Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2008, Blaðsíða 2
mánudagur 24. nóvember 20082 Fréttir
Hegðun lögreglunnar á mótmæla-
fundum undanfarna laugardaga
hefur að mörgu leyti verið til fyrir-
myndar. Hún hefur verið lítt sýnileg
og þannig ekki ögrað fólki, sem hef-
ur misst mikið og er heitt í hamsi,
með valdboðum. Þó má vera ljóst að
sérsveitin bíður í kjallara Alþingis-
hússins og í bifreiðum við hliðargöt-
ur, en úr sjónlínu og er það vel. Lög-
reglan hefur heldur ekkert aðhafst
þegar ungmenni hafa hent eggj-
um í Alþingishúsið, enda er líklegt
að handtökur myndu reita marga af
þeim þúsundum manna, sem sam-
ankomnir eru hvern laugardagseftir-
miðdag á Austurvelli, til reiði.
Heimspekingur í haldi
En á föstudagskvöld gerði lögregl-
an sín fyrstu stóru mistök. Hauk-
ur Hilmarsson, ungur mótmælandi
og nemi í heimspeki við Háskóla Ís-
lands, var handtekinn eftir vísinda-
ferð í Alþingishúsið. Sumarið 2006
var Haukur Hilmarsson handtek-
inn fyrir að klifra upp á vinnuturn í
kringum Kárahnjúka. Var honum
í kjölfarið gert að greiða sekt eða
sitja inni í 18 daga. Haukur neitaði
að greiða sektina og sat inni í fjóra
daga, en var þá sendur heim vegna
plássleysis. Haukur var einnig ann-
ar þeirra tveggja manna sem hengdu
Bónusfánann framan á Alþingishús-
ið fyrir rétt rúmum tveimur vikum,
en það var ekki það sem hann var hér
ákærður fyrir. Það virðist afar undar-
leg tilviljun, svo ekki sé meira sagt, að
hann sé handtekinn nú á föstudags-
kvöldi, daginn fyrir einhver stærstu
mótmæli Íslandssögunnar.
„Út með Hauk, inn með Geir“
Þær þúsundir manna sem koma
saman á Austurvellinum eiga það
eitt sameiginlegt að vera ósáttar við
ástand mála. Að öðru leyti rúmast
ýmsar skoðanir meðal þeirra, sumir
eru með ESB og aðrir á móti og sama
gildir um evru og IMF-lán. En með
handtökunni fengu margir þann
fókus sem hingað til hefur skort.
Því gerðist það að hundruð manna
lögðu leið sína á lögreglustöðina og
kröfðust þess að Hauki yrði sleppt
úr haldi. Meðal slagorða sem þeir
hrópuðu var: „Út með Hauk, inn
með Geir.“ Móðir Hauks, Eva Hauks-
dóttir, var með í för og hélt ræðu í
gegnum gjallarhorn á tröppum lög-
reglustöðvarinnar.
Þegar þessu var ekki sinnt byrj-
uðu nokkrir mótmælenda að sparka í
hurðina og fólk þusti að þar til fremri
dyrnar gáfu eftir. Mótmælendur voru
nú komnir inn á gang lögreglustöðv-
arinnar en mættu þar aftur luktum
dyrum. Fyrir aftan innri dyrnar röð-
uðu lögregluþjónar sér upp, á með-
an skilti mótmælenda voru notuð
sem barefli á hurðina. Þegar að því
kom að innri dyrnar gáfu eftir réðst
lögreglan til atlögu með gasbrúsum.
Haukur og laukur
Mótmælendur hörfuðu út úr lög-
reglustöðinni, en fyrir utan mættu
þeir hópi víkingasveitarmanna sem
komu hlaupandi frá bakhlið hússins.
Víkingasveitin hreinsaði tröppurn-
ar og tók sér stöðu á þeim á meðan
mótmælendur söfnuðust aftur sam-
an fyrir framan.
Laukar voru látnir ganga manna
á milli, sem þykir góð vörn við pipar-
úða. Það kann að gerast að sá sem fyr-
ir úðanum verður eigi erfitt með and-
ardrátt og getur þá laukbragðið gert
það að verkum að öndunarfærin taki
við sér. Hins vegar virkar laukurinn
ekki jafnvel gegn táragasi, en menn
voru ekki sammála um hvaða efna-
vopn það voru sem lögreglan beitti.
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks,
varð illa úti af völdum gassins og varð
að fara á spítala. Einnig nokkrir aðr-
ir, þar á með 16 ára stelpa og mynda-
tökumaður Stöðvar 2. Landspítalinn
hefur ekki enn viljað gefa upp hversu
margir það voru sem þurftu að leita
aðstoðar, en líklega voru það að
minnsta kosti fimm manns.
