Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Page 17
© GRAPHIC NEWS MEISTARADEILDIN 2008-09 LEIKDAGUR Heimildir: UEFA, Infostrada Sports FYRRI VIÐUREIGNIR LEIKIRNIR 21. OKTÓBER 3 LEIKIRNIR 22. OKTÓBER S-J-T S-F Stig Villareal - AaB Aalborg Fyrsta viðureign Manchester Utd - Celtic S1-J0-T1 Man Utd Villareal Celtic AaB 1-1-0 1-1-0 0-1-1 0-1-1 3-0 1-0 0-1 0-3 4 4 1 1 Fenerbahce - Arsenal S0-J1-T1 Porto - Dinamo Kyiv S2-J0-T0 Juventus - Real Madrid S5-J0-T7 Zenit - BATE Borisov Fyrsta viðureign Arsenal Porto Dinamo Fenerbahce 1-1-0 1-0-1 0-2-0 0-1-1 5-1 3-5 1-1 1-3 4 3 2 1 S-J-T S-F Stig Bayern - Fiorentina Fyrsta viðureign Steaua - Lyon S0-J1-T1 Bayern Fiorentina Lyon Steaua 1-1-0 0-2-0 0-2-0 0-1-1 2-1 2-2 3-3 0-1 4 2 2 1 Real Juventus BATE Zenit 2-0-0 1-1-0 0-1-1 0-0-2 4-1 3-2 2-4 1-3 6 4 1 0 Bordeaux - CFR Cluj Fyrsta viðureign Chelsea - AS Roma S1-J1-T0 Chelsea CFR Roma Bordeaux 1-1-0 1-1-0 1-0-1 0-0-2 4-0 2-1 4-3 1-7 4 4 3 0 Shakhtar - Sporting Lisbon Fyrsta viðureign Basel - Barcelona Fyrsta viðureign Barcelona Sporting Shakhtar Basel 2-0-0 1-0-1 1-0-1 0-0-2 5-2 3-3 3-3 1-4 6 3 3 0 Internazionale - Anorthosis Fyrsta viðureign Panathinaikos - Werder Bremen S1-J0-T1 Inter Anorth. Bremen Panathin. 1-1-0 1-1-0 0-2-0 0-0-2 3-1 3-1 1-1 1-5 4 4 2 0 Atletico Madrid - Liverpool Fyrsta viðureign PSV - Marseille Fyrsta viðureign Atletico Liverpool Marseille PSV 2-0-0 2-0-0 0-0-2 0-0-2 5-1 5-2 2-4 1-6 6 6 0 0 SKOTSKÓRNIR Skot á mark Skot að marki LEIKMANNAVAL Flestir leikmenn notaðir 2008/2009 Basel Manchester Utd Roma Juventus Bordeaux Chelsea Inter Real Madrid MARKVERÐIRNIR Flestar mínútur án þess að fá á sig mark Chelsea Man. Utd Villareal Juventus 274 243 255 201 46 41 32 33 39 38 35 Cech van der Saar Lopez Buon 15 15 13 11 14 15 15 Manchester Utd Real Madrid Bremen Barcelona Lyon Arsenal Bayern MARKAHÆSTIR Liverpool Atletico Arsenal Roma Man Utd CFR Fiorentina Juventus Barcelona Real Arsenal Adebayor Baptista Berbatov Culio Gilardino Iaquinta Messi van Nistelrooy van Persie Gerrard Aguero 3 3 2 2 2 2 2 2 2 2 2 20 20 19 19 18 18 18 18 Meistaradeildin rúllar aftur af stað eins og Evrópudeildirnar eft- ir landsleikjahléið. Fjendurnir, Manchester United og Arsenal, eiga bæði leik í kvöld. Arsenal á erf- iðan útileik í Tyrklandi gegn Fen- erbache en í Manchester-borg má búast við frábæru kvöldi. Þar kem- ur skoska liðið Celtic í heimsókn en leikur liðanna í meistaradeildinni fyrir tveimur árum voru hádramat- ískir. Þá er „alvöru“ meistaradeild- ar slagur á Santiago Bernabeau í Madríd. Nífaldir Evrópumeistar- ar Real Madrid taka á móti gömlu frúnni, Juventus, en liðin hafa eld- að grátt silfur saman undanfarin ár. Celtic betra núna Manchester United og Celt- ic vour einnig saman í riðli fyr- ir tveimur árum en alltaf er beð- ið með eftirvæntingu þegar lið frá Englandi og Skotlandi mætast enda rígurinn mikill. Manchester Unit- ed vann fyrri leikinn, 3-2, þar sem markamaskínan Ole Gunnar Sol- skjær skoraði sigurmarkið. Á Celtic Park sama ár varð hetja fædd. Jap- anin Shunshuke Nakamura tryggði Celtic sigur úr aukaspyrnu undir lok leiks og ætlaði allt um koll að keyra. Gordon Strachan, þjálfari Celt- ic og fyrrverandi leikmaður Man. United, segir sitt lið betra nú en fyr- ir tveimur árum. „Þó nokkrir