Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2008, Blaðsíða 20
mánudagur 24. nóvember 200820 Fókus Hallgrímur Helgason er kominn aftur til Reykjavíkur í nýjustu bók sinni, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, borgar- innar sem hann brá svo mögnuð- um spegli upp að í 101 Reykjavík um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Hann fór upp í sveit og út fyr- ir landsteinana í Höfundi Íslands, fór alla leið út fyrir sólkerfið og nið- ur til helvítis í Herra Alheimi, og var svo kominn norður á Sauðárkrók í Roklandi. En nú er sögusviðið sum- sé aftur höfuðborg eyjunnar okkar köldu og sviptivindasömu, en í stað íslenskrar, drykkfelldar liðleskju er söguhetjan króatískur, drykkfelldur leigumorðingi. Tomislav Bokšic, kallaður Toxic, unir hag sínum vel sem afar metn- aðarfullur leigumorðingi króat- ísku mafíunnar í New York. Feril- skráin skartar sextíu og sjö líkum þegar ekki eru taldir með þeir tug- ir karla, kvenna og barna sem her- maðurinn fyrrverandi drap í Balk- anstríðinu. En þegar Toxic drepur mann sem hann hefði betur látið ógert sér hann sig knúinn til að flýja land. Fyrir „röð tilviljana“, svo hlut- irnar séu örlítið einfaldaðir, end- ar hann í flugvél á leið til Íslands. Í Leifsstöð taka á móti honum hjón sem reka kristilegu sjónvarpsstöð- ina Amen en þau halda að Toxic sé amerískur sjónvarpsprestur, kom- inn til að predika á þeirra himn- esku öldum ljósvakans. Þar sem Toxic hafði sent þann prest á fund almættisins fyrir aldur fram, og vill fresta því í lengstu lög að upp kom- ist um ódæðið, ákveður hann að leika hlutverk guðsmannsins. Nag- andi samviskubit sökum starfa nýj- asta fórnarlambsins hefur líka sitt að segja, nokkuð sem drápsvélin króatíska á ekki að venjast. Og þrátt fyrir að hafa lifað tím- ana tvenna er margt af því sem Toxic upplifir á íslenskri grundu eitthvað sem hann á alls ekki að venjast. Góðærisstandardinn á fatnaði og bílaeign landsmanna kemur Toxic sérkennilega fyrir sjónir, allir bílar eru glænýir að sjá, annar hver þeirra er jeppi og kon- ur gjarnan undir stýri. Konur sem allar líta út fyrir að vera dætur eða eiginkonur milljónamæringa með Prada-sólgleraugu, Barbie-hár og Air Bag-varir. Það er líka fátt sem undirbýr mann markvisst fyrir pre- dikun í beinni sjónvarpsútsend- ingu, mann sem hefur ekki lesið neitt að ráði í Biblíunni. Ofan á felu- leik og glímu Toxics við að aðlagast framandi aðstæðum útlendings í ókunnu samfélagi bætist ást, losti og tilvistarkreppa. Þrátt fyrir létt- leikandi andrúmsloft bókarinnar lætur hið síðastnefnda mann leiða hugann á stöku stað að því hversu mikil áþján hlýtur að fylgja því að vinna við að myrða fólk og þurfa að leika skjöldum tveim, þremur eða þaðan af fleirum. Vangaveltan um tilgangsleysi og þann skaða sem stríðsátök valda á þeim sem upplifa þann hrylling á eigin skinni og sál bankar ennfremur upp á við lestur bókarinnar. En það er fyrst og fremst gam- an að fylgjast með ævintýrum króatíska mafíósans á hinu nýr- íka Íslandi, Íslandi gærdagsins, og í hinu þversagnakennda þjóðfélagi og absúrd borgarlandslagi Reykja- víkur með sinn bland-í-poka arki- tektúr. Hallgrímur er auðvitað með fyndnari rithöfundum þjóðarinnar og ádeiluauga hans er glöggara en greindustu manna sem