Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2008, Síða 20
miðvikudagur 1. október 200820 Fókus Maður missir eiginkonu sína í flugslysi og reynir að grafast fyrir um ástæður slyssins. Hann kemst í kynni við flugáhöfn sem lifði af flugslys og gleymir um stund sorg sinni. Þó er hann afar tæpur tilfinn- ingalega, eðlilega. Í kynningartexta um myndina á heimasíðu RIFF segir svo: „Skyndilega verða sogar- atburðirnir kveikja áður óþekktra blossa af frelsi. Þessi blekking verð- ur svæfandi gildra þar sem hann getur endurlifað bestu stundir lífs síns. Þetta er hversdagslegt líf þar sem einfaldir hlutir verða sjald- gæfir og óvenjulegir, þar sem sorg verður gleði.“ Eins og má ráða af þessum orð- um er fyrsta mynd Rússans Alex- anders Mindadze sem kvikmynda- leikstjóri, Fljúgðu hærra, ekki í föstum skorðum línulegrar frá- sagnar. Og reyndar er hún á löng- um köflum á það miklu iði ef svo má segja að ég vissi ekki hvort ég væri að koma eða fara. Hreyfanleg og svimandi myndatakan gerir líka sitt hvað það varðar. Fyrsta setningin í myndinni, sögð af starfsmanni flugfélagsins þegar aðstandendur farþega í flug- ferðinni afdrifaríku drita á hann spurningum um hvað hafi gerst, er að mörgu leyti lýsandi fyrir það sem koma skal: „Við vitum það ekki.“ Oft er ekki heiglum hent að greina hverjir eru lifandi og hverjir framliðnir, hver var um borð í vél- inni sem fórst og hver ekki. Myndin gerist á mörkum raunheims og ein- hvers konar handan- og drauma- heims. Manni verður hugsað til Davids Lynch. Blekkingar og leit að svörum eru gegnumgangandi í myndinni. Og snögg skipti eru oft á milli til- finninga. Farið úr átakanlegu and- artaki yfir í gleðilegt augnablik í einu vetfangi, frá lífgunartilraun í hláturskast, frá því að snæða góð- an mat og dreypa á góðu víni yfir í stjórnlausa sorg og reiði. Og fal- legar senur verða harmþrungnar. Farþegarnir feigu voru á leið frá Egyptalandi. Myndbandsupptaka sem einn þeirra hafði tekið upp fyrir framan píramídana finnst í farangri hans. En enginn botn fæst í upptökuna þar sem konan klárar aldrei það sem hún vildi segja við sinn heittelskaða. Píramídarn- ir í bakgrunninum eru reyndar merkingarbærir fyrir framvindu myndarinnar. Hvernig hægt var að byggja þá á sínum tíma við þær frumstæðu aðstæður sem þá voru er álíka mikil ráðgáta og mynd- in. Og kannski jafnóskiljanlegt og hvernig hægt er að lifa af flugslys. Maður situr hugsi eftir að myndinni lýkur. Þessi frumraun Mindadzes fer skringilega í mann. Það er eitthvað heillandi við hana, hún hrærir í hausi manns. Leikur er almennt góður og lítið út á tækni- lega þætti að setja. En margar betri myndirnar hefur maður samt séð sem fara með áhorfandann í svona ólíkindaferðalag. Kristján Hrafn Guðmundsson Kung fu-Kvöld miðasala á kung fu-myndakvöld Páls Óskars Hjálmtýssonar annað kvöld er í fullum gangi á midi.is. Sýningin, sem fer fram í BæjarBíÓi í Hafnarfirði, er hluti af riFF- kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir. Páll óskar ætlar að sýna úrval af klassísk- um kung fu-myndum frá áttunda áratugnum. Þess ber að geta að þeir sem eiga hátíðarpassa þurfa að kaupa miða sérstaklega fyrir þessa sýningu. Indíánaætt- bálkar og veggjakrot Málþing um argentínskar kvikmynd- ir og þrjár leikstjórasýningar þar sem áhorfendur geta spurt á eftir eru á meðal þess sem er á dagskrá RIFF í dag og kvöld. Leikstjórasýningarnar sem um ræðir eru í fyrsta lagi heim- ildarmyndin Þungur róður eftir Ben Kempas (Iðnó klukkan 17.30). Hún segir sögu nokkurra indíánaættbálka í Norður-Kaliforníu sem berjast fyrir lifibrauði sínu, Kyrrahafslaxinum svokallaða, þegar