leik- manna okkar tóku þátt í leikjunum fyrir tveimur árum munu þeir nálg- ast þennan leik öðruvísi. Við verð- um að nýta okkur reynsluna frá síðasta leik á Old Trafford þar sem okkur gekk mjög vel þrátt fyrir tap. Sama hvað verður mun þetta kvöld alltaf verða stórkostlegt,“ segir Stra- chan. Tyrklandsför hjá ungliðum Wengers Eftir jafntefli í fyrsta leik sín- um í riðlinum gerði Arsenal grín að Porto og lagði Evrópumeistar- ana frá 2004, 4-0, í síðustu umferð. Fastlega má búast við því að svipað verði uppi á teningnum í Tyrklandi í kvöld. Arsenal er oftar en ekki hvergi sterkara en í riðlakeppni meistaradeildarinnar og þá hefur gengi Fenerbache ekki verið upp á marka fiska, hvorki í meistaradeild- inn né heima fyrir þar sem liðið sit- ur í 10. sæti. Arsene Wenger hefur ekki mikl- ar áhyggjur af brjáluðum stuðn- ingsmönnum Tyrkjanna. „Lætin í þeim hafa ekki áhrif á leikmenn- ina lengur. Þau gerðu það kannski fyrir tuttugu árum en í dag eru svo strangar reglur frá UEFA. stuðn- ingsmennirnir mega ekki gera of mikið því þá er alltaf hætta að lið- ið verði hreinlega rekið úr keppn- inni,“ segir Wenger. „Alvöru“ á Bernabeau Það er ekki oft sem svona leik- ir sjást strax í riðlunum en kannski eðlilegra nú eftir hrakfarir, svik og pretti Juventus síðustu ár. Það breytir því ekki að Real Madrid gegn Juventus er alltaf lúxus leikur að sjá og algjör lykilleikur í þessum sterka riðli sem inniheldur einnig Evrópumeistara Zenit frá Péturs- borg. Nú er engin Zidane. Reynd- ar í hvorugu liðinu. En nóg er af stjörnunum til að gera þetta að frá- bærum leik. þriðjudagur 21. október 2008 17Sport Sport Björn BergmAnn Til lillesTröm Hinn gríðarlega efni-legi leikmaður Ía, björn bergmann Sigurðarson, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í Noregi. Hann skrif-aði í gær undir þriggja ára samning við liðið en tekur ekki þátt í síðustu tveimur leikjum norsku deildarinnar. Hann verður ekki gjaldgengur með liðinu fyrr en eftir áramótin. Lilleström er þó í fallbaráttu og ekki víst um sætið sitt í deildinni. það situr í 12. sæti af 14 liðum, þremur stigum fyrir ofan næsta lið en á leik til góða. Viktor bjarki arnarsson er einnig á mála hjá Lilleström og verða þeir nú liðsfélagar. Fjárhagsstaða Hauka vegna þátt- töku þeirra í meistaradeild Evrópu í handbolta hefur sett dökkan blett á annars frábæra frammistöðu þeirra hingað til. Ekki hefur ástandið batn- að í ljósi þess að eins og staðan er í dag fá Haukar ekki þær 15,000 evrur [2,2 milljónir króna] sem sjónvarps- rétturinn hefði skilað liðinu. Ekki tókst að selja hann. „HSÍ hefur séð algjörlega um þetta mál fyrir okkur. Í vor og sumar þeg- ar það var ljóst að við myndum taka þátt í meistaradeildinni ræddi ég við Einar [Þorvarðarson, framkvæmda- stjóra HSÍ] um sjónvarpsmálin. Þar kom fram að HSÍ ætlaði að taka þetta með í sjónvarpssamninginn sinn og reyna að finna styrktaraðila á þetta. En þegar við vorum búnir að keppa fyrsta leikinn var okkur tjáð að ekki hefði náðst að selja réttinn. Þetta voru peningar sem við reiknuðum með,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálf- ari og framkvæmdastjóri Hauka, við DV í gær. „Ég var að reyna að spyrjast fyrir um þetta í allt sumar í kringum Ól- ympíuleikana en þá var RÚV og HSÍ hálflamað út af þeim. Það virðist vera þannig að þetta hafi verið ein- hver seinagangur af hálfu HSÍ eða RÚV. RÚV ætlaði að sýna þetta enda við í spennandi riðli og eins og ég hef þetta frá Einari var þetta munnlegt samkomulag,“ sagði Aron. