Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2008, Blaðsíða 12
Hameln þarfnast
rottufangarans á ný
Útlit er fyrir að bærinn Hameln í
norðurhluta Þýskalands þurfi á
þjónustu rottufangarans að halda á
ný, því rotturnar eru komnar aftur.
Í útjaðri bæjarins er að finna para-
dís rottnanna, með matarleifum
og ýmsum öðrum úrgangi. Sam-
kvæmt þýskri þjóðsögu
hreinsaði rottufangari bæinn af
rottum árið 1284, með því að lokka
þær út úr bænum með flautuleik
og drekkja þeim í á.
Seinna lokkaði hann einnig börn
bæjarins, en engu að síður er sög-
unni enn hampað. Á næsta ári
hyggjast bæjaryfirvöld fagna 725
ára afmæli rottufangarans.
mánudagur 24. nóvember 200812 Fréttir
Ófögur framtíðarsýn
xxxxxx
Skýrsluhöfundar vara við því að
skipulögð glæpastarfsemi líkt og
sú sem hrjáir Rússland, að þeirra
sögn, geti á endanum skotið rótum
í ríkisstjórnum landa í Austur- eða
Mið-Evrópu, og að ríki í Afríku og
Suður-Asíu gætu orðið stjórnlaus
þegar þrýstingur vegna ógnar við
öryggi eykst, ásamt hverfandi auð-
lindum.
Ný skýrsla frá einni leyniþjón-
ustustofnun Bandaríkjanna gefur
ekki ástæðu til bjartsýni sé horft til
næstu tveggja áratuga. Samkvæmt
skýrslunni mun skuggi kjarnorku-
styrjaldar hvíla yfir mannkyninu,
auk þess sem hætta á náttúru-
hörmungum mun steðja að. Einn-
ig mun yfirburðastaða Bandaríkj-
anna á jörðu hér heyra sögunni til.
Samkvæmt skýrslu National
Intelligence Council munu líkur
á átökum vegna náttúruauðlinda
aukast, þar meðtalið vegna fæðu
og vatns. National Intelligence
Council sér um að greina upplýs-
ingar frá hinum ýmsu leynistofn-
unum Bandaríkjanna.
Skýrsluhöfundar vekja athygli
á kjarnorkuvopnakapphlaupi
sem þegar er hafið í Mið-Austur-
löndum og telja fyrirséð að fleiri
ríki muni verða reiðubúin til að
deila þekkingu sinni á tækni sem
snýr að gereyðingarvopnum með
hryðjuverkasamtökum. Að þeirra
mati gæti þróun á kjarnorkumál-
um Íran á næstu fimmtán til tut-
tugu árum valdið því að önnur
lönd í þeim heimshluta leituðu
markvissari leiða til að koma sér
upp kjarnorkuvopnum.
„Ef þeim löndum fjölgar sem
komast yfir kjarnorkuvopn mun
þeim einnig fjölga sem verða
reiðubúin til að veita öðrum lönd-
um aðstoð á því sviði eða hryðju-
verkamönnum,“ segir í skýrslunni.
Loftslagshlýnun og skortur
Í skýrslunni segir að loftslagshlýn-
un muni gera að verkum að vatns-
og matarskortur verði viðvarandi
fyrr en ella og einnig muni ganga
á orkuauðlindir. Skýrsluhöfund-
ar vitnuðu í breska rannsókn og
sögðu að loftslagsbreytingar gætu
orsakað að allt að tvö hundruð
milljónir manna neyddust til að
flytja sig um set til svæða þar sem
loftslag væri fýsilegra.
Loftslagsbreytingar ásamt mis-
skiptingu auðs og breikkandi bili í
fæðingartíðni myndu hugsanlega
auka enn frekar á spennu í heim-
inum.
„Alþjóðlega kerfið verður nán-
ast óþekkjanlegt árið 2025 vegna
tilurðar nýrra ofurvelda, alþjóðlegs
fjármálakerfis, millifærslu auðs frá
vestri til austurs,“ segja skýrsluhöf-
undar. Þeir telja að þótt Banda-
ríkin komi til með að halda stöðu
sinni sem ofurveldi muni styrkur
landsins, einnig í hernaðarlegu til-
liti, minnka og vogarafl Bandaríkj-
anna í alþjóðamálum fá á sig aðra
mynd.
Staða Indlands, Kína og Bras-
ilíu á álþjóðlegum vettvangi mun
styrkjast á kostnað Bandaríkjanna
og Kóreuskaginn mun sameinast í
einhverri mynd.
Skýrsluhöfundar telja að krepp-
an á verðbréfamarkaði Bandaríkj-
anna sé einungis upphafið að um-
breytingu fjármálakerfa heimsins
og bandaríkjadalur muni missa
stöðu sína sem áhrifamesti gjald-
miðill heims og verða þess í stað
„fremstur meðal jafningja“.
