Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Qupperneq 20
mánudagur 18. ágúst 200820 Sport
Glæsimark Torres
Fernando torres kom Liverpool til bjargar þegar hann skoraði sig-
urmark þess á 83. mínútu gegn sunderland með gullfallegu skoti
fyrir utan teig. „Við fengum færi fyrir utan markið hjá torres. Hann
er lykilmaður og ekkert óeðlilegt að hann klári svona leiki. Það er
mikilvægt fyrir liðið að hafa svona leikmenn innanborðs,“ sagði
rafa Benitez stjóri Liverpool eftir leikinn. roy Keane stjóri sunder-
land tók tapið á sig. „Við vorum orðnir þreyttir síðustu 15-20 mín-
úturnar sem ég tek fulla ábrygð á. Við hefðum átt að leika erfiðari
leiki á undirbúningstímabilinu,“ sagði Keane auðmjúkur.
ÚRSLIT
Chelsea fór frábærlega af stað í ensku deildinni þegar liðið gjör-
sigraði Hermann Hreiðarsson og félaga hans í Portsmouth, 4-0, á
Brúnni í gær. Silfurmeistararnir bæði í deild, deildarbikar og
Evrópubikar voru einstaklega sannfærandi og líta vel út. Eng-
landsmeistarar Manchester United þurftu að sætta sig við þreytu-
legt jafntefli á Old Trafford gegn Newcastle United.
Nasri byrjar vel
ungstirnið samir nasri byrjar vel með arsenal en hann skoraði sigur-
markið gegn WBa í opnunarleik tímabilsins á 4. mínútu. „Við stjórnuð-
um leiknum allan tímann og voru bara að bíða efir öðru marki,“ sagði
arsene Wenger stjóri arsenal eftir leikinn. WBa átti aðeins eitt gott
færi þegar Johan djourou bjargaði á línu. „arsenal var frábært í leikn-
um og við áttum í miklum vandræðum varnarlega sérstaklega hægra
megin. Ég held þó að við eigum eftir að gera fína hluti í deildinni
ef við berjumst jafnmikið og við gerðum í þessum leik,“ sagði tony
mowbray stjóri WBa tiltölulega sáttur eftir leikinn.
enska úrvalsdeildin
Arsenal - WBA 1–0
1-0 Samir Nasri (4.).
Bolton - Stoke 3–1
1-0 Grétar Rafn Steinsson (34.), 2-0 Kevin Davies
(41.), 3-0 Johan Elmander (44.), 3-1 Ricardo
Fuller (90.).
Everton - Blackburn 2–3
0-1 David Dunn (21.), 1-1 Mikel Arteta (44.), 2-1
Yakubu (64.), 2-2 Rouqe Santa Cruz (66.), 2-3
Andrej Ooijer (90.).
Hull - Fulham 2–1
1-0 K.H. Seol (8.), 1-1 Geovanni (23.), 2-1 Caleb
Folan (81.).
Middlesbrough - Tottenham 2–1
1-0 David Wheater (71.), 2-0 Mido (87.), 2-1
Robert Huth (90, sjálfsmark.).
West Ham - Wigan 0–2
1-0 Dean Ashton (4)., 2-0 Dean Ashton (10.), 2-1
Zaki (48.).
Sunderland - Liverpool 0–1
0-1 Fernando Torres (81.).
Chelsea - Portsmouth 4–0
1-0 Joe Cole (13.), Nicola Anelka (26.), 3-0 Frank
Lampard (44,víti.), 4-0 Deco (89.).
Man. City - Aston Villa 2–4
1-0 John Carew (46.),1-1 Elano (64, víti.), 2-1
Gabriel Agbonlahor (69.), 3-1 Gabriel Agbon-
lahor (74.), 4-1 Gabriel Agbonlahor (76.), 4-2
Vedran Corluka (90.).