kemur hon- um hér vel sem fyrr. En Hallgrím- ur hefur áður verið fyndnari, hann hefur áður verið beittari og hann hefur áður skrifað fallegri, svalari og safaríkari texta. Bækur hans eru allar yfir meðallagi. Sumar langt yfir því og hreinlega frábærar. Ef maður vissi ekki að Hallgrímur sat við lyklaborðið myndi þessi lesandi án efa vera mun sáttari við þessa prýðilegu bók. En maður hefur ein- faldlega meiri væntingar til rithöf- undar með þá hæfileika og ferilskrá sem Hallgrímur státar af. Kristján Hrafn Guðmundsson á m á n u d e g i góður með morgunkaffinu Útvarpsþátturinn Kvika er send- ur út á Rás1 á laugardagsmorgnum klukkan kortér yfir tíu og endurflutt- ur á mánudagskvöldum. Þátturinn er í umsjón Sigríðar Pétursdóttur og er helgaður kvikmyndum. Síðastlið- inn laugardagsmorgun hóf Sigríður leikinn á umfjöllun um Friðrik Þór kvikmyndagerðarmann í tilefni af heiðursverðlaunum Eddunnar sem honum voru veitt helgina áður. Í stað þess að rekja feril Friðriks Þórs, sem margoft hefur verið rakinn, las Sigríður brot úr greininni Skrítna Ísland eftir Huldar Breiðfjörð sem birtist í bókinni Heimur kvikmynd- anna. Las Sigríður upp áhugaverð- an bút úr greininni sem fjallaði um Börn náttúrunnar, myndina sem færði Friðriki tilnefningu til Óskars- verðlaunanna árið 1992. Inn á milli umfjallana spilar Sigríður lög tengd kvikmyndum og spilaði meðal annars lag eftir Hilmar Örn Hilmarsson úr Börnum nátturnar, Billie Holiday og Marlene Dietrich. Í tilefni af þrjátíu ára afmæli Íslenska kvikmyndasafnsins voru sýndar tvær hátíðarsýningar á Fjalla -Eyvindi og eftir að hafa spilað gamla perlu úr safni Ríkisútvarpsins frá 1950 þar sem Ólafur Björnsson flutti erindi um upphaf kvikmyndasýninga þuldi Sigríður upp nokkra fróðleiksmola um Fjalla-Eyvind. Þættinum lauk svo á nútímalegu nótunum með broti úr kvikmyndinni Nick and Norah Infinite Playlist sem væntan- leg er í kvikmyndahús landsins. Kvika er vel unninn og góður þáttur fyrir allt áhugafólk um kvikmyndir og Sigríður er með einstaklega ljúfa og góða útvarpsrödd. Þáttur í hæfi- legri lengd sem vel er hægt að vakna með á laugardagsmorgnum með morgunkaffinu. Krista Hall toppmenn Bandarísku sakamálaþættirnir Law&Order hafa haldið dampi og vinsældum í áraraðir. Plottin eru oft ágætlega pæld og fantagóðir og þekktir leikarar eiga það til að setja hressilegan svip á stöku þátt. Þá eru aðalpersónurnar flestar ákaflega geðþekkar og lítið út á leikarana að setja. Undanfarin ár hefur þó hinn krumpaði Jerry Orbach verið lang- fremstur meðal jafningja í hlutverki hinnar lífsreyndu og alkóhólíseruðu löggu Lennie Briscoe. Orbach tók því miður upp á því að deyja árið 2004 og hálfpartinn átti ég nú von á því að leiðir myndi skilja með mér og Law&Order þegar Lennie-laus- ir þættir færu að berast til landsins. Hann skildi eftir sig vandfyllt skarð. Framleiðendur þáttanna fundu þó sem betur fer eina manninn sem getur leyst Lennie af með sóma og nú má ég helst ekki missa af þætti bara til þess að sjá erkitöffarann Dennis Farina fara á kostum viku- lega. Í honum fannst alvöru töffari sem stenst samanburð við Briscoe og Law&Order er borgið í bili. Þórarinn Þórarinsson tilvistarkreppu morðingi í Margir biðu óþreyjufullir eftir nýjasta leiknum í Bond-seríunni. Leikurinn