Slegist á mörgum sviðum
Í skýrslunni eru leiddar líkur að því
að slegist verði á sviði verslunar,
fjárfestinga og á tæknisviðinu, og
sagt að ekki sé loku fyrir það skot-
ið að komi til vopnakapphlaups
og landvinningastefnu í anda nítj-
ándu aldar. Skýrslan, sem byggist á
rannsóknum sérfræðinga og þró-
un mála í heiminum, málar mun
dekkri mynd af stöðu Bandaríkj-
anna á heimsvísu en fyrri skýrsl-
ur sem gerðar eru á fjögurra ára
fresti. Þróun mála byggist að sjálf-
sögðu á þeim ákvörðunum sem
pólitískir leiðtogar taka, en næstu
tuttugu ár fela í sér áhættu, segir í
skýrslunni.
Skýrsluhöfundar vara við því að
skipulögð glæpastarfsemi líkt og
sú sem hrjáir Rússland, að þeirra
sögn, geti á endanum skotið rót-
um í ríkisstjórnum landa í Austur-
eða Mið-Evrópu, og að ríki í Afríku
og Suður-Asíu gætu orðið stjórn-
laus þegar þrýstingur vegna ógnar
við öryggi eykst, ásamt hverfandi
auðlindum.
Hryðjuverk munu ekki heyra
sögunni til árið 2025, en munu
taka á sig aðra mynd og segja
skýrsluhöfundar að samtök á borð
við al-Kaida muni flosna upp.
„Vanmáttur al-Kaida við að afla
sér fylgis á breiðari grunni gæti
valdið því að þau liðu undir lok
fyrr en fólk áætlar,“ segir í skýrsl-
unni.
Einn ljósan punkt er þó að
finna í skýrslunni og sá er að hugs-
anlega verði búið að leysa olíu af
hólmi sem helsta orkugjafann.
Flogið var með fjórar bjórafjölskyld-
ur frá Noregi til Bretlands á fimmtu-
daginn. Tilgangurinn er að reyna að
fá þessa dýrategund til að festa ræt-
ur í Skotlandi á ný, í fyrsta skipti í
fjögur hundruð ár.
Fjölskyldurnar verða í einangrun
í sex mánuði áður en þeim verður
sleppt í Knapdale í Argyll, í tilrauna-
skyni næsta vor.
Tilraunin er merkileg fyrir þær
sakir að aldrei fyrr hefur með form-
legum hætti verið reynt að fá dýr
sem á sínum tíma voru innlend til
að festa rætur á ný í Bretlandi.
Hver fjölskylda samanstendur
af einu fullorðnu karldýri, einu full-
orðnu kvendýri og tveimur tveggja
til þriggja ára afkvæmum.
Að sögn Iains Valentine hjá Royal
Zoological Society, sem stendur að
tilrauninni ásamt dýralífssamtök-
unum Scottish Wildlife Trust, sagði
að það hefði verið „flókið ferli“ að
ná réttu fjölskyldunum. „Lið í Nor-
egi eyddi löngum tíma á ákveðnum
stöðum til að finna heilar fjölskyld-
ur, til að tryggja að enginn yrði skil-
inn eftir,“ sagði Valentine.
Bjór er innlent dýr í Skotlandi en
var útrýmt með veiðum fyrir fjögur
hundruð árum og Simon Jones hjá
Scottish Beaver Trial telur að til-
raunin sé góðra gjalda verð. „Bjór-
inn býr yfir getu til að búa til nýtt
votlendi sem gæti höfðað til annarra
innlendra dýrategunda.
Tilraunin hefur verið gagnrýnd
sem „gáleysislegt ábyrgðarleysi“
af samtökum laxveiðimanna. Þau
hafa farið þess á leit við ráðherra að
tilrauninni verði frestað þar til búið
sé að kanna áhrif afleiðinga hennar
á fiskistofna.
Bjór hefur ekki sést í Skotlandi í fjögur hundruð ár:
bjór til Skotlands
Bjór í slökun ekki hugnast öllum
Skotum að bjór festi þar rætur á ný.
KoLBeinn þorSteinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Staða og styrkur Bandaríkjanna á heimsvísu mun veikjast á næstu tveimur áratug-
um samkvæmt skýrslu greiningarstofnunar leynistofnana í Bandaríkjunum. Skýrsl-
an gefur ekki mikla ástæðu til bjartsýni því í henni segir að kjarnorkuváin verði við-
varandi og skuggi átaka vegna matar- og vatnsskorts muni hvíla yfir mannkyninu.
Ef þeim löndum fjölgar
sem komast yfir kjarn-
orkuvopn mun þeim einn-
ig fjölga sem verða reiðu-
búin til að veita öðrum
löndum aðstoð á því sviði
eða hryðjuverkamönnum.
Myrk spá vatns- og matarskortur verður
viðvarandi fyrr en ella og einnig mun
ganga hratt á orkuauðlindir.