Man. United - Newcastle 1–1
0-1 Obafemi Martins (22.), 1-1 Darren Fletcher
(24.).
sTaðaN
lið l U j T m st
1. Chelsea 1 1 0 0 4:0 3
2. aston V. 1 1 0 0 4:2 3
3. Bolton 1 1 0 0 3:1 3
4. Blackb. 1 1 0 0 3:2 3
5. Hull 1 1 0 0 2:1 3
6. middles 1 1 0 0 2:1 3
7. West Ham 1 1 0 0 2:1 3
8. arsenal 1 1 0 0 1:0 3
9. Liverpool 1 1 0 0 1:0 3
10. man. u 1 0 1 0 1:1 1
11. newcas. 1 0 1 0 1:1 1
12. Everton 1 0 0 1 2:3 0
13. Fulham 1 0 0 1 1:2 0
14. tottenh. 1 0 0 1 1:2 0
15. Wigan 1 0 0 1 1:2 0
16. sunderl. 1 0 0 1 0:1 0
17. WBa 1 0 0 1 0:1 0
18. man. C 1 0 0 1 2:4 0
19. stoke 1 0 0 1 1:3 0
20. Prtsmth. 1 0 0 1 0:4 0
MOLAR
DraUmabyrjUN HUll
Hull, sem ekki hefur verið spáð
góðu gengi í ensku úrvalsdeildinni
í ár, fékk draumabyrjun á mótinu
þegar það
lagði Fulham,
2-1, í fyrsta leik
sínum á heima-
velli. Fjórir nýjir
leikmenn sem
Phil Brown
keypti fyrir
tímabilið voru í
byrjunarliðinu
og þar á meðal
geovanni sem kom frá manchest-
er City í sumar. Hann skoraði
glæsilegt jöfnunarmark Hull eftir
að Ki-Hyeun hafði komið gestun-
um yfir. Varamaðurinn Caleb Folan
tryggði nýliðunum svo sigurinn á
81. mínútu.
„Það sáu allir hversu frábær andi
er í þessu félagi í þessum leik. Lík-
amlegt ástand manna er frábært
og það sást í seinni hálfleik,“ sagði
Phil Brown stjóri Hull eftir leik.
„Fyrir leikinn ræddum við um að
Fulham hefði ekki gengið vel á úti-
velli hingað til og við ákváðum að
nýta okkur veikleika þeirra,“ sagði
Brown.
sigurmark Hull kom eftir skelfileg
varnarmistök Pauls Konchesky.
„Hann gerði þannig mistök að
hann áttar sig alveg á þeim sjálf-
ur,“ sagði roy Hodgson stjóri Ful-
ham. „Í seinni hálfleik negldi Hull
bara boltanum fram og við fórum
að gera það líka.“
Grétar rafn skoraði eitt af mörkum ársins í opnunarleik Bolton:
„ERFIÐUSTU SEX VIKUR SEM ÉG HEF UPPLIFAГ
„Þetta var líklegra með þeim fal-
legri sem ég hef skorað,“ sagði Grét-
ar Rafn Steinsson glettinn við DV
um stórkostlegt mark sitt gegn Stoke
í fyrsta leik tímabilsins í enska bolt-
anum. Mark Grétars var það fyrsta af
þremur í 3-1 sigri Bolton á nýliðun-
um. „Það hefur aðeins verið minnst
á þetta mark við mig, en það mikil-
væga var alltaf að ná í öll þrjú stigin
sem voru í boði,“ sagði Grétar sem var
ánægður með spilamennsku liðsins.
„Það gekk allt upp sem við ætl-
uðum okkur. Við vörðumst af krafti
og náðum að mæta öllum þessum
háu boltum sem Stoke hafði upp á að
bjóða og tókum þá boltann niður og
spiluðum honum á milli okkar. Þetta
var mjög sannfærandi og það fór ekki
jafnmikill kraftur í þetta og við höfð-
um búið okkur undir,“ sagði Grétar.
Grétar kom til Bolton í janúar í
fyrra og var því að upplifa sitt fyrsta
undirbúningstímabil í enska boltan-
um. Fótboltafræðin þar í landi og í
Hollandi þaðan sem hann kom eru
töluvert frábrugðnar.
„Þetta er allt annað á Englandi.
