Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Síða 20
þriðjudagur 21. október 200820 Fókus Hart í bak Jökuls Jakobssonar fjall- ar um skipbrot. Skipbrot sem átti sér stað fyrir hartnær hundrað árum. Og skipbrotið sem blasir við okkur nú. Skipbrot hins íslenska draums um velsæld og velmegun – hvað sem það kostar. Aðalpersónur leiksins eru skip- reika fólk. Þarna er hún Áróra spá- kona, sem býr í niðurníddum hjalli í Vesturbænum ásamt Jónatan gamla skipstjóra, föður sínum, þeim sem eitt sinn sigldi skipi þjóðarinnar í strand og situr nú við að ríða net í ellinni, blindur og örvasa. Áróra nennir ekki að stunda heiðarlega vinnu, hún spáir fyrir stelpum, sefur hjá gesti og gangandi, og lætur nýr- íkan brotajárnssala halda sér uppi. Þarna er Láki, sonur hennar, sem segir að faðir sinn sé áhöfn af belg- ískum togara. Hann hatar og fyrir- lítur það líf sem hann er fæddur til og þráir ekkert heitara en að komast burt til útlanda, þar sem upphefð og ríkidæmi hljóta að vera innan seil- ingar. Íslenska útrásin í uppsiglingu, með öðrum orðum. Og þarna er hún Árdís, unga stúlkan að austan, sem kemur í bæinn að leita uppi pabba sinn, sem hún hefur aldrei hitt; kannski vonar hún að hann hjálpi sér við að koma undir sig fótum. En á úrslitastundu afræður hún að láta þennan ókunna mann eiga sig og treysta á sjálfa sig. Hún þarf sjálfsagt að basla í fátækt enn um sinn – en fátæktin er ekki endilega það versta ef maður á með sig sjálfur og kann að sýna öðru fólki kærleika. Hart í bak er merkilegt verk í ís- lenskri bókmennta- og leiklistar- sögu. Með frumsýningu þess árið 1962 hófst í verki endurreisn inn- lendrar leikritunar. En Hart í bak lifir ekki í krafti sögulegrar frægð- ar. Það lifir vegna þess að það sýn- ir okkur á óhugnanlega skýran hátt ýmsa verstu þættina í fari okkar. Nú á haustdögum árið 2008 birt- ist það sem voldugur spegill og rétt eins og spegill vondu stjúpunnar segir hann okkur sannleikann. Að við séum siðferðislega gjaldþrota fólk. Að við ættum aðeins eina von: að koma niður á jörðina og fara að vinna fyrir okkur sjálf. Ef við erum þá fær um það. Hart í bak er þannig séð táknleik- ur og persónur hans táknmyndir í spásögn sem við getum ekki leng- ur ýtt frá okkur. Við erum að horfa á leikinn gerast fyrir augum okk- ar, tökum sjálf fullan þátt í honum. Það er verið að sigla þjóðarskútunni í strand. Ráðamenn hrópa: Hart í bak! en klettarnir nálgast óðfluga. Lokaræða Jónatans strandkapteins varð í flutningi Gunnars Eyjólfsson- ar með áhrifamestu andartökum sem ég hef lifað í Þjóðleikhúsinu. Hún small á okkur eins og kinn- hestur og var fylgt meistaralega eft- ir af leikmyndarbreytingunni sem svipti okkur í sjónhending úr hinni gömlu Reykjavík fátæktarinnar inn í draumaland nútímans: rústaborg- ina Reykjavík þar sem beinagrindur hálfkaraðra skýjakljúfa gnæfa yfir lágreista byggð, nöturlegir minnis- varðar um græðgisvæðingu þjóðar- innar, óhæfa og óheiðarlega stjórn- endur. Líkast til er það fyrst nú sem við höfum forsendur til að sjá hvað Jök- ull Jakobsson skyggndist djúpt, þeg- ar best lét. Auðvitað ber verk hans um sumt merki síns tíma, við finn- um glöggt að það er ekki skrifað nú, en það gerir bara ekkert til. Hart í bak er klassískt verk, kannski ekki fyrir útlendinga, en fyrir okkur. Þó að leikhúsvíkingar leggi á hafið og haldi sig jafnvel um stund hafa sigr- að heiminn, þá er það hér sem or- rustan stendur, hér sem úrslit ráð- ast. Ég hvet leikhúsin – eins og ég hef svo sem oft gert áður – til að huga nú að öðrum verkum Jökuls, til dæmis leik hans um son skóar- ans og dóttur bakarans sem með- al annars fjallar um ofurtrú