Stand off
Mótmælendur sögðust hafa hringt
á sjúkrabíl samstundis, en lögreglan
hafi einnig haft samband við spítal-
ann og borið þá ósk til baka. Það leið
um hálf klukkustund þar til sjúkrabíll
loks birtist.
Nú tók við um klukkutíma löng
biðstaða, þar sem víkingasveitar-
menn stóðu beint fyrir framan mót-
mælendur með hjálma á höfði og
úðabrúsa í belti á meðan mótmæl-
endur létu eggjum rigna yfir þá.
Nokkrar rúður voru einnig brotnar.
Lögreglan stóð sig vel við að sýna
stillingu þegar hér var komið sögu
og lét ekki egna sig. Mótmælendur
reyndu sumir að hefta för strætis-
vagna. Einn strætóbílstjórinn skrúf-
aði niður rúðuna og þrýsti þá mót-
mælandi á flautu hans í allnokkra
stund. Strætóbílstjórinn á leið 14 var
þó ekki jafngjarn á að láta hefta för
sína og keyrði áfram, minnstu mátti
muna að einhver yrði undir. Þó fór
það svo að strætóarnir neyddust til
að snúa við.
Umsátri hrUndið með piparúða
16 ára stúlka fékk á sig piparúða lögreglu:
sárkvalin á sjúkrahús
„Mér fannst þetta ódrengilegt af
lögreglunni,“ segir Jóhanna Þórey,
16 ára framhaldsskólanemi, sem
varð fyrir piparúða lögreglu á lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu á
laugardag. „En kannski var lög-
reglan bara svona hrædd,“ segir
hún og bendir á að tveir einstakl-
ingar hafi verið í miðri tilraun til
þess að brjóta upp hurðina sem
skildi að mótmælendur og lög-
reglumenn. Hún segir fjölda
unglinga hafa orðið fyrir pipar-
úðanum. „Auðvitað má búast við
einhverjum átökum þegar búið er
að brjótast inn á lögreglustöðina
en þeir hefðu getað komið með
einhverja viðvörun fyrst,“ sagði
Jóhanna í samtali við DV skömmu
eftir að hún yfirgaf slysadeildina.
Anna Helgadóttir, móðir Jó-
hönnu, bloggaði um atburðinn
og var ósátt við harkaleg viðbrögð
lögreglu: „Dóttir mín er núna búin
að jafna sig að mestu, en hún er
ennþá með sviða hér og þar. Ég er
ennþá með sviða í andlitinu eft-
ir að hafa tekið utan um hana og
rekið andlitið á mér utan í úlp-
una hennar sem var gegnblaut af
gasi. Ég hef aldrei séð dóttur mína
jafnkvalda og í dag og miðað við
sársaukann frá því litla sem fór á
andlitið á mér hafa þetta verið vít-
iskvalir sem hún leið,“ bloggaði
Anna.
Hún sagðist í samtali við DV
illa geta sætt sig við að ungling-
ar væru beittir slíku harðræði.
„Þarna er fólk að mótmæla mann-
réttindabroti og er mætt með enn
alvarlegri mannréttindabrotum.
Lögreglunni ber að vara fólk við
áður en piparúða er beitt en þarna
gengu bara gusurnar óvænt yfir
fólkið. Lögreglan hafði nægan tíma
til að bregðast við og hefði verið í
lófa lagið að ræða við mannskap-
inn áður en upp úr sauð og fólkið
réðst til inngöngu. Þarna var valdi
beitt án nokkurs fyrirvara.“
Piparúði nokkur fjöldi mótmælenda
varð fyrir úðanum og þurfti á læknis-
hjálp að halda. Jóhanna fór sárkvalin á
slysadeild í fylgd móður sinnar.
Mynd anna.iS
Í annað skiptið á rúmu ári hefur það nú gerst að æstur hópur fólks
ryðjist inn um útidyr lögreglustöðvar Reykjavíkur. Í bæði skiptin
virðist lögregla hafa misst stjórn á aðstæðum og það sem byrjaði sem
friðsamleg mótmæli endaði sem umsátur um lögreglustöðina. Í báð-
um tilfellum er ástæðan sú sama, fólk er handtekið vegna mót-
mælaaðgerða og fólk flykkist að til að fá félaga sína lausa.
Skilti mótmælenda voru notuð sem barefli á
hurðina. Þegar að því kom að innri dyrnar gáfu
eftir réðst lögreglan til atlögu með gasbrúsum.
valur GunnarSSon
rithöfundur skrifar: