Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Blaðsíða 8
þriðjudagur 21. október 20088 Fréttir
Tindur fékk ekki sérmeðferð:
Föðursystir hjálpaði Tindi ekki
„Hún kom ekki nálægt ákvarð-
anatökum í málinu,“ segir Valtýr Sig-
urðsson, fyrrverandi forstöðumaður
Fangelsismálastofnunar, um meinta
aðkomu föðursystur Tinds Jóns-
sonar, sem er grunaður um aðild að
amfetamínframleiðslu. Hún vann
hjá Fangelsismálastofnun á sama
tíma og Tindur afplánaði á Kvía-
bryggju en í fréttum Stöðvar 2 var
því haldið fram að hún hefði beitt
sér fyrir hagsmunum Tinds. Föður-
systirin vinnur ekki lengur hjá stofn-
uninni, hún hætti störfum á síðasta
ári en starfslok hennar voru ótengd
málefnum Tinds.
Tindur afplánaði eingöngu helm-
ing af sex ára fangelsisdómi sem
hann hlaut árið 2006 fyrir tilraun til
manndráps. Samkvæmt lögum um
fullnustu refsinga skal brotamaður
afplána að minnsta kosti tvo þriðju
af dómnum hafi hann orðið uppvís
að alvarlegu afbroti. Í lögunum eru
þó undantekningar, það er að segja
mögulegt er að fá reynslulausn séu
sérstakar persónulegar ástæður fyrir
því og hafi fanginn sýnt af sér fyrir-
myndarhegðun.
„Það var vegna ungs aldurs og
fyrirmyndarhegðunar,“ svarar Er-
lendur Baldursson, afbrotafræðing-
ur hjá Fangelsismálastofnun, spurð-
ur hvaða sérstöku ástæður hefðu
komið til. Hann segir það alls
ekki óvanalegt að ungum brota-
mönnum sé veitt reynslulausn
eftir að þeir hafa afplánað
helminginn af refsivist sinni.
Í rauninni sé slíkt frekar regla
en hitt.
Tindur hafði verið á
reynslulausn í mánuð
þegar hann var handtek-
inn vegna gruns um að
hann tengdist amfeta-
mínverksmiðjunni sem
fannst í Hafnarfirði í
síðustu viku.
valur@dv.is
Tindur Jónsson er
í gæsluvarðhaldi
grunaður um að
tengjast amfetamín-
verksmiðju sem
fannst í Hafnarfirði í
síðustu viku.
Valtýr Sigurðsson Fyrrverandi for-
stöðumaður Fangelsismálastofnunar
og núverandi ríkissaksóknari segir tind
enga sérmeðferð hafa fengið hjá
stofnuninni vegna föðursystur.
Landsvirkjun
í hendur Lánardrottna
„Þetta er eitthvað sem ég hef takmark-
aðar áhyggjur af í dag. Það versta sem
gæti gerst er að við yrðum að fresta
framkvæmdum. Það er engin ástæða
til að fara út í slíkar áhyggjur,“ segir
Davíð Ólafur Ingimarsson, yfirmaður
lánamála hjá Landsvirkjun, aðspurð-
ur hvort erlendir aðilar gætu eignast
fyrirtækið og eignir þess ef í harð-
bakkann slær og lánalínur lokast. Í
núverandi ástandi á fjármálamörk-
uðum hafa áhyggjur þess eðlis ver-
ið viðraðar í ljósi þess fyrirkomulags
sem er á stærstu fjárfestingu Lands-
virkjunar, Kárahnjúkavirkjun.
Allt undir
Þegar ákveðið var að ráðast í
Kárahnjúkavirkjun gengust eigend-
ur Landsvirkjunar, íslenska ríkið auk
Reykjavíkur og Akureyrarbæjar, í ein-
falda ábyrgð vegna lána fyrirtækisins
sem þýðir að ef Landsvirkjun getur
ekki greitt af lánum sínum þarf lán-
veitandi að ganga að eignum fyrir-
tækisins. Dugi það ekki upp í skuldir
verða eigendur Landsvirkjunar krafð-
ir greiðslna. Eftir að íslenska ríkið yfir-
tók eignarhlut sveitarfélaganna flutt-
ist lánaábyrgðin yfir á það. Þar að auki
var veð tekið í öllum öðrum virkjun-
um og eignum Landsvirkjunar vegna
Kárahnjúka. Það er því mikið undir ef
allt fer á versta veg.
Gríðarleg áhætta
„Við vöruðum kröftuglega við
þessu á sínum tíma þegar verið var
að taka þessi lán og studdum þetta
til dæmis ekki í Reykjavíkurborg.
Við reyndum að gera fólki grein fyr-
ir þeirri gríðarlegu áhættu sem verið
var að taka,“ segir Kolbrún Halldórs-
dóttir, þingmaður vinstri-grænna,
aðspurð um ábyrgðina. Hún segir að
Íslendingar hafi mikið af sinni orku-
framleiðslu bundna álverði sem sé
að hríðlækka um þessar mundir. „Því
er þetta mikil áhætta, bara í kringum
Kárahnúkavirkjun, enda lækkar okk-
ar orkuverð um leið og álverðið lækk-
ar,“ segir Kolbrún.