heitir það sama og kvik- myndin sem kom út fyrir stuttu; Quantum of Solace. Það sem þykir skrítið við nafngiftina er að aðeins lítill hluti af leiknum gerist í sjálfri Quantum of Solace-myndinni. Leikurinn er aðallega gerður úr atriðum úr Casino Royal og mætti því halda að leikurinn ætti upp- runalega að heita það. Saga leiks- ins er því ekki upp á marga fiska sem ætti þó að vera hans sterkasta hlið. Þetta er James Bond! Leikurinn keyrir á Call of Duty 4-vélinni sem gerði ótrúlega góða hluti í Modern Warfare-leiknum sem kom út í fyrra og því bjuggust menn við algjöru meistaraverki þegar það var tilkynnt. Sumir urðu fyrir vonbrigðum en aðrir eru sáttir. Enginn virðist þó í skýj- unum yfir leiknum. Þess má geta að þetta er fyrsti Bond-leikurinn sem kemur út á þriðju persónu- leikjatölvur og sá fyrsti sem inni- heldur bæði útlit og rödd Daniels Craig. Leikurinn er fyrstu persónu- skotleikur sem á það til að detta í þriðju persónu þegar Bond skýlir sér á bak við hluti. Þá skín graf- íkvél leiksins en Daniel Craig er nokkuð líkur sjálfum sér í leikn- um. Önnur grafík í leiknum, um- hverfi og sprengingar eru viðun- andi en þó ekkert til að hrópa: „Váá sástu þetta springa!“ Spilunin nýtir sér snilli úr öðr- um leikjum eins og God of War þar sem maður verður að ýta á ákveð- inn takka sem birtist á skjánum til að til dæmis drepa einhvern eða opna lás. Ef ekki er ýtt á réttan takka þarf að byrja allt upp á nýtt. Stærsti galli leiksins er lengdin. Hann er einfaldlega allt of stuttur. Á meðan leikir í dag eru í kring- um 15 til 20 klukkutímar í spilun er Bond aðeins 5 klukkutímar í spil- un. Mjög mikilvægt er að tjúnna upp erfiðleikastigið svo þú klárir hann ekki fyrir hádegi (fyrir þá sem spila á morgnana?) Fjölspilunin (multiplayer) bæt- ir þó aðeins upp fyrir stuttan leik því netspilunin getur verið ansi skemmtileg. Henni er skipt upp í þrjá hluta meðal annars er hægt að keppa í „allir á móti öllum“ þar sem stig fást fyrir að drepa og sá sem nær fyrst 100 stigum vinnur. Í heildina litið er Quantum of Solace góð tilraun sem tekst þó ekki. Leikurinn er allt of stuttur og þrátt fyrir skemmtilega netspilunin endist hún ekki lengi. Aðdáendur James Bond-leikjanna ættu ekki að láta leikinn framhjá sér fara en fyrir okkur hin er gott að spara pening- inn fyrir eitthvað aðeins betra. Atli Már Gylfason bond í styttri kantinum 1. Guðni ÁGústsson sagði af sér þingmennsku á dögunum og fór af landi brott. Hvert? 2. nýtt íslenskt leikrit var frumsýnt í HafnarfjarðarleikHúsinu um helgina. Hvað heitir það? 3. Hópur rússneskra milljarðamærinGa dvaldist á Íslandi í síðustu viku eins og dv greindi frá. Hvar gistu þeir? 1. Kanaríeyja, 2. Steinar í djúpinu, 3. 101 Hótel við Hverfisgötu tölvuleikir James Bond: Quantum of solace Tegund: Fyrstu persónu-skotleikur Spilast á: X360-PS3 bækur 10 ráð til að hætta að drepa fólk og ByrJa að vaska upp Höfundur: Hallgrímur Helgason Útgefandi: JPv Hallgrímur Helgason Saga höfundarins um mafíósann og leigumorðingjann Toxic er skemmtileg að mati gagnrýn- anda. en honum finnst Hallgrímur áður hafa gert töluvert betur. útvarp kvika Rás1, Laugardagar kl.10.15 SJÓNvarp law&order Skjár Einn, laugardagar kl.21.50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.