Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Qupperneq 18
mánudagur 18. ágúst 200818 Sport Sport Guðjón sá um Fram Kr-ingar innbyrtu góðan sigur á sterku liði Fram á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, 2-0. Leikurinn var markalaus fram á 86. mínútu en þá kom guðjón Baldvinsson Kr yfir. Hann bætti svo við öðru marki á 90. mínútu og tryggði Kr fimmta sætið í deildinni en það skaust með sigrinum upp fyrir Fram á markatölu. Fyrir mörkin tvö í gær hafði guðjón ekki skorað síðan í 8. umferð gegn HK eða í 7 leikjum í röð. Fyrir leikinn hafði Fram ekki tapað í fjórum leikjum í röð í Landsbankadeildinni. ÚRSLIT landsbankadeild kk Fylkir - ÍA 2–2 1-0 Ingimundur Níels Óskarsson (22.), 1-1 Stefán Þór Þórðarson (45.), 1-2 Björn Bergmann Sig- urðarson (54.), 2-2 Valur Fannar Gíslason (86.). Valur - HK 0–1 0-1 Almir Cosic (61.). Breiðablik - Fjölnir 4–1 1-0 Prince Rajcomar (2.), 1-1 Ólafur Páll Johnson (6.), 2-1 Gunnar Már Guðmundsson (36, sjálfsmark.), 3-1 Nenad Zivanovic (44.), 4-1 Guðmundur Kristjánsson (90.). FH - Grindavík 0–1 0-1 Andri Steinn Birgisson (66.). Fram - KR 0–2 0-1 Guðjón Baldvinsson (86.), 0-2 Guðjón Baldvinsson (90.). Keflavík - Þróttur 5–0 1-0 Brynjar Guðmundsson (19.), 2-0 Guðmundur Steinarsson (22.), 3-0 Símún Eiler Samuelsen (53.), 4-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (85.), 5-0 Patrik Ted Redo (89.). staðan Lið L u j t m st 1. Keflavík 16 11 3 2 41:22 36 2. FH 16 11 1 4 35:16 34 3. Valur 16 9 2 5 29:21 29 4. Breiðablik 16 7 6 3 34:23 27 5. Kr 16 8 1 7 26:18 25 6. Fram 16 8 1 7 18:14 25 7. grindavík 16 7 3 6 24:27 24 8. Fjölnir 16 7 0 9 25:24 21 9. Þróttur 16 4 6 6 22:33 18 10. Fylkir 16 4 3 9 18:30 15 11. HK 16 2 3 11 16:38 9 12. Ía 16 1 5 10 14:36 8 Markahæstir Leikmaður Mörk(Víti) Guðmundur Steinarsson, Keflavík 12(3) Björgólfur Takefusa, KR 11(4) Nenad Zivanovic, Breiðabliki 9(0) Helgi Sigurðsson, Val 9(3) Tryggvi Guðmundsson, FH 9(4) *Pálmi Rafn Pálmason, Val 7(0) Atli Viðar Björnsson, FH 7(0) Pétur Georg Markan, Fjölni 7(0) *Mitja Brulc, HK 7(3) Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 7(3) *Farnir úr deildinni landsbankadeild kvk KR - Valur 3–2 0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (32.), 1-1 Hólm- fríður Magnúsdóttir (51.), 1-2 Hallbera Guðný Gísladóttir (58.), 2-2 Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (62.), 3-2 Olga Færseth (77.). staðan Lið L u j t m st 1. Valur 15 14 0 1 69:11 42 2. Kr 15 13 0 2 45:12 39 3. Breiðablik 14 9 1 4 34:21 28 4. stjarnan 14 6 3 5 24:19 21 5. Þór/Ka 14 6 1 7 28:22 19 6. umFa 14 5 2 7 10:22 17 7. Fylkir 14 4 1 9 15:34 13 8. HK/Vík. 14 2 3 9 13:34 9 9. Keflavík 14 2 3 9 11:42 9 10. Fjölnir 14 2 2 10 12:44 8 markahæstar Leikmaður Mörk(Víti) Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 24(2) Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 14(0) Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 12(0) 1. deild karla ÍBV - Víkingur 1–0 Leiknir - Fjarðabyggð 2–1 Þór - Víkingur Ó. 2–1 Stjarnan - Selfoss 6–1 KS/Leiftur - KA 0–0 Njarðvík - Haukar 2–1 staðan Lið L u j t m st 1. ÍBV 17 14 1 2 33:9 43 2. selfoss 17 11 4 2 40:27 37 3. stjarnan 17 10 4 3 36:20 34 4. Haukar 17 7 3 7 31:30 24 5. Ka 17 6 5 6 24:20 23 6. Þór 17 6 2 9 24:32 20 7. Fjarðab. 