíunda áratugarins og því hefðu Bandaríkin aldrei átt að fá hann framseldan. Gunnar Stefán mætti sjálfur í dómsal ásamt móður sinni og systrum hennar. Þær vöktu athygli fyrir að vera allar klæddar í samskonar buxnadragt og hlébarðaskóm. Ormsteiti á Egilsstöðum Hátíðin Ormsteiti fór vel fram á Egilsstöðum um helgina. Hverfin skiptu sér niður í flokka og klæddust einkennislit og far- ið var í skrúðgöngu. Mjög góð mæting var í skrúðgönguna og telur lögreglan á Egilsstöðum að 60 til 70 prósent bæjarbúa hafi tekið þátt í henni og segir að allt hafi gengið vel. Hátíðin stendur frá 15. til 24. ágúst og er dagskrá- in fjölbreytt og fyrir alla aldurs- hópa. Lögreglan segir að einn hafi verið tekinn fyrir hraðakstur og keyrði viðkomandi á 149 kíló- metra hraða. Bílvelta við Voga Tvennt var flutt á slysadeild Sjúkrahússins í Keflavík eftir að bíll fór út af veginum á Vatns- leysuströnd austan við Voga í gærmorgun. Lögreglunni barst tilkynning um atvikið rétt upp úr klukkan sjö og fór beint á staðinn. Tveir voru í bílnum og voru þeir fluttir samstundis með sjúkrabíl til Keflavíkur til aðhlynningar. Samkvæmt Lög- reglunni á Suðurnesjum var ekki um alvarleg meiðsl að ræða. Lögregla telur atvikið eingöngu vera óhapp. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Kona féll af baki Kona féll af hestbaki í sveit- inni norðan við Skagaströnd um miðjan dag í gær. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi gat hún sig lítið hreyft eftir fallið og var flutt með sjúkrabíl á Sjúkra- hús Blönduóss. Lögregla telur áverka hennar ekki hafa verið mjög alvarlega en hún kenndi til í mjöðminni. Hún var með fullri meðvitund á leið á sjúkra- húsið. Í umdæmi lögreglunn- ar á Blönduósi var einn mað- ur tekinn ölvaður við akstur á leið sinni frá Kántríhátíðinni á Skagaströnd. Heimasmíðaðri flugvél hlekktist á í lendingu Heimasmíðaðri erlendri flugvél hlekktist á í lendingu við millilendingu á Reykjavíkurflug- velli á föstudagskvöld. Flugvélin, sem átti leið hér um, var á leið til Bandaríkjanna en fresta varð för vegna óhappsins. Flugmanninn, sem er eigandi og smiður flug- vélarinnar, sakaði ekki. Rann- sóknarnefnd flugslysa var látin vita af atvikinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.