Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2008, Blaðsíða 8
mánudagur 8. september 20088 Fréttir Samkvæmt Kóraninum snýst heil- agt stríð fyrst og fremst um innri baráttu og um það að berjast við hið slæma hið innra. Í öðru lagi má grípa til vopna í sjálfsvörn en í heiminum eins og hann er í dag er heilagt stríð hvergi réttlætanlegt. Þetta kom fram í ræðu Mirza Masroor Ahmad Sahib á ráðstefnu ahmadiyya-múslima í Þýskalandi á dögunum. Hann er kal- ífi íslamskrar hreyfingar sem nefnist Ahmadiyya. Abdul Shakoor Aslam Khan er sérfræðingur í óhefðbundnum lækn- ingum og meðlimur Ahmadiyya- hreyfingarinnar. Hann kom til Íslands í sumar og bauð níu Íslend- ingum á árlega ráðstefnu Ahmadiyya í Mannheim í Þýskalandi um sein- ustu helgi. Hittust á Shalimar Meðal Íslendinganna sem þáðu boðið á ráðstefnuna í Mannheim var Gísli Hvanndal Ólafsson, 23 ára kennari og rithöfundur. „Ég hitti tvo menn á veitinga- staðnum Shalimar. Þeir spurðu mig hvort þeir mættu gefa mér bók um íslam og ég þáði það með þökkum, við ræddum heillengi um íslam og ég sagði þeim frá umræðunni sem hef- ur spunnist hér á Íslandi undanfarið, það endaði með því að doktor Khan bauð mér til Þýskalands,“ segir Gísli um upphaf Þýskalandsfararinnar. Hann segir Khan og félaga hafa lagt mikla áherslu á fjölbreytta umræðu um íslam og það hafi honum líkað. Gísli er meðal annars einn þeirra rithöfunda sem skrifuðu bókina Ís- lam með afslætti sem Nýhil gaf út í janúar. Gísli segir að vel hafi farið á með þeim og að lokum hafi þeir ákveðið að Gísli gæti boðið fleira fólki með til Þýskalands á ráðstefnu Ah- madiyya. Það varð úr og níu manns heimsóttu ráðstefnuna í Mannheim um seinustu helgi. Kalífinn almennilegur „Það var tekið mjög vel á móti okkur, eiginlega of vel, við vorum bara eins og opinberir gestir þarna og máttum ekki draga upp veskin fyrir einum einasta hlut,“ segir Gísli þegar hann er spurður um hvern- ig tekið hafi verið á móti hópnum. Hann segir menn hafa fylgt íslensku gestunum eftir til að aðstoða en þeir hafi verið einkar þægilegir, brosmild- ir og hjálpsamir. Þegar Gísli er spurður um það hvað hafi staðið upp úr á ráðstefn- unni er hann ekki lengi að svara: „Það var bara kalífinn í alla staði, sérstaklega eftir að við hittum hann og spjölluðum við hann. Við höfðum séð allan múgæsinginn í kringum hann á ráðstefnunni en á lokadeg- inum hittum við hann og sáum hvað þetta var hversdagslegur og almenni- legur maður.“ Hópurinn fékk að tala við kalífann í meira en hálftíma en Khan hafði á orði að óalgengt væri að hann gæfi fólki svo mikinn tíma. Ást fyrir alla „Ég held að Ahmadiyya sé besta leiðin til þess að breiða út boðskap kærleika í gegnum íslam, annars væri ég ekki að taka þátt í þessu,“ segir síðhærður og brosandi maður að nafni Adeel Hussein. Hann er 24 ára, fæddur í Pakistan en fluttist til Þýskalands fjögurra ára að aldri. Adeel Hussein er einn af þýð- endum bókar um kalífann Mirza Masroor Ahmad Sahib. Hann segist reyna að koma á ráðstefnuna hvert einasta ár enda hafi hann alla tíð verið ahmadi. Hussein segist berjast með penn- ann að vopni fyrir friði í heiminum og hann tekur fram að einkunnar- orð hreyfingarinnar séu „Ást fyrir alla, hatur fyrir engan“. Hann segir vini sína vera kristna jafnt sem trú- lausa en það skipti hann minnstu máli, trúin hjálpi honum fyrst og fremst að verða betri maður. Að lok- um segist hann vonast til þess að blaðamaður DV finni Jesú Krist. Meira umburðarlyndi „Ég var í babtistakirkju hér í Þýskalandi en þegar mér var sagt að ég mætti ekki eiga íslamska vini sagði ég mig úr henni,“ segir