Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2008, Blaðsíða 6
„Ég held að það væri mjög klókt hjá fólki að gefa peninga í jólagjöf. Mér finnst það ágætis hugmynd,“ segir Guðmundur Ólafsson, hagfræðing- ur við Háskóla Íslands. Jólaverslun stendur nú sem hæst en búast má við gríðarlegum útsölum strax eftir jólin. „Það er búið að okra á okkur í gegnum tíðina og við höfum keypt vörur á miklu hærra verði en gengur og gerist í öðrum lönd- um. Það er erfitt að sjá af hverju fólk ætti ekki að nýta ástand- ið sjálfu sér í vil,“ segir Guð- mundur um þá hugmynd að gefa peninga í jólagjöf þannig að fólk geti keypt óskagjöfina eftir jól á mikl- um afslætti. Góðar útsölur í ár Hrund Rudolfsdóttir, for- maður Samtaka verslunar og þjónustu, býst við mikl- um útsölum. „Ég reikna með því að það verði góðar útsölur í ár, mér heyrist á öllu að jólaversl- un sé ágæt, reyndar misjöfn eftir verslunarsvæðum.“ Aðspurð hvers megi vænta í útsölum eftir að jólaversluninni lýkur, bendir Hrund á að undanfarin ár hafi þróunin verið sú að kaupmenn hafi verið fljótari til með hverju árinu að setja útsölurnar af stað. Hún segir erfitt að meta hversu miklum verð- lækkunum megi búast við á útsöl- unum. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, þekkir ekki til þess að fólk gefi frekar pen- inga en gjafir fyrir þessi jólin. „Fólk vill líklega gefa eitt- hvað áþreifanlegra en peninga,“ segir Jó- hannes. Hann telur einnig að í ár hafi fólk meira varann á þegar kemur að gjafabréf- um. Óvenju mörg fyr- irtæki hafa lagt upp laupana undanfarið og gjafa- bréf því í uppnámi enda vill enginn taka áhættuna á að jólagjöfin verði ónýt vegna þess að versluninni er lokað skyndilega. Tvöfaldur bónus Verslunarmenn í Kringlunni og Smáralind búast við því að útsöl- ur verði með sama móti og fyrri ár, hvorki meiri né minni. „Útsölurnar hjá okkur hefjast líklegast 3. janúar og það verða góðar útsölur eins og vanalega - allt á gamla genginu og afsláttur ofan á það. Þannig að það má segja að það sé tvöfaldur bónus,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa. „Kaupmenn hafa verið duglegir við að bjóða fólki upp á góð tilboð fyrir jólin og benda viðskiptavinum á ódýrari valkosti og ef öll þessi til- boð klárast ekki fyrir jól lenda þau á útsölu. Skilin eru trygg hjá Hag- kaupum og það er hægt að skila og skipta jólagjöfum en við mælumst til þess að fólk geri það í tíma,“ segir Gunnar Ingi og það sama gildir um verslunina Zöru. „Skilafrestur er til 31. desember og við bjóðum fólki sem er að kaupa jólagjafir upp á sérstaka skilamiða sem límdir eru fyrir verðið. Við ann- aðhvort endurgreiðum vöruna eða bjóðum fólki að skipta í eitthvað annað,“ segir Elín Ólafsdóttir, rekstr- arstjóri Zöru á Íslandi, en ekki er komið á hreint hvenær útsölurnar í Zöru hefjast. Góð gjafakortasala Bæði framkvæmdastjóri Kringlunn- ar og framkvæmdastjóri Smáralind- ar finna engan sérstakan mun á jóla- versluninni núna í ár samanborið við jólin í fyrra en opinbert útsölu- tímabil verslunarmistöðvanna er 3. janúar. „Almennt séð eru verslunareig- endur mjög sáttir við jólaverslunina miðað við það sem menn bjuggust við,“ segir Henning Freyr Hennings- son, framkvæmdastjóri Smáralind- ar. „Vegna þess að færri Íslendingar eru á ferðinni út í heim eru fleiri Ís- lendingar sem skila sér heim í versl- un. Útlendingar hafa líka verslað mikið á Íslandi upp á síðkastið út af hagstæðu gengi erlendra gjald- miðla. Verslun hefur verið ásættan- leg miðað við ástandið og við finn- um ekki fyrir því að fólk sé mikið að grennslast fyrir um útsölurnar þótt það séu alltaf einhverjir sem horfa til þess að versla á útsölum,“ segir Sigurjón Örnþórsson, framkvæmda- stjóri Kringlunnar. Gjafakort Kringlunnar og Smára- lindar eru gjöf sem vinsæl hefur ver- ið síðustu ár og segja bæði Henning og Sigurjón að þar hafi engin breyt- ing orðið á enda sniðugt á þessum síðustu og verstu tímum að gefa peningagjöf. „Það eru ekki eins mörg fyrirtæki sem kaupa gjafakort af okkur en salan hefur verið mjög góð þegar kemur að einstaklingum,“ segir Henning. Mánudagur 22. deseMber 20086 Fréttir VÁFUGL Allt sem gerst hefur, getur gerst og allt sem getur gerst, gerist – í tímans eilífu elfu. eftir Hall Hallsson Blogg, umsagnir og fréttir á www.vafugl.is Þetta er sem sagt pólitísk skáldsaga, eins og Atómstöðin og framtíðarhroll- vekja, eins og 1984. En þetta er líka spennusaga … hressileg viðbót við íslenska skáldsagnafl óru, frumleg … textinn lipur og persónur kjarnyrtar … mikil hugkvæmni. Hrafn Jökulsson í DV Búast má við miklum verðlækkunum í janúar þegar útsölurnar hefjast. Formaður samtaka verslunar og þjónustu bendir á að kaupmenn hafi verið fljótari með hverju árinu að hefja útsölurnar. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur telur það klókt að gefa peninga í jólagjöf sem muni nýtast betur á útsölunum. Jólaverslun í ár hefur verið svipuð og í fyrra. VERÐFALL EFTIR JÓL lilja KaTrín GunnarsdÓTTir oG valGeir örn raGnarsson blaðamenn skrifa: liljakatrin@dv.is og valgeir@dv.is jafnmikil eyðsla Landsmenn eru duglegir við jólainn- kaupin og kaupmenn finna ekki fyrir minni verslun en í fyrra fyrir jólin. mynd siGTryGGur ari jÓhannsson Peninga í jólagjöf guðmundi Ólafssyni hagfræðingi finnst peningar besta jólagjöfin því þá getur fólk keypt óskagjöfina á miklum afslætti á útsölunum. mynd Karl PeTTerson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.