Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Page 19
mánudagur 18. ágúst 2008 19Sport HK úr botnsæti HK er allt annað lið þessa dagana og vann frækinn sigur á Íslandsmeist- urum Vals í gærkvöldi, 1-0. almir Cosic skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu fyrir HK sem er nú í fyrsta skiptið í ár komið upp úr fallsæti. HK er nú liðið sem Fylkir þarf að vara sig á en aðeins munar sex stigum á liðunum þegar sex umferðir eru eftir í deildinni. Þetta var aðeins annar sigur HK í deildinni í ár en báðir þeirra hafa verið gegn Íslandsmeisturum Vals. Kennslustund í Kópavogi Breiðablik sýndi fádæma yfirburði gegn Fjölni á Kópavogsvelli í gærkvöldi og rúllaði yfir gestina úr grafarvog- inum, 4-1. Prince rajcomar var kominn aftur í byrjunarliðið og skoraði strax á 2. mínútu leiksins. Fjölnir jafnaði metin en mörk frá nenad Zi- vanovic, guðmundi Kristjánssyni ásamt sjálfsmarki gunnars más guð- mundssonar tryggðu Blikum þrjú stig. Fjölnismenn hafa nú tapað fimm leikjum í röð eða öllum leikjum sínum í seinni hluta Íslandsmótsins. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS! Átta gulla pHelps Bandaríska sundkappanum michael Phelps tókst það ætlunarverk sitt að vinna til átta gullverðlauna á Ólympíuleikunum og bæta þar með met landa síns mark spitz frá 1972. síðasta sund og áttunda gull Phelps var með bandarísku sveitinni í 4x100 metra fjórsundi þar sem Phelps synti flugsund á þriðja spretti. Phelps hefur nú rækilega tryggt sæti sitt í sögu Ólympíuleikanna enda enginn unnið fleiri gull á Ólympíuleikum en hann; fjórtán talsins og sextán verðlaun alls. Ásdís Kastar í nótt spjótkastarinn ásdís Hjálmsdóttir hefur leik í nótt í forkeppni í spjótkasti kvenna. Hún er síðasti íslenski einstaklingskeppandinn til að taka þátt en forkeppnin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. ásdís á við eymsli í olnboga að stríða og því ekki búist við að hún geti beitt sér að fullu sem er svekkjandi fyrir hana, en hún hefur verið að kasta mjög vel að undanförnu. Íslandsmet ásdísar í greininni er 59,80 sem mætti B- lágmarki inn á mótið en a-lágmarkið er 60,50 metrar. sKoKKaÐi í loK HeiMsMets Jamaíkumaðurinn usain Bolt fór létt með að vinna 100 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum þegar hann kom í mark á nýju heimsmeti 9,69 sekúndum. metið hefði hann geta slegið enn frekar hefði hann ekki verið byrjaður að fagna 15 metrum áður en hann kom í mark. Bolt var ekki viss fyrr en fyrir stuttu hvort hann ætlaði að keppa í 100 metra hlaupi á leikunum en 200 metra hlaup er hans aðalsmerki. Hann átti heimsmetið sem hann setti sjálfur nánast óvart á móti í new York 31. maí. tíminn var 9,72 sekúndur. nadal Á toppinn spænski tennisleikarinn rafael nadal vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum með sigri gegn Chile-manninum Fernando gonzalez í úrslitaleik, 6-3, 7-6 og 6-3. nadal lagði serbann novak djokovic á leið sinni til sigurs en þurfti ekki að mæta roger Federer sem tapaði fyrir Bandaríkjamanninum rob Blake. nadal mun með sigrinum taka efsta sæti heimslistans af Federer þar sem hann hefur setið í fjögur og hálft ár samfleytt. Federer fékk þó ögn uppreisn æru þegar hann sigraði með félaga sínum í tvíliðaleik karla. FH gaf eftir toppsætið til Kefla- víkur í gærkvöldi þegar grannar Keflavíkur úr Grindavík gerðu sér lítið fyrir og lögðu bikarmeistarana í Kaplakrika, 1-0, með marki Andra Steins Birgissonar. Sigurinn er sá sjötti í röð á útivelli hjá Grindavík sem er í 7. sæti deildarinnar með 24 stig. „Þetta hlýtur að vera nálægt ein- hverju meti,“ sagði Orri Freyr Hjalta- lín, leikmaður Grindavíkur léttur við DV eftir leikinn en af hverju allir þessir útisigrar? „Ómeðvitað held ég að við færum okkur aftar á völlinn á útivelli sem hentar okkur ágætlega. Þá getum við nýtt hraðann í að sækja fram,“ sagði Orri Freyr. FH-ingar fengu sín færi í leiknum og lá vel á gestunum eftir að Andri Steinn kom þeim