Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Síða 29
mánudagur 18. ágúst 2008 29Fólkið ásgeir opnar fjölskyldustað „Þetta er sko heimsklassastaður hér á Fróni og fyrsti staðurinn í heimin- um fyrir þessa kynslóð sem hefur alist upp með tölvufjarstýringarnar í annari hendinni,“ segir Geiri á Goldfinger um nýja staðinn sinn, Steak and Play sem verður opnaður á föstudaginn. „Þetta er sportbar með tuttugu og fimm til þrjátíu sjónvarpsskjáum þar sem verður hægt að horfa á allar að- alsportrásir heimsins. Það verður líka hægt að leigja hérna playstation tölvur og spila tölvuleiki með félögunum. Eða bara einfaldlega mæta með DVD disk sem þig langar til að horfa á. Staðurinn er þannig innréttaður að það eru níu manna básar sem þú situr í og borðar góðar steikur og spilar tölvuleiki,“ segir Geiri og bætir við: „Þetta er sannkallað- ur „self-entertainment staður.“ Þú þarft að vera alveg hryllilega þunglyndur ef þú nærð ekki að skemmta sjálfum þér hérna.“ En það er ekki bara hægt að spila tölvuleiki og horfa á íþróttir á Steak and Play. „Síðan er líka golfhermir á staðn- um þar sem þú getur farið í golf án þess að þurfa að hlaupa einhverjar átján holur og brenna tuttugu kílóum. Hérna verður bara hægt að spila golf með bjór í hendinni. Það verður líka hægt að syngja í karókí inni í einum salnum,“ segir Geiri og leggur ríka áherslu á það að þrátt fyrir að Steak and Play sé til húsa þar sem nektardansstað- urinn Bóhem var áður, á Grensásvegi 5 til 7, sé alls ekki um slík- an stað að ræða hér. „Þetta verður bara sannkallaður fjöl- skyldustaður. Ekkert dónó neitt heldur bara staður sem þú kemur með börnin þín og borðar góðan mat og fjölskyldan getur skemmt sér saman. Staðnum er í rauninni skipt niður í tvo sali og einn þeirra verður leigður út. Það er alveg tilvalinn staður fyrir afmæli eða vinnu- staðahópa og við erum nú þegar komn- ir með níu pantanir á salinn.“ Það verður að sjálfsögðu heljarinnar fjör á Steak and Play þessa opnunarhelgi en boðsgestir fá forskot á sæluna á fimmtudags- kvöldið. Þar verða engir aðrir en gleðipinnarn- ir Sverrir Stormsker og Erpur Eyvind- arson sem sjá um að halda uppi stuðinu. Sverrir Storm- sker verður svo áfram á Steak and Play en hann verður veislustjóri um helgina. „Sverrir mætir með orgelið og sér um stemninguna og það er aldrei að vita nema hann fái til sín ein- hverja góða gesti.“ krista@dv.is Geiri á GoldfinGer opnar nýjan stað: Kastljósstjörnurnar Þóra Tómas- dóttir og Sigmar Guðmundsson eru stödd í sumarfríi á Spáni. Parið sla- kar á í stórborginni Barcelona þar sem er af nógu að taka. Nýlega birt- ist grein um Kastljóskonuna Þóru Tómasdóttur í Fréttablaðinu þar sem talað var um hve vel sjónvarps- konan liti út. Sagt var frá því að hún og samstarfskona hennar, Ragnhild- ur Steinunn Jónsdóttir, væru dug- legar að hlaupa saman í hádeginu, einnig var talað var um væntanlega þátttöku Þóru í Reykjavíkurmar- aþoninu. Á heimasíðu sinni segist hún hinsvegar iðrast þess innilega að hafa hagað sér eins og afreks- kona í hlaupum. Hvort Þóra sé hætt við þátttöku sína í maraþoninu eða einfaldlega búin að hafa það of gott í sumarfríinu fylgir ekki sögunni. Veitingastaðurinn Steak and Play verður opnaður um helgina