Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Qupperneq 15
þriðjudagur 21. október 2008 15Umræða
Óheftur kapítalismi gleypir sjálfan
sig, vildi Karl Marx meina, og í sjálfu
sér getur verið eitthvað til í því. Þó
má ekki gleyma að opna kapítalíska
kerfið, eins og við þekkjum á Vest-
urlöndum, hefur haft vinninginn
yfir forsjárhyggju og mikinn ríkisbú-
skap.
Eftir að aðalbankastjóri Lands-
bankans sáluga lýsti því yfir að kapít-
alisminn væri dauður hugsaði mað-
ur hvað hann ætti við með því. Hann
kom með nokkur dæmi, sem satt
best að segja voru ákaflega barnaleg
og illa hugsuð. Einhver hefði búist
við meiru. Hann gerir sér ekki grein
fyrir því að það sem hann lenti í og
bankinn hans er akkúrat kapítalismi
í sínu tærasta formi. „If you can´t
pay, your toys will be taken away.“
Jacob Weisberg, höfundur bók-
arinnar „The Bush Tragedy“ og rit-
stjóri Slate.com, veltir því fyrir sér
í Newsweek nýlega hvað við getum
kallað þessa nýju tegund kapítal-
isma sem gengin er í garð, og hann
talar jafnframt um nokkrar tegundir
kapítalisma.
Weisberg tekur nokkur dæmi,
og ég vil taka það fram að ég er ekki
endilega sammála Weisberg um allt,
en engu að síður er gaman að velta
þessu fyrir sér.
Fyrirtækjaismi: Hagfræði fyrr-
um fasistastjórnar Ítalíu. Mussol-
ini sagði að þessi tegund væri sam-
runi fyrirtækja og ríkisvalds. Í þessu
kerfi eru fyrirtækin þjóðnýtt í þágu
stjórnvalda. Þetta minnir óneitan-
lega á kommúnisma, en þó ekki.
Við finnum mörg afbrigði af þess-
ari gerð í heiminum í dag. Þetta er
hægt að kalla ýmsum öðrum nöfn-
um, svo sem einkavinakapítalismi,
auðvaldsstjórnarkapítalismi olíu-
ríkjanna, þjóðríkiskapítalismi, eins
og víða í Afríku.
Í Rússlandi Pútíns höfum við enn
eina tegund, valdboðskapítalisma.
Frakkar og Þjóðverjar kalla breskan
og amerískan kapítalisma frjálsan
markaðskapítalisma eða anglo-sax-
on kapítalisma. Þeir kalla evrópskan
kapítalisma blandaðan, eða félags-
legan kapítalisma.
Bill Gates ætlar síðan að bjarga
þriðja heiminum með skapandi
kapítalisma. Kannski kemur út úr
þessari heimskrísu enn ein tegund,
reglugerðarkapítalismi eða björgun-
arvestiskapítalismi.
Samkvæmt viðtölum við Lands-
bankastjórann fyrrverandi finnst
mér færast að kalla okkar sér-ís-
lenska kapítalisma: djúpfrystan
kapítalisma.
Hvernig myndirðu lýsa þér í
nokkrum orðum? „Ég myndi lýsa
mér sem hraustum og lífsglöðum
náunga sem finnst gaman að stunda
íþróttir.“
Hvað drífur þig áfram? „bara
viljinn.“
Hvaðan ertu? „Frá reykjavík. Fyrst
átti ég heima í Ártúnsholtinu en flutti
í breiðholtið þegar ég byrjaði í
sjöunda bekk.“
Uppáhaldsbók? „Ég á enga
uppáhaldsbók, ekki enn alla vega.“
Uppáhaldsbíómynd? „ekki
heldur.“
Hvað hugsaðirðu fyrst þegar
þú áttaðir þig á hvað var að
gerast? „eiginlega eina sem ég
hugsaði um var að koma litla bróður
í burtu svo hann yrði ekki hræddur.
en ég trúði þessu ekki fyrst. Svo
þegar ég opnaði útidyrnar fattaði ég
hvað var að gerast. Mamma vakti
þann litla og klæddi hann og svo
þegar ég ákvað að klifra niður tók ég
hann með mér.“
Varstu hræddur? „Nei, alls ekki.
Ég held að ég hafi bara verið í
adrenalínkikki. Hræðslan kom heldur
ekki eftir á. Ég var aðallega reiður yfir
því að þetta hafi líklega verið
íkveikja.“
Varstu eldfljótur niður
þakrennuna? „já, ég myndi segja
það.“
Klifraðirðu mikið í barn-
æsku? „Nei, ég var mest bara
fitubolla þegar ég var lítill. Svo hef ég
bara klifrað í köðlum í leikfimitímum
í skólanum. Sú æfing hefur
örugglega komið sér vel.“
Gætirðu hugsað þér að
starfa sem slökkviliðsmaður
þegar þú verður eldri? „já, ég
gæti mjög vel hugsað mér það. afi er
fyrrverandi slökkviliðsmaður þannig
að maður er með það í blóðinu. Ég
held að maður fái líka mikið út úr því
starfi, að hjálpa öðru fólki.“
Karl Marx á Íslandi
GUðmUndUr
FranKlín Jónsson
kaupsýslumaður skrifar
Eftir að aðalbankastjóri
Landsbankans sáluga
lýsti því yfir að kapít-
alisminn væri dauður
hugsaði maður hvað
hann ætti við með því.“
ÆFinGin sKapar meistarann „þetta er vísun í smá hæðni um það hvernig skóflustungur hafa verið teknar víðsvegar um landið án þess að búið sé að taka nokkrar
ákvarðanir. til dæmis í reykjanesbæ,“ segir segir elísabet jökulsdóttir sem vígði glænýtt Skóflustunguhorn við alþingi í gær. Hornið er ætlað alþingismönnum og verðandi
ráðherrum sem vilja þjóð sinni allt það besta. mYnd dV / róbert reYnisson
Ætti að boða til alþingiskosninga?
„já, alveg tvímælalaust, eins og
ástandið er í dag þurfum við endilega
að komast inn í evrópusambandið og
taka upp evruna.“
omar awad,
66 Ára SöluMaður
HjÁ MjólkurSaMSöluNNi
„já, mér finnst það. Ég treysti engum af
þessum mönnum sem eru þarna í
stjórninni núna.“
raGnar Jónsson,
49 Ára blikkSMiður
„Mér finnst það bara vera vitleysa. Við
ættum frekar að koma jafnvægi á
hlutina áður en það væri gert. Ég
myndi halda að það væri best.“
daVíð sÆmUndsson,
27 Ára biFVÉlaVirki
„já, ég held að það sé tímabært að
kjósa aftur.“
siGUrrós einarsdóttir,
48 Ára þjóNuStuFulltrúi
Dómstóll götunnar
berGUr VilHJálmsson
drýgði hetjudáð þegar hann klifraði
niður rennu af svölum heimilis síns,
með bróður sinn í fanginu, þegar
eldur varð laus í húsinu.
Klifrið í leiKfimi
Kom sér vel
„Ég er ragnari alveg sammála.“
GerðUr Gestsdóttir,
87 Ára ellilíFeyriSþegi
kjallari
mynDin maður Dagsins