Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Blaðsíða 11
þriðjudagur 21. október 2008 11Neytendur
100% munur á matarkörfunni Verðhækkanir á pítsum eru ekki í pípunum, segja Ásdís Hös-kuldsdóttir, framkvæmdastjóri Dominos, og Vilhelm Einars-son, eigandi Wilsons pizza. Þeim ber saman um að sala hafi dregist saman fyrst á eftir efnahagshruninu en sé þó á uppleið
aftur. Ásdís segir að hækkanir á aðföngum síðustu mánaða hafi
leitt það af sér að menn gefi nú afurðir sínar. Vilhelm segir
hins vegar að pítsan sé ódýr og tilvalinn kreppumatur.
„Í eina skiptið sem við höfum virki-
lega fundið fyrir samdrætti var í
vikunni þegar allir bankarnir fóru
á hliðina. Þá var minni sala en
venjulega á virkum dögum,“ segir
Vilhelm Einarsson, eða Villi, eig-
andi Wilsons pizza, spurður hvort
kreppan komi illa við pítsustaði.
Hann segir að fólk hafi augljóslega
haldið að sér höndum fyrst á eftir
hrunið.
Hækkanir á aðföngum
Hann segir að salan hafi ekki
minnkað á þessu ári, þrátt fyrir
miklar þrengingar í efnahagslífinu.
„Þvert á móti jókst salan á elsta
staðnum okkar um 20 prósent á
þessu ári, frá árinu á undan. Við
vorum svo með annan stað á Sel-
tjarnarnesi en fluttum hann í Ána-
naust, þar sem Dominos var áður.
Við það varð 70 prósenta sölu-
aukning á milli ára,“ segir Villi sem
ber sig vel þrátt fyrir miklar hækk-
anir á aðföngum undanfarna mán-
uði. „Nú síðast í dag (gær) hækkaði
verð á pítsukössum um 15 prósent.
Olían, sem við kaupum að utan,
hefur tvöfaldast í innkaupaverði á
tveimur árum og gosið hefur einn-
ig hækkað töluvert,“ segir hann.
Hækkanir ekki í kortunum
Þrátt fyrir þær hækkanir sem
að ofan eru raktar hefur Villi ekki
hækkað verðin á matseðlinum að
undanförnu. „Við höfum ekkert
hækkað í sumar eða haust og það
er svo sem ekki hækkun í kortun-
um. Maður veit hins vegar ekki
hvað morgundagurinn ber í skauti
sér. Það tala allir um tímabundn-
ar hækkanir og við reynum bara
að stíga ölduna samkvæmt því.
Við reynum að bjóða gott verð fyr-
ir kúnnann þannig að hann geti
fengið góða pítsu á góðu verði,“
segir Villi.
Þetta var geðveiki
Aðspurður játar Villi því að píts-
an sé kreppumatur. „Í síðustu viku
vorum við með stóra pítsu á þús-
und krónur. Það er alla jafna matur
fyrir þrjá og er því ekki há upphæð
á mann,“ segir hann og bætir því
við að hann eigi aðeins eitt orð til
að lýsa þeirri viku sem nú er liðin.
„Þetta var geðveiki. Það er ekkert
annað sem ég get sagt,“ segir hann
og bendir á að þó tilboðið sé ekki
lengur í boði geti fólk keypt stóra
pítsu með gosi á tæplega 1600
krónur. Pítsan sé því tilvalinn kost-
ur í kreppunni.
Samkvæmt heimildum DV hafa
sumir skyndibitastaðir orðið að
taka á sig tekjumissi vegna stórra
fyrirtækja sem hafa orðið gjald-
þrota. Villi segir að Wilsons hafi
ekki orðið fyrir barðinu á slíku í
stórum stíl. „Það hafa tvö fyrirtæki
í viðskiptum við okkur farið á haus-
inn nýlega en þetta er samt ekkert
sem við finnum mikið fyrir. Flest-
ir viðskiptavinir okkar staðgreiða
vöruna,“ segir hann.