yfir. Vörn Grinda- víkur hefur ekki verið þekkt fyrir að halda hreinu en stóð sig með mikilli prýði í gærkvöldi. „Við höfum ákveð- in gæði í sóknarleiknum en það hef- ur gengið illa að halda hreinu. Í þess- um leik fær allt liðið prik í kladdann fyrir varnarleikinn því við gerðum vel sem lið. Við leyfðum þeim að dútla með boltann inni á miðsvæð- inu. Það blundaði í okkur að þeir væru þreyttir eftir leikinn gegn Ast- on Villa þannig þeir fengu að halda boltanum og við pressuðum svo á þá,“ sagði Orri. „FH-ingarnir fóru að dæla bolt- anum í teiginn undir lokin trekk í trekk og þá skapaðist smá ringul- reið,“ sagði Orri um lokamínúturn- ar þar sem FH reyndi hvað það gat að jafna en tókst ekki. Með tapinu hleypti FH Keflavík upp fyrir sig og hefur Suðurnesjaliðið nú tveggja stiga forystu á bikarmeistara FH á toppnum. tomas@dv.is FH tapaði sínum öðrum leik á heimavelli í ár: GRINDAVÍK KOM GRÖNNUNUM Á TOPPINN Hef hann Zankarlo Zimunic grípur boltann og atli guðnason, FH-ingur, sækir grimmt að honum. Mynd dv / róbert reynisson ÍA tekst ekki enn að vinna leik og jafntefli þess gegn Fylki, 2-2, í Ár- bænum í gærkvöldi gæti reynst liðinu dýrkeypt. Það voru Fylkismenn sem komust yfir með marki nýjasta liðs- mannsins, Ingimundar Níels Ósk- arssonar. Stefán Þór Þórðarson og Björg Bergmann Sigurðarson komu gestunum yfir áður en Valur Fann- ar Gíslason skoraði þýðingarmikið jöfnunarmark undir lok leiksins. Hinn ungi Trausti Sigurbjörns- son var kominn aftur í mark Fylkis- manna eftir hlægilega frammistöðu Espens Madsen í síðasta leik og var nálægt því að verja fyrsta markið. Reyndar gerði hann svo vel að verja skotið frá Ingimundi Óskarssyni en sá síðarnefndi hafði heppnina með sér og fylgdi skotinu vel eftir. Stefán Þór Þórðarson átti skínandi leik fyr- ir ÍA í gær og skoraði með gullfallegu skoti upp í þaknetið rétt áður en hálf- leiksflautan gall. Munaði minnstu Eftir að ÍA komst í 2-1 með marki Björns Bergmanns sem skoraði með skalla í tómt Fylkismarkið eftir skóg- arhlaup Fjalars Þorgeirssonar lá á gestunum. Haukur Ingi Guðnason fiskaði vítaspyrnu á Trausta í mark- inu sem hann gerði sér lítið fyrir og varði. Skelfileg spyrna frá Vali Fann- ari Gíslasyni sem hefði eflaust ekki drifið á markið hefði Trausti ekki val- ið rétt horn. Valur Fannar bætti upp fyrir mistökin með jöfnunarmarki á 86. mínútu. ÍA er því áfram 7 stigum á eftir Fylki þegar sex leikir eru eftir. Skagamenn léku á köflum vel í leiknum eins og hefur verið undir stjórn tvíburanna en það skilar litlu á meðan sigrar og stig koma ekki í hús. Vörnin var skárri en hefur verið en ÍA verður að teljast hepp- ið að missa ekki Helga Pét- ur Magnússon út af með rautt spjald í seinni hálf- leik sem hefði þyngt róðurinn. Markaveisla í Keflavík Keflavíkurblaðran virðist langt frá því að springa og er sterkari sem aldrei fyrr. Suðurnesjadrengirn- ir rassskelltu Þróttara, 5-0, á Spari- sjóðsvellinum í gærkvöldi og hirtu toppsætið af FH. Fimm leikmenn skiptu mörkunum fimm á milli sín og skoraði Brynjar Guðmundsson sitt fyrsta mark fyrir liðið. Keflvíking- ar áttu leikinn frá upphafi til enda og hefðu getað bætt við fleiri mörkum. Þá klúðraði Guðmundur Steinarsson vítaspyrnu sem er sjaldséð sjón. Keflavík lék einstaklega vel í leikn- um og sigurinn algjörlega jafn sann- færandi og lokatölurnar. Keflvíkingar hafa nú tveggja stiga forystu í Lands- bankadeildinni og miðað við leik FH gegn Grindavík í gærkvöldi eru þeir síður líklegri til að hampa titlin- um. tóMas Þór ÞórÐarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is SKAGAMENN NÁLGAST FALLIÐ steinliggur stefán Þór Þórðarson jafnaði leikinn í 1-1 með glæsilegu marki upp í þaknetið. Mynd dv / róbert reynisson duglegur stefán Þór lét mikið að sér kveða í árbænum. Mynd dv / róbert reynisson Á góðri leið Kristján guðmundsson heldur blöðrunni loftmikilli. Mynd dv / róbert reynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.