byggja á stíflu í ánni sem þeir lifa í. Bombaðu það! eftir Jon Reiss (Iðnó klukkan 20) sýnir hvernig nútímagötulist á rætur sínar að rekja til veggjakrotara í New York. Í skugga hinnar helgu bókar í leikstjórn Arto Halonen (Norræna húsið klukkan 20) er rannsakað samband nokkurra stórfyrirtækja við einræðisríkið Túrkmenistan. fullkomin kynning laxness Fyrir skömmu var Halldór Laxness – ævisaga eftir Halldór Guðmundsson gefin út á ensku. Bókinni hefur verið afar vel tekið af gagnrýnendum þar ytra sem keppast við að lofa hana. Umfjöllun um bókina birtist með- al annar nýverið á vef dagblaðsins Irish Times og er gagnrýnandi þess gríðarlega hrifinn; segir Laxness lifna við á síðum verksins sem gerist ekki alltaf, jafnvel ekki í bestu ævi- sögum. „[Þýðingin] veitir enskum lesendum fullkomna kynningu á lífi og verkum framúrskarandi rithöf- undar sem allir ættu að lesa.“ Rokk í Óperunni Janis Joplin-sýningin, sem margir bíða væntanlega eftir að sjá, verð- ur frumsýnd í Íslensku óperunni á föstudaginn. Sýningin heitir Janis 27 og vísar talan til aldurs söngkonunnar goðsagnakenndu þegar hún lést. Verkið, sem er eft- ir Ólaf Hauk Símonarson, byggist á stuttu en litríku lífshlaupi Jopl- in sem lést af völdum fíkniefna- neyslu árið 1970. llmur Kristjáns- dóttir og Bryndís Ásmundsdóttir túlka söngkonuna í sýningunni í söng og tali í leikstjórn reynslu- boltans Sigurðar Sigurjónssonar. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Ínúíata-ættbálkur hittist á mik- illi gleðistund um hásumar. Það eru miklir fagnaðarfundir, sögur eru sagður og mikill matur er ét- inn enda nóg til á þessum tíma árs. Ningqiuq er í hópi öldunganna og finnur á sér að eitthvað slæmt sé í aðsigi. Leiðir skilja þar sem hún fer í leiðangur með barnabarni sínu og ógæfan skellur á öllu þeirra fólki. Hún talar reglulega við and- ana um ástandið sem virðist bara stefna í eina átt. Hér er á ferðinni verulega at- hyglisverð mynd um frumbyggja sem lifa sem hluti náttúrunnar og eru þar að mörgu leyti þróaðri en sú menning sem við tilheyr- um. Hér birtist duglegt fólk sem er gott við börn sín og lifir einföldu en brothættu lífi. Óhugnaðurinn er mjög sannfærandi þar sem þau standa ein gegn náttúruöflunum og það eru engar smá prufur sem þau lenda í. Leikurinn er fölskva- laus og hin prýðilega tónlist er not- uð sparlega. Það er mikið gert með grafíkina í lengsta upphafi á mynd sem ég hef séð. Hér renna áfram mjög langar óklipptar senur sem þyngja myndina meira en þörf er á. En tökurnar eru flestar mjög flott- ar og eiga stundum fyllilega rétt á sér. Sérstaklega þegar maður hef- ur ánægju af að sjá fötin, bátana, veiðarnar, matinn, dýrin, náttúr- una, húðflúrin og aðrar heimild- ir um líferni og menningu þessa merkilega fólks. Söng- og sagna- hefðin er mjög rík meðal ínúíta og er einnig komið vandlega til skila hér. Að því gefnu að það veki áhuga áhorfandans eru þetta augnablik sem mega svo sannarlega endast og njóta sín. Erpur Eyvindarson Einvígi við náttúruöflin kvikmyndir Before Tomorrow Leikstjórn: marie-Heléne Cousineau & madeleine ivalu Sýnd á RIFF Before Tomorrow „verulega athyglisverð mynd um frumbyggja sem lifa sem hluti náttúrunnar og eru þar að mörgu leyti þróaðri en sú menn- ing sem við tilheyrum.“ kvikmyndir fljúgðu hærra Leikstjórn: alexander mindadze Aðalhlutverk: aleksandr grishin, vladimir gusev, maksim bityukov, klavdiya korshunova Sýnd á RIFF á m i ð v i k u d e g i Flogið í hringi Ólíkindaferðalag margar betri myndirnar hefur maður samt séð sem fara með áhorfandann í svona ólíkindaferðalag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.