Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2008, Blaðsíða 8
Það tekur opinberan starfsmann sautján ár að vinna sér inn sömu eftirlaun og ráðherra vinnur sér inn á tveimur kjörtímabilum, eða átta árum. Þetta er niðurstaðan af þeim breytingum sem Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leggja til að verði gerðar á eftirlaunalögunum umdeildu frá 2003. Ráðherrar og þingmenn verða áfram með mun betri eftirlaun en aðrir landsmenn þrátt fyrir breyting- arnar. Ráðherrar verða með rúmlega tvöfaldan eftirlaunarétt á við flesta ríkisstarfsmenn og þingmenn hafa fjórðungi betri eftirlaun en opinberir starfsmenn. Þetta er niðurstaðan af þeim breytingum sem Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa náð samkomulagi um að gera á eft- irlaunalögum þingmanna og ráð- herra. Kröfu þjóðarinnar ekki svarað „Það er klárt mál, að með þessu sé verið að minnka sérkjör ráðherra og alþingismanna, en þó er engan veg- in verið að taka á þeirri kröfu þjóð- arinnar að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það er algjörlega út í hött að kynna þetta fyrir þjóðinni nú. Að þetta frumvarp eigi að viðhalda sérkjörum þessara ráðamanna um ókomna tíð, jafnvel þó minni séu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um breytingar á eftirlaunafrumvarp- inu. „Við hjá ASÍ erum algjörlega and- snúin þessu. Á landsfundi okkar í október var sett fram skýr krafa um að sérréttindi ráðamanna yrðu af- numin og að óbreyttir launamenn eigi ekki einir að taka á sig skerðingu lífeyrisréttinda,“ segir Gylfi og bætir við. „Þeir eru tilbúnir að lækka sér- kjör sín en það er engan veginn verið að taka af þessa mismunun.“ Lækka en hækka líka DV hefur reiknað út eftirlaun nokk- urra núverandi og fyrrverandi ráð- herra. Eftirlaunin lækka frá eftir- launalögunum sem sett voru árið 2003 og hafa verið afar umdeild alla tíð síðan. Hins vegar er mjög misjafnt hvort eftirlaunin hækki eða lækki frá því sem var samkvæmt lögunum sem giltu áður en núverandi eftirlaunalög tóku gildi. Þeir ráðherrar sem hafa verið til- tölulega stutt í starfi lækka í eftir- launum hvort sem er miðað við eftir- launalögin umdeildu eða lögin sem þau leystu af hólmi. Eftirlaun þeirra ráðherra sem hafa verið lengi í starfi hækka hins vegar frá lögunum sem giltu á undan eftirlaunalögunum. Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt. Ráðherrar gátu þar til fyrir tæpum fimm árum aðeins unnið sér inn helming ráðherralauna í eftirlaun. Þessu var breytt í 70 prósent og því geta eftirlaunin hækkað um 85 þús- und krónur á mánuði. Þeir sem hafa þegar verið ráðherrar í átta ár eða lengur njóta því góðs af þeirri breyt- ingu. Ráðherralaun bætast ofan á þingfararkaup og eru í dag 430 þús- und krónur. Við útreikningana var miðað við að ríkisstjórn og ráðherrar sætu út kjörtímabilið og er það í takt við þær yfirlýsingar formanna stjórnarflokk- anna að ekki komi til greina að blása til þingkosninga. Ráðherrar og þing- menn hafa rétt á sex mánaða bið- launum eftir að þeir láta af embætti. Geir segir skerðinguna verulega Þegar Geir H. Haarde forsætisráð- herra var spurður um það á blaða- mannafundi á föstudag hversu miklar lækkanir yrðu á eftirlaunum ráðherra og þingmanna sagði hann þetta: „Við nefnum það að það gæti verið á bilinu 5-15 prósent, mest hjá þeim sem náttúrlega hafa hæstu launin. Minna hjá þeim sem eru neð- ar. En þá erum við að tala um