Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2008, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2008, Side 20
mánudagur 8. september 200820 Fókus Brennan (Will Ferrell) og Dale (John C. Reilly) eru þroskahamlaðir fá- bjánar sem standa á fertugu en kom- ast upp með að hegða sér eins og 12 ára alla daga. Brennan býr einn með föður sínum og Dale kemst að sama skapi upp með sinn barnaskap í skjóli nett meðvirkrar en glæsi- legrar móður sinnar. Tilvera beggja þessara aula hrynur þegar foreldr- ar þeirra fella hugi saman og eftir að þau ganga í hjónaband flytur móð- ir Dales með son sinn inn á heimili Brennans og föður hans. Þessir miðaldra stjúpbræður leggja sjálfkrafa fæð hvor á annan og ekki bætir það ástandið að fyrst um sinn þurfa þeir að deila herbergi. Átök og deilur þessara seinþroska einstaklinga reyna vitaskuld illa á þolrif foreldranna og þarf engan að undra þar sem baráttan byrjar á sandkassaplaninu og þar halda syn- ir þeirra sig með tilheyrandi áflogum og kúka- og pisskjafthætti. Eins og í öllum dæmigerðum „buddy“ myndum komast þess- ir svörnu óvinir vitaskuld að því að fleira sameinar þá en skilur í sund- ur og eftir að þeir finna sameigin- legan óvin í yngri bróður Brennans, sem er óþolandi fullkominn, mynda stjúpbræðurnir hernaðarbandalag sem þróast í nána vináttu. Þá fyrst byrja þó vandræði „full- orðna fólksins“ þar sem nýfund- ið bróðurþelið gerir þá Dale og Brennan hálfu erfiðari viðureign- ar og uppátæki þeirra og sameigin- legar tilraunir til að fóta sig í lífinu taka hærri toll en hjónaband for- eldra þeirra þolir. Þegar svo loks allt er komið í fullkomið óefni rísa aum- ingjarnir upp, finna til ábyrgðar og taka út skyndilegan þroska og reyna af öllum mætti að lagfæra allt það sem bjánagangur þeirra hefur eyði- lagt. Sagan er semsagt ekkert þjökuð af óþarfa frumleika en það verður þó ekki af þeim Ferrell og Reilly tekið að þeir eru drepfyndnir og samleik- ur þeirra, ásamt góðum stuðningi frá skemmtilegum aukapersónum, gerir Step Brothers að vel heppnaðri „fílgúdd“ gamanmynd. Fyrir Ferr- ell er myndin einnig risastórt stökk í rétta átt eftir hina drepleiðinlegu Semi-Pro en hjá Reilly, sem klikk- ar aldrei, er hún rökrétt framhald á þreifingum hans í fíflagangsgaman- myndum. Í raun er varla stigsmunur á per- sónum þeirra hér og í hinni ágætu Talladega Nights þar sem þeir léku kappaksturskempur og vini sem lentu tímabundið upp á kant. Ekk- ert að því svo sem þar sem Ferrell og Reilly fer ákaflega vel að leika saman hálfbjána með mannlegar taugar. Það sem helst háir þessari mynd og dregur hana niður er að höfund- arnir (Ferrell og Reilly ásamt öðr- um) hafa ekki nógu sterk tök á sög- unni og þeir freistast til að teygja hana í fleiri absúrd og fyndnar áttir en lengd myndarinnar þolir. Þeim tekst samt, góðu heilli, að hnýta alla endana saman á mettíma í snagg- aralegum endi þannig að við skiljum sátt við apakettina Dale og Brennan án þess að láta það trufla okkur um of hversu skyndilega menn sem hafa verið börn í 40 ár ná að fullorðnast. Sæt mynd og fyndin og kærkom- inn fylgifiskur Tropic Thunder og saman bjarga þær, á síðustu stundu, annars ófyndnu bíósumri frá algerri niðurlægingu. Þórarinn Þórarinsson á m á n u d e g i Hvað veistu? 