Verið að gefa pítsuna
Ásdís Höskuldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Dominos, segir, líkt
og Villi, að fyrirtækið finni fyrir
samdrættinum. Helgin eftir banka-
hrunið hafi verið mjög slæm en
helgin þar á eftir mjög góð hvað
sölu snertir. „Við finnum þó mest
fyrir samdrættinum á þann hátt að
við höfum ekki getað hækkað verð-
in eins og við hefðum þurft að gera.
Ef við hækkum dregst salan sam-
an,“ segir hún og bætir því við að
fyrirtækið þurfi því að taka þessar
hækkanir að mestu leyti á sig. Það
komi niður á afkomunni. Hún segir
að miða við þau tilboð sem nú eru
í gangi séu menn að undirbjóða.
„Menn eru einfaldlega að gefa vör-
una. Það er ekki flóknara en það.“
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Eigandinn mundar pítsuna
Vilhelm einarsson, eigandi Wilsons,
segir hækkanir ekki í spilunum.
„Menn eru einfaldlega að gefa
vöruna“ Segir framkvæmdastjóri
dominos á Íslandi um sum
pítsatilboðanna síðustu daga.
Gríðarleg hækkun
Verðlag hefur hækkað
mikið á skömmum tíma
hér á landi en mörgum
þykir nóg um þegar kemur
að tölvukaupum.
Pítsan er
krePPumatur
„Menn eru einfaldlega
að gefa vöruna. Það er
ekki flóknara en það.“
Finnur þú Fyrir því að verðlag á matvöru haFi hækkað?
„já, eins og til dæmis verðið úti í búð.“
HEiÐA ÓSkARSDÓttiR,
67 ára öryrki
„já, ég held það.
Mér finnst þetta allt
vera að hækka, það
er alveg sama hvað
það er.“
Marino Viborg,
89 ára
„já, maður hefur ekki
eins mikla peninga á
milli handanna.“
Hulda Eyjólfsdóttir,
32 ára
„já, eitthvað smá.“
Alexander Örn
Haraldsson
„já, til dæmis kartöflurnar sem ég
var að kaupa núna. þær hafa
hækkað um 70 krónur kílóið á
þremur mánuðum.“
Alda Björk Skarphéðinsdóttir,
61 árs
„já, til dæmis hafa
kjötvörur hækkað
mikið í verði.“
Helgi Þór
Helgason,
25 ára
við að heyra svona háar tölur,“ segir
hann en eins og kemur fram í könn-
uninni er hægt að fá tvær matarkörf-
ur í Bónus fyrir andviði
einnar í 11-11.
Honum kemur
ekki á óvart að
Bónus sé með
lægsta verðið
og að Krón-
an komi þar
næst á eft-
ir. Hins veg-
ar er mjög
óvenjulegt
að 11-11 sé
dýrasta versl-
unin en yfir-
leitt hefur 10-
11 reynst dýrust
í könnunum. „Það
kemur á óvart hvern-
ig raðast í dýrustu sætin.
Nóatún hefur yfirleitt verið
fyrir neðan báðar klukku-
búðirnar,“ segir hann.
Heimilin lömuð
Almennar verðhækkanir hafa
verið áberandi að undanförnu.
„Þróunin er upp á við, upp á við
og aftur upp á við,“ segir Jóhannes.
Hann bendir á að heimsmarkaðs-
verð á matvælum hafi aftur á móti
farið lækkandi. „Hér eru hækkan-
irnar því klárlega vegna
gengisfalls krónunn-
ar. Við Íslendingar
erum alveg sér á
báti.“
Jóhannes
segir ljóst að
almenning-
ur komi til
með að gera
innkaup sín
að mestu
í lágvöru-
verslununum
á næstunni.
„Heimilin í
landinu eru löm-
uð og þau munu
leita allra leiða til að
ná endum saman. Ein
af þeim leiðum er að
versla í þeim verslun-
um sem bjóða upp á
lægra verð. Það er alveg
einsýnt.“
Hann bendir á að allir séu sam-
mála um að krónan sé of veik. „Ef
stjórnvöld ná tökum á genginu getum
við farið að fá eitthvað skárri tíð.“
22%
Samkaup er 32 prósentum
dýrari en ódýrasta verslunin
í verðkönnuninni.