hóp- inn allan sem er hjá Kjararáði og ekki eingöngu þingmenn og ráðherra en við viljum í raun og veru ekki líta svo á að við getum sagt Kjararáði fyrir verkum í þessum efnum. Vinstri-grænir hafa lagt fram frumvarp þess efnis að þingmenn, ráðherrar, hæstaréttadómarar og forsetar vinni sér inn lífeyrisréttindi í A-deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Geir var spurður út í þetta á fundinum. Hann sagði þingmenn og ráðherra borga meira inn í sjóð- inn, fimm prósent á meðan aðrir borga fjögur prósent. „Ráðherrarnir eru þarna með meiri ávinnslu, það hefur verið svo í áratugi að réttinda- ávinnsla þeirra hefur verið meiri, sjálfsagt vegna þess að menn eru skemur í því starfi heldur en þing- mennskunni,“ sagði Geir. En segir skerðinguna verulega mikla, þegar sex prósent ávinnsla sé færð niður í fjögur prósent. Óvissa um Davíð og Halldór Óvíst er hvaða áhrif breytingarnar hafa á eftirlaun fyrrverandi forsætis- ráðherra. Þegar efni hins væntanlega frumvarps var kynnt sagði Ingibjörg Sólrún að sérstakt eftirlaunaákvæði forsætisráðherra félli niður fyrir nú- verandi, verðandi og fyrrverandi for- sætisráðherra. Geir sagði hins vegar að þetta væri ekki afturvirkt fyrir fyrr- verandi forsætisráðherra. Í frétt á vef forsætisráðuneytisins segir að sér- stakur eftirlaunaréttur fyrrverandi forsætisráðherra falli niður. Ekki er ljóst af því sem þar stendur hvort það eigi við um Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson eða aðeins þá for- sætisráðherra sem starfa eftir að lög- in taka gildi eftir mitt næsta ár og fara síðar á eftirlaun. Davíð beitti sér fyrir samningu eft- irlaunalaganna umdeildu. Hann og Halldór voru báðir forsætisráðherr- ar eftir að þau lög tóku gildi og njóta því í dag eftirlaunaréttar samkvæmt þeim. Eins og þingfararkaupið er í dag þýðir það að eftirlaun Davíðs hækkuðu um 407 þúsund krónur á mánuði og eftirlaun Halldórs um 270 þúsund. mánudagur 24. nóvember 20088 Fréttir Davíð n 471.960 krónur n 878.566 krónur n 530.504 krónur n 878.566 krónur HallDór n 608.660 krónur n 878.566 krónur n 694.758 krónur n 878.566 krónur geir n 591.799 krónur n 878.566 krónur n 694.758 krónur n 878.566 krónur ingibjörg n 291.021 krónur n 273.542 krónur n 244.242 krónur jóHanna n 291.021 krónur n 273.542 krónur n 244.242 krónur björn n 547.681 krónur n 646.987 krónur n 638.497 krónur þorgerður n 359.048 krónur n 415.250 krónur n 385.950 krónur björgvin n 270.788 krónur n 259.548 krónur n 230.248 krónur eftirlaun n göMlu lög n eftirlaunalög n nÝ lög n eða nÝ lög BrynjÓLfur ÞÓr GuðmunDsson fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Breytingarnar sem Geir H. Haarde og Ingibjörg sólrún Gísladóttir boða á eftirlaunalögunum breyta því ekki að þingmenn og ráðherrar hafa áfram mun ríflegri eftirlaunarétt en aðrir landsmenn. Ráðherrana greinir á um sérstakan eftirlaunarétt forsætisráðherra. Njóta áfram forréttiNda Geir H. Haarde og Ingibjörg sólrún Gísladóttir Kynntu á föstudaginn tillögur til breytinga á umdeildum eftirlaunalögum. miðað við tillögurnar tekur það opinberan starfsmann sautján ár að vinna sér inn sömu eftirlaun og ráðherra vinnur sér inn á tveimur kjörtímabilum, eða átta árum. mynD rÓBErT rEynIsson 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Svona Hækkar eftirlaunarétturinn n ráðHerrar n þingMenn n oPinberir StarfSMenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.