17 4 7 6 27:29 19 8. Vík. r. 17 5 4 8 23:26 19 9. Vík. Ó. 17 4 7 6 14:23 19 10. Leiknir 17 4 4 9 21:34 16 11. njarðvík 17 3 5 9 19:33 14 12. Ks/Leift. 17 1 8 8 15:24 11 Sigurmark Olgu Færseth af stuttu færi eftir að hún fylgdi eftir víta- spyrnu sinni sem var varin á 77. mínútu hleypti smá von í baráttu KR um Íslandsmeistaratitilinn. Bikar- meistarar KR lögðu þá Íslandsmeist- arana, 3-2, í Frostaskjóli eftir að hafa lent tvisvar sinnum undir í leikn- um. Með tapinu hefur Valur aðeins þriggja stiga forskot á KR á toppn- um en getur leyft sér að tapa einum leik til vegna hagstæðari markatölu. KR þarf nú treysta á að liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar, Breiðablik og Stjarnan, geri því greiða í umferðun- um sem eru eftir því að öllu óbreyttu þarf Valur að tapa fjórum stigum. Það voru samt Íslandsmeistar- arnir sem komust yfir og leiddu í hálfleik, 1-0, með marki Margrét- ar Láru Viðarsdóttur á 32. mínútu. Mikil barátta var í leiknum og ljóst að KR-stúlkur ætluðu ekkert að gefa eftir og bar kappið fegurðina ofurliði á löngum köflum í fyrri hálfleik. karakter kr-inga Hólmfríður Gísladóttir jafnaði metin með fallegu marki snemma í seinni hálfleik sem var algjörlega í takt við hvernig liðin mættu til hálf- leiksins. KR-stúlkur voru mjög ein- beittar og ætluðu sér greinilega að pressa Val stíft. Það var ekki fyrr en eftir að Hólmfríður skoraði að Ís- landsmeistarar Vals komust fram yfir miðju, og svöruðu þeir með marki skömmu síðar þegar varamaðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði glæsilegt mark af stuttu færi, stöngin inn. Valsstúlkur fengu tækifæri til að bæta við mörkum en fóru illa með góð færi og var refsað fyrir það. Varnarjaxlinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir skoraði eftir moð í teignum og þegar 77 mínútu voru liðnar tryggði hin gamalreynda Olga Færseth KR sigurinn. Hún lét Randi Wardum verja frá sér vítaspyrnu en fylgdi sjálf eftir og skoraði. Olga hef- ur oft verið fljótari að ná til boltans en hún var fyrst og kláraði færið vel. Engin pressa Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, var hæstánægð með sigur sinna stúlkna en viðurkenndi að róðurinn yrði þungur um Íslandsmeistaratitil- inn. „Það er alltaf von en líkurnar á að Valur kasti þessu frá sér eru ekki miklar. Við ætluðum okkur alltaf sig- ur í þessum leik til að hefna fyrir tap- ið á Vodafone-vellinum þar sem mér fannst við síst slakari aðilinn. Stelp- urnar sýndu mikinn karakter í dag og sérstaklega eftir að Valur komst aftur yfir. Þá þjappaði liðið sér sam- an og við sýndum úr hverju við erum gerðar. Það var engin pressa á okk- ur fyrir þennan leik og því var engin spurning um að gefa einfaldlega allt í leikinn,“ sagði Helena við DV eftir leik. áttum að klára leikinn „Þetta er ekki okkar stíll,“ sagði svekktur þjálfari Vals, Freyr Alex- andersson, við DV eftir leik. „Þetta var frekar súrt og bara lélegt hjá okk- ur. Við spiluðum illa