Hér er meira um hlaup og meira reynt
að fara með leikmenn yfir líkamleg
mörk. Leikmenn eiga virkilega að
finna fyrir hlutunum. Í Hollandi átti
maður meira að fara í gegnum þetta
á tækninni. Ég hef gengið í gegnum
ýmis konar og löng undirbúnings-
tímabil á Íslandi, þetta hjá Bolton eru
erfiðustu sex vikur sem ég hef upplif-
að. Það var sagt að þetta yrðu sjö til tíu
dagar sem yrðu erfiðir og svo væri far-
ið í leikina. Við byrjuðum hinsvegar
ekkert að slaka á fyrr en á mánudag-
inn síðasta. En eins og ég segi, þá er ég
ýmsu vanur eftir Óla Þórðar til dæm-
is, en að troða öllum þeim fræðum í
sex vikur er helvíti mikið,“ sagði Grét-
ar Rafn kátur að lokum. tomas@dv.is
Það var aldrei spurning í hvað stefndi
á Brúnni í gær þar sem Chelsea tók á
móti Portsmouth. Heimamenn settu
gestina undir pressu frá fyrstu mín-
útu og voru búnir að skora eftir að-
eins tólf mínútna leik. Joe Cole batt
þá endahnútinn á fallega sendingu
Michaels Ballack sem þurfti að fara
út af í fyrri hálfleik vegna meiðsla.
Nicola Anelka var búinn að bæta við
öðru marki Chelsea eftir slakan varn-
arleik Portsmouth-manna skömmu
síðar og staðan var 3-0 í hálfleik eft-
ir að Frank Lampard hafði skorað úr
víti.
Portsmouth sem sýndi mjög
sterkan varnarleik í fyrra virtist hafa
gleymt öllu því sem gerði liðið gott í
fyrra. Samstaðan, baráttan og dugn-
aðurinn voru hvergi til staðar og virk-
aði eins og menn væru farnir að líta
örlítið of stórt á sig. Róin á miðjunni
er farin eftir brotthvarf Sulleys Munt-
ari til Inter og gætu þau skipti kostað
Portsmouth mikið í ár. Ekkert verður
þó tekið af Chelsea sem lék fallegan
fótbolta út í gegn og handbragð Scol-
aris sem tók við liðinu fyrir tímabilið
sást bersýnilega.
komum þeim á óvart
Luis Felipe Scolari, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, var eðlilega kátur
með sinn fyrsta sigur í ensku úrvals-
deildinni. „Ég held að eigandinn sé
ánægður núna eins og stuðnings-
mennirnir. Hann er náttúrulega bara
einn stuðningsmaður til viðbótar,“
sagði Scolari um Roman Abramovich
sem var sáttur með sitt lið. „Ég held
að Portsmouth hafi ekki búist við
þessari pressu sem við settum á þá í
byrjun. Chelsea lék ekki svona á síð-
asta tímabili,“ sagði Scolari en koll-
egi hans, Harry Redknapp hjá Ports-
mouth, talaði minna um leikinn og
meira um fámennan hóp sinn.
„Við höfum verið að reyna að
styrkja hópinn en þurftum að selja
Pedro Mendes til Rangers til að fá
meiri pening. Hvað fær maður góð
lán? Ég væri til í að reyna fá lán en
það er erfitt.“
Þreyttir meistarar
Englandsmeistarar Manchester
United hefja tímabilið eins og í fyrra.
Með jafntefli á heimavelli. Í gær náði
Newcastle, sem hingað til hefur þurft
að sæta alls kyns rassskellum á Old
Trafford, í gott stig sem leikmenn og
stjórnarmenn liðsins fögnuðu eins
og þeir hefðu unnið deildina. Nýju
mennirnir Jonas Guiterrez og Coll-
occini voru mjög góðir í liði New-
castle en það var Obafemi Martins
sem kom gestunum yfir á 22. mín-
útu, áður en Darren Fletcher jafnaði
skömmu síðar.
„Það er frábært að ná í stig hér
í fyrsta leik,“ sagði Steven Tayl-
or miðvörður Newcastle sem átti
skínandi leik. „Við töpuðum sam-
tals 11-1 í fyrra fyrir United þannig
að ég tek þessu stigi fagnandi. Við
lékum líka vel og áttum jafnvel
meira skilið.“
TÓmas ÞÓr ÞÓrðarsoN
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
BLÁIR BYRJA VEL
skýjum ofar david James
horfir á anelka koma Chelsea
í 2-0. myndir / gEtty imagEs
Hefur upplifað margt
grétar rafn kippir sér ekki
upp við smá hlaup á sumrin.
byrjar vel Fabricio Colloccini lék vel á
Old trafford í sínum fyrsta leik með
newcastle.