1. Hvaða íslenski líkamsræktarfrömuður fór fyrir dóm fyrir helgi vegna rúðubrots? 2. „Þegiðu nú, guðni!“ var kallað úr ræðupúlti alþingis í nýliðinni viku. Hver mælti? 3. söngkona merzedes Club hætti nýverið í hljómsveitinni. Hvað heitir hún? Fóstbræðrabylta Óskar Mikaelsson próf í fasteigna-,fyrirt.- og skipasölu, ráðgjafi atvinnuhúsnæðis. Björgvin Ó. Óskarsson Löggiltur leigumiðlari og eignaskiptalýsandi Valgeir Kristinsson Hrl., Lögg. fasteignasali Löggilt Leigumiðlun Atvinnuhúsnæðis | Fasteignir & Fyrirtæki, Fyrirtækjasala Íslands ehf | Sala - Leiga - Umsýsla - Verðmat | Áratuga reynsla! Síðumúla 35 l 108 Reykjavík l Sími 517 3500 l www.atv.is l atv@atv.is FYRIRTÆKJASALA Fjöldi annara góðra fyrirtækja á skrá. Endilega leitið nánari upplýsinfa. Sími 517-3500 Dvergshöfði, Rvk, 150 fm. Til leigu þjónusturými á 2. hæð sem skiptist í 8 góð herbergi. Einstök staðsetning með ótví- ræðu auglýsingagildi. LAUST! Rauðarárstígur, Rvk, 493 fm. Til sölu / leigu vel staðsett skrifstofuhúsn. Á 1. hæð með rými í kj. Allt að 18 skrifstofur, fundarherb., kaffist. o.fl., Auðvelt að skipta í 2 hluta. SKILAST Í TOPP STANDI! Lónsbraut, Hfj, 200 fm. Til leigu 200 fm nýlegt húsnæði með lofthæð 5,5 mtr. Tvennar mjög góðar inn- keyrsluhurðir. Allt makbikað í kring. Gott leiguverð. Drangahraun, Hjf, 180 fm. Til leigu enda-innkeyrslubil. Háar flekahurðir og mikil lofthæð. Salur er 120 fm, mil- ligólf með lagnastokkum og skrifstofu um 60 fm. Malbikuð lóð. Drangahraun, Skrifstofur. Til leigu um 107 fm skrif- stofuhæð með allt 5 skrifst., flísalagður sérinngangi, eldhúskrókur, wc með sturtu. Gluggar á 3 vegu og því bjart. Laust fljótlega. Stapahraun, Hfj. 168 fm. Til leigu innkeyrslubil á 1 hæð með 3 mtr. hurð og um 5 mtr. mænishæð, afstúkað kaffihorn og wc. Malbikuð lóð. 3ja fasa rafm. LAUST! Flugumýri, Mos, 968 fm Til sölu / leigu nýl. hörkugott iðnaðarhúsnæði með braut f. brúarkrana (krani getur fylgt). Húsið samloku-stálgrind, skrif- stofa, wc. Um 9 mtr. mænishæð. 4x innkeyrsluhurðir. Lóðin malbikuð. Samþ. 200 fm viðbyg- gingarréttur. LAUST! Grandatröð, Hfj, 274 fm. Til sölu nýlegt og glæsilegt stál- grindarhús að grunnfl. 201 fm auk innréttaðs 70 fm samþ. mil- ligólfs, salur, skrifst., eldhúskr., wc. Vegghæð um 5,5 mtr. Laust fljótlega. Fiskislóð, Rvk, 690 fm. Til sölu mjög vel staðsett stálgrindarhús, samþykkt 111,4 fm innréttað milligólf, 2x innk.hurðir, lofth. um 7 + mtr. í mæni. Skrifstofur, matsalur, opinn vinnurými, búningaaðst. Lóð malbikuð. Fákafen, Rvk, 140 fm. Til leigu einstaklega staðsett skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við mjög fjölfarna umferðaræð með mikið auglýsingagildi. Opið rými, 3x skrifstofur, wc og eldhúskrókur. LAUST! Gjáhella, Hfj. Til sölu/leigu í smíðum, allt að 2800 fm iðnaðarhúsnæði á 2 hæðum. Mögul. að fylgi árs leigusamn. um skrifsto- fuhæðina sem er 1400 fm. Innkeyrsluhæðin 1400 fm,, mjög góð lofthæð. Skilalýsing og