þar sem nektardans- staðurinn Bóhem var áður til húsa. Eigandi Steak and Play, Geiri Goldfinger fullyrðir hinsvegar að hér sé um að ræða sannkallaðan fjölskyldustað enda mikið um að vera fyrir krakka jafnt sem fullorðna. Boðsgestir fá forskot á sæluna á fimmtudagskvöldið þar sem Erpur Eyvindarson og Sverrir Stormsker verða veislustjórar. „Þetta er í raun eins og erfitt og ákaft hjónaband,“ segir leikstjór- inn Baltasar Kormákur í viðtali á vefsíðu The Guardian þegar hann lýsir sambandi sínu við Ísland. Í viðtalinu ræðir Baltasar við Xan Brooks um kvikmyndir sínar og hvernig lífið á Íslandi sé. „Þú elsk- ar landið en hatar það í leiðinni,“ heldur Baltasar áfram. „Fyrir fólk eins og mig sem hef- ur fengið tækifæri til þess að fara til útlanda og vinna og hafa svo þann valkost að koma aftur er Ís- land himnaríki. En ef þú ert fastur þar, getur það verið eins og fanga- klefi,“ útskýrir Baltasar. „Þú verð- ur að geta farið og komið aftur.“ Brooks spyr Baltasar mikið út í Mýrina og 101 Reykjavík og mun- inn þar á en talið berst einnig að Little Trip To Heaven og Run For Her Life. „Þrátt fyrir að fá svona góð tækifæri eins og með Little Trip to Heaven og Run For Her Life með heimsþekktum leik- urum þá þýðir það ekki að ég sé á förum eitthvert. Maður er svo tengdur landinu.“ Brooks hefur einnig mik- inn áhuga á að fræðast um hinn undarlega rétt svið sem er uppá- haldsmatur Ingvars E. í Mýrinni. „Þetta er ástæðan fyrir því að þú verður líka að nota íslenska leik- ara áfram. Þú fengir aldrei Holly- wood-stjörnu til þess að éta aug- að úr kind,“ bætti Brooks við. asgeir@dv.is eins og erfitt hjónaband BaltaSar KormáKur lýSir SamBandi Sínu Við íSland í Viðtali Við thE Gua rdian: saman á spáni Nýjasta tölublað Monitors leit dagsins ljós um helgina. Mikil leynd hafði ríkt yfir forsíðu blaðsins en í ljós kom að forsíðuna prýðir hin íðilfagra sjónvarpskona Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Í viðtali við Ragnhildi inni í blaðinu segir hún meðal annars frá því að hafa leikið lesbíu í sjónvarps- mynd eftir Ólaf Jóhannsson. Sjálf segist hún hafa mikinn metnað til leiklistar og oft geti verið heldur erfitt að horfa með henni á kvikmyndir þar sem hún spái mikið í frammistöðu leikaranna. Auk þess kemur fram að í vetur muni Ragnhildur stýra nýrri útgáfu af Laugardagslögunum en nú verða þau í spjallþáttaformi með tónlist þar sem Sammi Jagúar sér um húsbandið. lesbía í sjón- varpsmynd Playstation, steikur, golf, íþróttir og karóki geiri segir steak and Play fyrsta staðinn í heiminum sem þjónar tölvuleikjakynslóðinni. mynd dV / HEiða HElGadóttir mætir með orgelið sverrir verður veislustjóri á nýja staðnum hans geira goldfinger alla helgina. Heldur uppi stuðinu með Sverri Stormsker Erpur Eyvindarson kemur til með að sjá um veislu- stjórnun í opnunarpartýi steak and Play á fimmtudaginn. „Þetta er ekkert dónó heldur bara ekta fjölskyldustaður.“ geiri goldfinger hefur hingað til opnað öðruvísi staði en fjölskyldu- staði, en á steak and Play er eitthvað um að vera fyrir alla fjölskylduna. mynd dV / HEiða HElGadóttir Baltasar Kormákur á í ástar- og haturssambandi við landið þó meira sé af ástinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.