Íslend- inga á skyndilausnir. Ekki síst þær skyndilausnir sem rík tröll koma með að utan. Í þeim leik, og sumum öðrum síðari leikjum sínum, er Jök- ull líkt og að botna Hart í bak. Láki snýr aftur, þótt undir nýju nafni sé, oftast brotinn maður og bugaður, „lúser“, oftast einn – en reyndar ekki í leiknum um skóarasoninn og bak- aradótturina. Það gæti svo farið að við myndum kannast við sitthvað í honum líka. Ef við þorum að horfa og sjá. Því að nú þurfum við að koma til sjálfra okkar. Og leikhúsið á að hjálpa okkur til þess. Því miður vantaði talsvert upp á að Hart í bak lifnaði til hlítar á sviði Þjóðleikhússins síðastliðið föstu- dagskvöld. Þarna voru frábær til- þrif innan um, en annað varð fálm- kennt, nánast eins og leikstjórinn hefði aldrei náð almennilega utan um verk sitt. Lengi vel virtust leik- endur óráðnir gagnvart persónun- um, ekki vita hvernig ætti að nálg- ast þær. Einu undantekningarnar voru Kjartan Guðjónsson, sem hitti á skemmtilega réttan og hófstillt- an tón í ýkjukenndu hlutverki Stígs skóara, og Gunnar Eyjólfsson sem ætti að fá lárviðarsveig fyrir magn- aða túlkun sína á Jónatan skipstjóra – enda stóð salurinn upp og hyllti hann í leikslok. Ég er ekki viss um að Elva Ósk Ólafsdóttir sé góður kostur í Áróru, hún er eiginlega of ungleg, auk þess sem hún náði sér aðeins stöku sinnum á strik, best þegar þau Finnbjörn, kostunarmaður hennar, gera upp sakir. Í því atriði var Pálmi Gestsson raunar nokkuð góður líka og yfirleitt mun skárri í síðari hlut- anum, þegar karlinn fer að sýna klærnar, en framan af var Finnbjörn hans eins og innantóm revíufíg- úra, fullkomlega ótrúverðug. Hefði Anna Kristín Arngrímsdóttir ekki annars verið betri kostur í Áróru? Það væri synd að segja að Þjóðleik- húsið ofnotaði þá ágætu leikkonu – fremur en sumar aðrar leikkonur sínar. Þórir Sæmundsson er ungur leikari sem hefur að undanförnu sýnt góða takta í einfaldari hlutverk- um, en Láki reynist of stór biti fyr- ir hann, eins og hlutverkið er þó vel skrifað af Jökli; þessir viðþolslausu ungu ruddar eru með hans lífleg- ustu persónum. Þórir hefur óþægi- lega eintóna framsögn og nær of litlum blæbrigðum í textann; þetta þarf hann virkilega að vinna með, ef hann ætlar að festa sig í sessi. Þóra Karitas Árnadóttir var í hlutverki Árdísar einnig tvístígandi framan af, en eftir því sem á leið færðist hún öll í aukana og frammistaða henn- ar í lokaþættinum, þegar merking persónunnar lýkst upp fyrir áhorf- endum, var bæði falleg og grípandi. Ótvíræður sigur fyrir unga leikkonu sem hefur áður sýnt að af henni er góðs að vænta. Þau Gunnar björg- uðu lokaþættinum, gerðu hann að þeim hápunkti sem hér má alls ekki vanta. En, innan sviga, hvernig í ósköpunum datt Þórhalli leikstjóra í hug að láta Þórunni Lárusdóttur leika unglingsstúlku?! Leikmynd Sigurjóns Jóhanns- sonar er hugvitsamlegt verk. Í henni eru symbólskar vísanir í ýmsar átt- ir, bárujárnsöldina, veggjakrotsóð- an samtímann, rústir peningafyll- erísins sem áður segir; manni flugu jafnvel í hug kassaborgirnar í sum- um fátækrahverfum þriðja heims- ins. Er sögnin sú, að við gætum ver- ið á leið þangað, ef við gáum ekki að okkur? Ég er hins vegar hræddur um að þessi umgerð styðji leikend- ur ekki nógu vel og eigi því sinn þátt í fyrrnefndu öryggis- og sambands- leysi þeirra. Hart í bak er, grannt skoðað, kammerverk, skrifað fyrir „intimt“ svið, það hefur tilhneigingu til að týnast á víðáttum stóra sviðsins sem hér er fremur opnað fyrir held- ur en hitt. Í búningum þeirra Sigur- jóns og Margrétar Sigurðardóttur er fetaður ákveðinn meðalvegur milli sjötta áratugarins og nútíðarinnar sem mér fannst koma