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, segir það ekki sambandsins að selja sjónvarpsrétt- inn. „Í raun og veru eigum við ekkert að vera í þessu en við höfum verið að hjálpa Haukunum. Það er liðanna sem taka þátt í meistaradeildinni að selja sjónvarpsréttinn en ekki sam- bandsins. Við höfum þó tryggt að all- ir heimaleikirnir verði sýndir,“ sagði Einar þegar DV talaði við hann í gær. Evrópska handknattleikssam- bandið hjálpar til með kostnað á sýn- ingu heimaleikjanna og gætu Haukar fengið einhvern skerf verði eitthvað eftir af því. Sama gildir ef sjónvarps- stöðvarnar kaupa eitthvað af úrslita- leikjunum í vor. „Staðreyndin er sú að hver útsending kostar ákveðna upphæð. Það koma peningar frá EHF sem dekka það þegar ekki tekst að selja réttinn eins og núna. Svo hvort einhver skerfur verður eftir af því eða rétturinn af deildinni verð- ur keyptur seinna á tímabilinu gætu Haukar notið góðs af því. Það er þó ekkert fullfrágengið og of snemmt að tala um það,“ sagði Einar Þorvarðar- son. Með sigrinum á Veszprém í fyrra- dag hafa Haukar sama og gulltryggt áframhald sitt í Evrópukeppni. Þó þeir tapi rest eru yfirgnæfandi líkur á því að þeir náði þriðja sætinu í riðlin- um sem fleytir þeim í Evrópukeppni bikarhafa. Það myndi þýða meiri kostnað en takist Haukum aftur á móti hið ótrúlega, að komast áfram í milliriðla meistaradeildarinnar, bíða þeirra þar peningaupphæðir sem myndu nýtast vel á þessum síðustu og verstu. tomas@dv.is Ekki tókst að selja sjónvarpsréttinn af meistaradeildinni í handbolta: „Reiknuðum með þessum peningum“ Páll Axel heitur grindavík vann sinn annan leik í röð í iceland express-deild karla í körfubolta þegar það lagði nágranna sína í Njarðvík, 98-84, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Páll axel Vilbergsson var sjóðandi heitur fyrir gestina og skoraði 41 stig. grindavík er því á toppnum ásamt kr og tindastóli en þau eru einu liðin sem hafa unnið báða sína leiki. Njarðvík er á stað sem þeim er ekki vel kunnugur, í næstneðsta sæti með tvö töp. Logi gunnarsson og Friðrik Stefánsson skoruðu báðir tuttugu stig fyrir heimamenn í gærkvöld. ÚRSLIT iceland expRess kk Grindavík – Njarðvík 98-84 Skallagrímur – Snæfell 62-94 ÍR – Stjarnan 81-82 sTAðAn lið l U j T m st 1. kr 2 2 0 0 187:151 4 2. tindastóll 2 2 0 0 143:127 4 3. grindavík 2 2 0 0 208:193 4 4. keflavík 2 1 0 1 166:163 2 5. þór a. 2 1 0 1 165:165 2 6. Snæfell 2 1 0 1 149:119 2 7. FSu 2 1 0 1 175:164 2 8. Stjarnan 1 0 0 1 191:191 0 9. breiðablik 2 1 0 1 149:161 2 10. Ír 1 0 0 1 160:176 0 11. Njarðvík 2 0 0 2 162:201 0 12. Skallagr. 2 0 0 2 128:172 0 TÓmAs ÞÓr ÞÓrðArsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Manchester United tekur á móti Celtic í meistaradeildinni í kvöld. Leikir lið- anna fyrir tveimur árum lofa góðu fyrir kvöldið. Baráttan um Bretland Hetjan Nakamura tryggði Celtic sigur á united fyrir tveimur árum. Vidic ætlar sér að stöðva það í ár. mynd geTTy imAges dýrt Árangur Hauka er aðdáunarverður en kostar félagið mikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.