teikningar á skrifstofu. Tunguháls, Rvk, 530 fm. Til leigu í nýl. steyptu iðnaðarh. Lofthæð 4,9 mtr., 2x háar innk. hurðir. Endabil. Möguleiki er að skipta húsnæðinu niður. Lóð Malbikuð. Frábær staðsetning. Mögul. að fjölga innk.hurðum. LAUST! NUDD OG GUFUBAÐSTOFA. Til sölu þekkt stofa vel staðsett með öllum búnaði. Verð aðeins 2,5 millj. BAR Í AUSTURBORGINNI Til sölu bar og skemmtistaður í góðu húsnæði. Topp tækifæri. FAIR TRADE SÉRVERSLUN – INNFLUTNINGUR Til sölu eina FAIR TRADE verslunin á landinu, með handunnar vistvænar vörur frá þróunarríkjunum. Fair Trade er alþjóðlegt hugtak fyrir þessi viðskipti. Gott vöruúrval. Einstakt tækifæri. GLÆSILEG TÍSKUVERSLUN Í MIÐBORGINNI Til sölu glæsileg kvenfataverslun í miðborginni, með heimsþekkt vörumerki, og í flottu húsnæði. Frábært tækifæri. GLÆSILEGUR VEITINGASTAÐUR. Til sölu mjög glæsilegur veitingastaður í nágr. borgarinnar. Sala á 40- 80% hlut kemur til greina. Sérstakur og flottur staður, velstaðsettur. Leitið upplýsinga. HEILDVERSLUN Í SPORTVÖRUM. Til sölu heildverslun með þekkt merki í sportvörum. Er vel staðsett í góðu húsnæði.Auðveld kaup. Leitið upplýsinga. FYRIRTÆKI Í AUGLÝSINGAVÖRUM. Allt eigin innflutningur. Sterk viðskiptasambaönd á innlendum markaði. Yfir 300 artc. Auðveld kaup með yfirtöku og frábært verð. TÍSKUVERSLUN Í VERSLUNARMIÐSTÖÐ. Til sölu falleg tískuverslun með kvenfatnað, skart og fylgihluti, í þekktri verslunarmiðstöð. Frábært tækifæri á mjög góðu verði. BAKARÍ OG KONDITORI. Til sölu gott bakarí í 300 fm húsnæði, vel tækjum búið auk þess Kondtori í mjög góðu húsnæði á fjölförnum stað. Nánast allt nýr búnaður. Getur selst í sitt hvoru lagi, eða sem ein heild .ÚTGÁFA – PRENTVERK - UMBROT - AUGLÝSINGAR Til sölu þekkt fyrirtæki í góðum rekstri, með góðan tækjakost og í tryggu húsnæði. Frábært tækifæri og gott verð. SÉRVERSLUN MEÐ NÁTTÚRULEGAR SNYRTIVÖRUR. Verslunin LUSH Kringlunni er til sölu. Verslunin sérhæfir sig í sölu hár- og húðsnyrtivara. Er hluti af alþjóðlegri keðju sem nær til 500 verslana í 35 löndum. Góð kjör í boði. Frábært tækifæri. Ýmis skipti möguleg. HÁRSNYRTISTOFA Í KÓPAVOGI – Góð Kjör. Af sérstökum ástæðum er til sölu þekkt hársnyrtistofa, í nýlegu góðu húsnæði í Kópavoginum. Er með eigin innflutning. Mjög góð aðstaða og búnaður. Góð kjör í boði. Leitið nánari upplýsinga. PÚSTVERKSTÆÐI MIÐSVÆÐIS. Til sölu þekkt pústverkstæði í 300 fm leiguhúsnæði, mjög miðsvæðis. 4 lyftur og 3 innkeyrsluhurðir og góð bílastæði og aðkoma. Mjög góð staðsetning. BÍLAPARTASALA. Til sölu rekstur þekktrar partasölu. Er í 300 fm velstaðsettu leiguhúsnæði. Hefur starfað í 27 ár. Staðsetning einstaklega góð. Gott verð. Brennan og Dale neyðast til að hætta að vera fertugar gelgjur þegar kostuleg heimskupör þeirra hafa lagt líf foreldra þeirra í rúst. Svör: 1. Arnar Grant 2. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG („viðmælandinn“ var Guðni Ágústsson) 3. Rebekka Kolbeinsdóttir kvikmyndir Step BrotherS Leikstjóri: adam mcKay Aðalhlutverk: Will Ferrell, John C. reilly, mary steenburgen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.