Tugir viðskiptabanka að baki
„Við fjármögnum okkur í gegn-
um svokallaðan EMTN-lánaramma-
samning og þannig höfum við
fjármagnað okkur síðastliðin ár. Við-
skiptabankarnir okkar, sem telja
marga tugi banka í Evrópu, eru ekki
að lána okkur beint heldur finna þeir
fjárfesta víðast hvar í Japan, Evrópu
og svo framvegis,“ segir Davíð Ólafur
hjá Landsvirkjun. Að sögn Davíðs er
ekkert í stöðunni í dag sem bendir til
þess að erlendir lánveitendur séu að
fara taka yfir Landsvirkjun vegna van-
efnda þó að vissulega sé slíkt mögu-
leiki, eins og fyrirkomulaginu er hátt-
að. „Ef erlendir aðilar myndu eignast
fyrirtækið þá þyrfti mjög margt ann-
að að hrynja áður, væntanlega þá ís-
lenska ríkið einnig sem ég er ekki að
sjá að sé að fara að gerast,“ segir Dav-
íð.
Skuldbindingar tryggðar út
2009
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
að staða Landsvirkjunar sé þó góð í
augnablikinu. „Við höfum handbært
fé og öruggar tekjur sem þýðir að við
erum öruggir út næsta ár hvað varðar
allar þær skuldbindingar sem hvíla á
fyrirtækinu.“ segir Þorsteinn og tekur
undir orð Davíðs að ekki sé hætta á að
erlendir aðilar gleypi fyrirtækið með
húð og hári nema núverandi vanda-
mál vari til margra ára, enda sé mikil-
vægt að geta framlengt og sótt um ný
lán þegar þar að kemur.
Skuldsett fyrirtæki
Landsvirkjun er skuldsett fyrir-
tæki sem þarf ávallt að hafa góðan
aðgang að skammtímafjármagni
sem og langtímafjármagni. Dav-
íð segir stöðuna vissulega erfiða í
núverandi fjármálaumhverfi hvað
þetta varðar eins og hjá öllum fyrir-
tækjum í dag. „Ef erlendir aðilar eru
ekki tilbúnir að lána hingað til lands
í einhver ár, sem ég hef ekki trú á að
verði niðurstaðan, verða stórkostleg
vandamál hér á landi. Og á meðan
ríkið og Seðlabankinn eru að leysa
úr þessum málum munu fjárfestar
halda að sér höndum. Það versta
sem getur gerst er að við þyftum að
fresta nýjum framkvæmdum,“ segir
Davíð.
Ekki fjarlægur möguleiki
„Þetta þarf ekki að vera mjög
fjarlægur möguleiki,“ segir Kol-
brún Halldórsdóttir um þann
möguleika að erlendir aðilar eign-
ist Landsvirkjun. „Landsvirkjun
segir að fyrirtækið standi vel, eigi
handbært fé og njóti góðs láns-
trausts, sem hefur verið hingað til,
en með öllum þessum breyting-
um á mörkuðum breytist það eins
og annað. Við skulum ekki gleyma
að Geir H. Haarde sagði nákvæm-
lega þetta sama um bankana alveg
fram á elleftu stundu. Þess vegna
dreg ég allar þessar yfirlýsingar
Landsvirkjunar í efa, alveg eins og
ég dró yfirlýsingar Geirs í efa á sín-
um tíma,“ segir Kolbrún.
SiGurður MikAEl JónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
„Geir H. Haarde sagði nákvæmlega þetta sama
um bankana alveg fram á elleftu stundu. Þess
vegna dreg ég allar þessar yfirlýsingar Lands-
virkjunar í efa, alveg eins og ég dró yfirlýsingar
Geirs í efa á sínum tíma.“
Landsvirkjun er skuldsett fyrirtæki. Stærsta fjárfesting fyrirtækisins er Kárahnjúkavirkjun sem ríkið
ábyrgðist lán fyrir og Landsvirkjun tók veð fyrir í öllum sínum virkjunum og eignum. Ef í harðbakkann
slær í núverandi ástandi fjármálamarkaða gætu lánveitendur gengið á þær eignir ef fyrirtækið getur ekki
greitt af lánum sínum. Slíkt er ekki fjarlægur möguleiki að mati kolbrúnar Halldórsdóttur.
Stendur vel Landsvirkjun er sögð standa vel
og reksturinn tryggður út árið 2009 þrátt fyrir
erfiðleika á fjármálamörkuðum. Fyrirtækið tók
veð í öllum öðrum virkjunum og eignum sínum
fyrir kárahnjúkavirkjun. Mynd STEfán kArlSSon
Ekki fjarlægur möguleiki kolbrún Halldórsdóttir
segir gríðarlega áhættu hafa verið tekna í kringum
fjármögnun kárahnjúkavirkjunar og dregur allar
yfirlýsingar Landsvirkjunar um góða stöðu í efa.