og fengum á okkur allt of mörg færi. Varnarleik- urinn var slakur frá aftasta manni til þess fremsta. En í stöðunni 2-1 átt- um við að klára leikinn. Þá fáum við góð færi til þess að skora en er refs- að með marki í bakið. Það er dýrt að nýta ekki svona færi gegn KR,“ sagði Freyr, en Valur á nú þrjá leiki eftir á mótinu. „Við eigum Breiðablik, Stjörnuna og Fylki eftir. Breiðabliks-liðið er frá- bært og engu síðra en KR-liðið. En við komum til baka, sýnum úr hverju við erum gerð og stöndum vonandi uppi sem sigurvegarar á endanum,“ sagði Freyr ákveðinn. KR er á lífi í titilbaráttunni í Landsbankadeild kvenna eftir sigur á Íslandsmeisturum Vals, 3-2, í Vesturbænum í gær. Með sigrinum saxaði KR á forskot Vals niður í þrjú stig. Markatala Vals leyfir liðinu að tapa einum leik til viðbótar. Þrír leikir eru eftir í deild- inni og á Valur eftir að keppa við liðin í 3. og 4. sæti. VONARGLÆTA Í VESTURBÆNUM tómas Þór ÞórðarsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is allt lagt í sölurnar Kr-stúlkur börðust stanslaust í gær. mYnD DV / róbErt rEYnissOn „Svíarnir mættu einfaldlega miklu betur stemmdari en við og keyrðu yfir okkur í byrjun,“ sagði Einar Guðmundsson þjálfari U18 ára landsliðs karla í handbolta þegar DV náði sambandi við hann í Tékklandi í gær. Ísland lék við Sví- þjóð um bronsverðlaunin eftir að hafa tapað fyrir Þýskalandi sem varð Evrópumeistari í undanúrslit- um, og tapaði leiknum um þriðja sætið, 45-32. „Svíþjóð setur á okkur 25 mörk í fyrri hálfleik. Ég hef aldrei séð annað eins. Það var samt ánægju- legt að sjá strákana koma til baka í seinni hálfleik því þar rifu þeir sig upp. Það var boðið upp á hörku- handbolta hjá báðum liðum og þetta var skemmtilegur leikur,“ sagði Einar sem er sáttur með ár- angurinn. „Auðvitað má maður ekki svekkja sig á 4. sæti á Evrópumóti en okkur langaði lengra og við hefðum get- að það. Sænski þjálfarinn sagði við mig fyrir milliriðlana að hann héldi að við myndum vinna mótið. Ég vil meina að fjögur efstu liðin á mót- inu voru klárlega best og hvaða þjóð sem er af þeim hefði getað unnið þetta,“ sagði Einar, en íslenska liðið vakti mikla eftirtekt og þá sérstak- lega Aron Pálmarsson, miðjumaður úr FH, sem var valinn í lið mótsins. „Aron Pálmarsson var alveg frá- bær og hefði klárlega getað orð- ið maður mótsins. Hann er alveg frábær og tilbúinn í N1-deildina í haust. Hann skoraði einhver 7 mörk að meðaltali og gaf svipað af stoð- sendingum í hverjum leik. Það eru útsendarar búnir að vera sniglast í kringum hann og strákarnir sjá þá oft niðri í móttöku á hótelinu. Þeir líta nú samt undan og verða voðalega skömmustulegir þegar þeir sjá mig enda vita þeir að þjálfurum er ekk- ert vel við svona,“ sagði Einar hlæj- andi að lokum og bætti við ákveðinn að Aron væri tilbúinn í A-landslið- ið. „Hann er 1.92 á hæð og vegur 94 kíló. Aron er enginn kettlingur leng- ur. Hann er tilbúinn.“ tomas@dv.is U18 ára landsliðið í handbolta endaði í 4. sæti á EM: SÁTTUR, EN SMÁ SVEKKTUR Frábær aron Pálmarsson var valinn í lið mótsins. mYnD hanDbaLL18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.