Þjóð- verjinn Mannfred sem hefur snúist til Ahmadiyya-trúar. Honum finnst sér hafa verið stillt upp við vegg þar sem hann hafi orðið að velja á milli íslam og kristni, en honum líkaði ekki að kirkjan réði hvaða vini hann mætti eiga. Mannfred segir marga kristna einstaklinga með fordóma gagnvart múslimum, á meðan múslimar umb- eri kristni og virði hana. Hann segir framtíðina bjarta fyrir þá Pakistana sem flust hafa til Þýskalands síð- ustu áratugi. „Á sínum tíma fóru þeir best menntuðu og ríku til Englands á meðan hinir komu hingað til Þýska- lands, en nú hefur þetta fólk unnið sig upp í samfélaginu og menntað sig hér þannig að önnur kynslóð Pakist- ana er á mjög góðri leið.“ Með múhameðshatt „Nei, ekki ennþá, það er kannski meira þannig að ég hafi færst lengra frá því heldur en hitt, en ég á hins vegar svona múhameðshatt núna,“ segir Bragi Páll Sigurðarson og hlær þegar hann er spurður að því hvort hann hafi tekið upp trú ahmadi- múslima. Hann segir þá skoðun sem hann hafi myndað sér áður að miklu leyti komna frá fjölmiðlum og því hafi verið gott að fara á samkom- una og upplifa hlutina raunveru- lega. Hann segir þó að hann hafi orðið eilítið fráhverfur íslamstrú eft- ir að hafa farið á ráðstefnuna. „Ef þetta hefði verið ráðstefna hjá mormónum eða hindúum hefði það eflaust haft sömu áhrif á mig, það er erfitt fyrir vantrúaða einstaklinga að taka upp trú,“ segir Bragi. Hann seg- ist þó sjaldan hafa hitt eins umburð- arlynt og ástkært fólk, sem væri jafn- gjafmilt á tíma sinn og peninga. Að hans mati hafi þeir þó verið aðeins of sparsamir á að opna sig fyrir nýj- um hugmyndum eins og til dæmis varðandi það kvenfrelsi sem ríkir á Vesturlöndum. Deild á Íslandi Meðlimir hópsins kalla sig ahm- adi-múslima og þá er að finna í 190 löndum. Óvíst er hversu margir ahmadi-múslimarnir eru, en nefnd- ar hafa verið tölur frá 20 og upp í 200 milljónir. Múslimar sem aðhyllast almenna túlkun á Kóraninum eru flestir andvígir túlkun Ahmadiyya vegna þess að þar er því haldið fram að nýr spámaður hafi komið fram, en almennt líta múslimar svo á að Múh- ameð sé seinasti spámaðurinn. Margir múslimar hafa for- dæmt hreyfinguna og hafa ahmadi- múslimar meðal annars verið fang- elsaðir og drepnir í Pakistan en þar er trúin ólögleg og ekki viðurkennd sem íslömsk trú. Ahmadiyya-hreyfingin er upp- runnin frá Mirza Ghulam Ahmad en hann kom fram seint á nítjándu öld og sagðist hafa uppfyllt spádóm- inn um endurkomu Messíasar. Khan ætlar að setja upp Ahmadiyya-deild hér á landi. Hann segist vera ánægð- ur með ráðstefnuna og að hann hlakki til að koma til Íslands í haust og kynna trúna fyrir Íslendingum. Bragi og Pakistanarnir áður en ráðstefnan hófst nýttu Khan og félagar tímann vel og kynntu Þýskaland fyrir Íslendingunum. Jón BJarKi MagnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is „Ég var í babtistakirkju hér í Þýskalandi en �egar mér var sagt að ég mætti ekki eiga íslamska vini sagði ég mig úr henni.“ KALÍFINN VILL NEMA LAND HÉR abdul Shakoor aslam Khan ætlar að setja upp Ahmadiyya-deild á Íslandi. Níu Íslendingar voru á ráð- stefnu ahmadi-múslima í Mannheim á dögunum. Íslendingarnir eru sammála um það að ráðstefnan hafi verið áhugaverð en enginn hefur þó játað á sig trú Ahmadiyya. Kalífi hreyfingarinnar sagði heilagt stríð snúast um innri baráttu og að það væri ekkert sem réttlætti sjálfsvígsárásir í heiminum í dag. Khan og Íslendingarnir Khan fór með Íslendingana í ferð um nærliggjandi svæði þar sem hann sýndi þeim meðal annars forna mosku sem byggð var fyrir 800 árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.