ákaflega vel út; ég bendi á klæðaburð Láka sem dæmi. Þjóðleikhúsið svarar kalli tímans með því að sýna verk eins og Hart í bak einmitt nú. Sýningin líður fyr- ir leikstjórnarleysi, en það er eitt stærsta mein íslensks leikhúss nú um stundir, mein sem leikhúsfólk ætti fremur að ræða af einurð og hreinskilni en ýmislegt annað sem það er að dunda sér við. Í umsögn minni um söngleik Ólafs Hauks, Fólkið í blokkinni, fyrir viku sagði ég eitthvað á þá leið að hann væri leik- ur handa allri þjóðinni. Hart í bak er það engu að síður, þó af öðrum ástæðum sé. Jón Viðar Jónsson á þ r i ð j u d e g i Barnabókaverðlaunin afhent Íslensku barnabókaverðlaunin verða veitt í tuttugasta og fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í HlÍðaskóla í dag klukkan tíu. Verðlaunin nema fjögur hundruð þúsundum króna. auk þess mun höfundur taka við fyrstu eintökum verðlaunabókarinnar sem kemur út hjá Vöku-Helgafelli í dag. Í fyrra hlaut Hrund þórsdóttir verðlaunin fyrir bókina Loforðið. KynlífsdúKKu- smiður guð- rúnar evu Sjöunda bók Guðrúnar Evu Mín- ervudóttur kemur í búðir í dag. Þar segir frá Sveini sem hefur helgað sig þeirri list að smíða fagrar og vandað- ar kynlífsdúkkur. Hann býr einn og hefur lítil samskipti við umheiminn. Eftir mikla vinnutörn lítur hann út um gluggann og sér Lóu þar sem hún bisar við að skipta um dekk. Sveinn finnur sig knúinn til að að- stoða hana og býður henni inn til sín. Í kjölfarið dregst hann með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum inn í fjöl- skyldumál Lóu og tekst um leið á við eigið líf. Eins og í fyrri bókum sínum lýsir Guðrún Eva átökum venjulegs fólks við sérkennilegar aðstæður þar sem hjálpin berst stundum úr óvæntri átt. Fyrir síðustu bók sína, Yosoy, hlaut Guðrún Eva Menning- arverðlaun DV og Pegasus hefur keypt kvikmyndaréttinn af bókinni. sjöundi sonur árna Einar blaðamaður á Síðdegisblað- inu fyrtist við þegar hann er sendur vestur á firði um hávetur. Ekki líður þó á löngu áður en hann fær fiðr- ing í fréttanefið. Gamalt hús í mið- bæ Ísafjarðar brennur og grunur leikur á íkveikju. Þekktur fótbolta- kappi og félagi hans hverfa spor- laust. Fyrr en varir er Einar kominn á kaf í ískyggilega atburðarás sem er á skjön við friðsæld Vestfjarða. Árni Þórarinsson gefur ekkert eft- ir í nýrri og hörkuspennandi bók með fléttu sem kemur sannarlega á óvart, eins og segir í káputexta. Bókin heitir Sjöundi sonurinn og kemur út í dag. ofsi einars Kára Bókin Ofsi eftir Einar Kárason kemur út í dag. Sögusviðið er Ísland á þrett- ándu öld. Gissur Þorvaldsson snýr breyttur maður heim úr Noregs- för, fús til sátta við erkióvini sína, Sturlungana, eftir áralangan ófrið. Þeir efast um heilindi hans en sannfærast þegar Gissur leggur til að sonur hans kvænist stúlku af ætt Sturlunga. En nýsaminn friður er ekki allra. Einar hefur um árabil verið meðal vinsælustu höfunda landsins og skrifað fjölda skáldsagna en einn- ig smásögur, ferðasögur, ævisögur, ljóð, greinar, barnabækur, leikverk og kvikmyndahandrit. Í Ofsa glímir hann við efni frá Sturlungaöld, líkt og í Óvinafagnaði sem út kom 2001 og hefur notið mikilla vinsælda æ síðan. leiklist þjóðLeikHúsið: Hart í bak eftir jökul jakobsson Leikstjóri: þórhallur sigurðsson Leikmynd: sigurjón jóhannsson Búningar: sigurjón jóhannsson og Margrét sigurðardóttir. íslensKa draumsins á strandstað Frábært og fálmkennt „þarna voru frábær tilþrif innan um, en annað varð fálmkennt, nánast eins og leikstjórinn hefði aldrei náð almennilega utan um verk sitt,“ segir í dómi gagnrýnanda um uppfærslu þjóðleikhússins á Hart í bak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.