Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2008, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2008, Qupperneq 2
„Mér líður bara frábærlega að vera kominn heim,“ segir Fannar Gunn- laugsson sem var látinn dúsa í 8 fer- metra fangaklefa í Nevada í Banda- ríkjunum í hátt í fimm vikur. Hann segir að miðað við dvölina líði hon- um eins og kóngi hérna. Fannar kom til landsins á laugardagsmorg- un og býr hjá ömmu sinni og afa. Hann var enn að jafna sig á tíma- mismuninum þegar hann ræddi við DV í gær. Búinn á því Fannar segist andlega búinn á því og í raun enn að átta sig á hvað hann er búinn að ganga í gegn- um. Fangelsisdvölin var hin versta. Hann eyddi 20 til 23 tímum á dag inni í litlum klefanum, fékk að borða tvisvar á dag óboðlegan mat, fékk enga hreyfingu og missti allt í allt 15 kíló á fimm vikum. Hann seg- ir fangelsisdvölina ekki líka neinu því sem hann hefði getað ímyndað sér fyrirfram. Hreyfingarleysið erfitt Fannar segist hafa átt mjög erf- itt meðan hann var í fangelsi og var orðinn mjög þunglyndur. Innilok- unin og hreyfingarleysið var hon- um afar erfitt. Fannar kannast ekki við að hafa verið hræddur meðan á fangelsisvistinni stóð en oft spurði hann sig hvað hann væri eigin- lega að gera þarna inni því honum fannst þetta svo fáránleg aðstaða. „Það sem var erfiðast við þetta var að vita ekki hvenær ég fengi að fara út úr þessu fangelsi. Ef maður hefði haft smá hugmynd um það hefði það sennilega gert dvölina ögn bærilegri.“ Gera það sem þeim sýnist „Ég var kominn með atvinnu- leyfi sem átti að gilda fram í febrúar á næsta ári á meðan ég var að bíða eftir græna kortinu,“ segir Fannar. Aðdragandi handtökunnar var sá að hann giftist bandarískri konu í janúar árið 2007, áður en 90 daga landvistarleyfi hans rann út. Hann sótti seinna um græna kortið og gaf þá upp öll nauðsynleg gögn. Hann var síðan boðaður á fund og hand- mánudagur 8. september 20082 Fréttir Fannar Gunnlaugsson sem fangelsaður var fyrir rúmum fimm vikum í Nevadafylki í Bandaríkjunum fyrir að skila umsókn um græna kortið tveimur dögum of seint er laus og kominn til Íslands. Hann missti hvort tveggja vinnuna og heimilið meðan hann sat í bandarísku fangelsi. Honum finnst gott að vera kominn heim til Íslands og ætlar að byggja sig upp áður en hann reynir að komast til Bandaríkjanna aftur að hitta dóttur sína sem hann hefur ekki séð í hálft ár. Búinn að missa allt ÁSDÍS BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR blaðamaður skrifar: asdis@dv.is „Það sem var erfiðast við þetta var að vita ekki hvenær ég fengi að fara út úr þessu fangelsi. Ef maður hefði haft smá hugmynd um það hefði það sennilega gert dvölina ögn bærilegri.“ Fannar ásamt dóttur sinni Kom til landsins á laugardagsmorgun eftir að hafa dúsað í fimm vikur við slæman kost í fangelsi í nevada í bandaríkjunum. Hann segist búinn á því en bjartsýnn á framhaldið. Hann langar út aftur að hitta fjölskyldu og dóttur. Ungur maður liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu með höfuðáverka: Bænastund í Fossvogskapellu Bænastund fyrir ungan mann, sem fannst meðvitundarlaus og með mikla höfuðáverka í Hátúni á laugardagsmorgun, fór fram í Kap- ellunni í Fossvogi í gær. Ættingjar og vinir komu saman og báðu fyrir- manninum sem liggur þungt hald- inn á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans. Rannsókn lögreglu hefur hvorki útilokað að maðurinn hafi lent í slysi né að ráðist hafi verið á hann. Samkvæmt upplýsingum frá rann- sóknardeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu hafa engin vitni eða sjónarvottar gefið sig fram vegna atviksins. Lögregla auglýsti eftir vitnum í gær, en talið er að maður- inn hafi slasast á milli klukkan sex og hálf átta á laugardagsmorgun. Lögreglan hefur fengið mjög fáar ábendingar en hún hefur haft sam- band við fjölskyldu og vini vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá ættingjum mannsins er lögregl- an farin að hallast að því að frek- ar hafi verið um slys að ræða en að hann hafi orðið fyrir árás. Lögreglan heldur meðal annars þeim möguleika opnum að hann hafi hugsanlega fallið til jarðar, skammt frá þeim stað þar sem hann fannst. Lögreglan segir engin verk- summerki á staðnum benda frekar til þess að ráðist hafi verið á hann. Spurningar hafi kviknað í upphafi rannsóknar, en ekkert sé hægt að útiloka. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á gjörgæsludeild Borgar- spítalans í Fossvogi er líðan hans óbreytt og honum haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn hefur farið í tvær aðgerðir á höfði og ólíklegt að hann mundi gangast undir fleiri að- gerðir í bili. Hann er sagður mikið slasaður. valgeir@dv.is Borgarspítali maðurinn fannst meðvitundarlaus í Hátúni á laugardag. Hann liggur á gjörgæsludeild. Sambýlismaður neitar sök Karlmaðurinn sem úrskurð- aður var í gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um hrottafengna líkamsárás á sam- býliskonu sína hefur verið í yfir- heyrslum lögreglu um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur maðurinn ekki játað að hafa ráðist á eiginkonuna. Konan var var aðfaranótt mið- vikudags færð í skyndi í bráðaað- gerð vegna heilablæðingar sem var tilkomin vegna höfuðhöggs sem hún hafði hlotið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.