Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2008, Blaðsíða 21
Mánudagur 22. deseMber 2008 21Fréttir
GLEÐILEG
JÓL
Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207 www.ljosmynd.is
Tilnefningar sendist á
hetjaarsins@dv.is eða á
Birtíngur útgáfufélag, Lynghálsi 5,
110 Rvk, merkt „Hetja ársins“.
Skilafrestur er til
miðnættis 23. desember.
DV leitar
að hetjum
Hetja ársins hjá DV verður nú valin í
fyrsta sinn. Lesendur eru beðnir um
að senda nafn eða nöfn þeirra sem
þeim finnst verðugir þess að bera
nafnbótina Hetja ársins 2008.
Allir Íslendingar og þeir sem búa hér
á landi koma til greina í valinu.
C M Y CM MY CY CMY K
verð: kr. 1.000.- fyrir fullorðna
og kr. 400 fyrir börn
Reiðubúið að pynta
Það er aldrei of seint að gera upp
gamlar skuldir. Að því komst Jim
Webb frá Sheffield á Englandi á
dögunum. Fyrir tæpum fjörutíu
árum, 1969, lánaði Webb aura-
lausum Ástrala fimm sterlings-
pund til að borga ferjugjald. Jim
Webb, sem nú er sjötíu og tveggja
ára, var ekki heima við á dögun-
um þegar komið var með orð-
sendingu og tvö hundruð sterl-
ingspund heim til hans. Sá sem
það gerði var Gary Fenton og til-
gangurinn var að endurgreiða
það fé sem Webb hafði lánað
honum þegar þeir hittust í Ostend
í Belgíu fyrir fjórum áratugum.
Orðsendingin var svohljóðandi:
„Til Jims Webb, góðs náunga. Frá
Gary Fenton, sem er seinn til að
greiða skuldir.“
Forsaga málsins er sú að Webb
hafði ásamt vini sínum verið á
ferðalagi um Evrópu í apríl 1969
þegar þeir hittu Ástralann Fent-
on, sem þá var á þrítugsaldri, við
ferjuhöfn í Ostend.
„Ungur maður gaf sig að okkur
og sagðist ekki hafa nægt fé til að
komast aftur til Englands, hvort
við gætum lánað honum fimm
pund og hann myndi endurgreiða
það um leið og hann hefði á því
ráð,“ sagði Jim Webb.
Þremenningarnir urðu sam-
ferða til Englands og þegar leiðir
skildi fékk Gary Fenton heimilis-
fang Jims, en síðan heyrðist ekki
meira frá honum. Fyrir viku þegar
Jim Webb kom heim til sín í Brad-
ford á Englandi beið hans orð-
sending Fentons og tvö hundruð
pundin.
„Ég komst við þegar ég las orð-
sendinguna. Á þessum tímum eru
loforð gefin og brotin og maður
glatar trú sinni á mannlegt eðli“
sagði Webb. Hann sagði að fjöru-
tíu ár væru langur tími og að þetta
hlyti að hafa hvílt á Gary Fent-
on. „Þetta var fallega gert“ sagði
hann. Í orðsendingunni frá Fent-
on kom fram að upphæðin væri
þannig tilkomin að Webb fengi
fimm pund fyrir hvert ár sem lið-
ið hefði frá því hann lánaði Fent-
on féð.
Einnig útskýrði Fenton, sem
nú býr í Sydney í Ástralíu, að hann
hefði fundið heimilisfang Webbs
þegar hann var að fara í gegn-
um gamla pappíra, og hann hefði
ákveðið að endurgreiða lánið.
Jim Webb hyggst gefa féð til
góðgerðarmála og finnst miður
að hafa ekki verið heima þegar
Fenton bar að garði. Hann hefur
reynt að hafa samband í gegnum
póstfang sem Fenton skildi eftir,
en án árangurs. „Vonandi náum
við sambandi, það yrði indælt að
hittast á ný,“ sagði Jim Webb.
Ástrali gerði upp skuld við Englending fjörutíu árum eftir að
til hennar var stofnað:
Fimm pund fyrir hvert ár
Bresk pund Webb fékk
fimm pund fyrir hvert ár.
Skókastaranum hampað
Írakski skókastarinn og blaðamaður-
inn Muntadhar al-Zaidi, sem sýndi
álit sitt á George W. Bush Bandaríkja-
forseta með eftirminnilegum hætti,
hefur unnið hug og hjarta fjölmargra
í nágrannaríkinu Íran. Einn klerkur
þar í landi hefur gefið verknaðinum
nafnið „skóuppreisnin“.
Ummæli klerksins, Ahmads
Jannati, eru talin endurspegla þann
hug sem margir Mið-Austurlandabú-
ar bera í garð al-Zaidis. „Það verður
ekki létt að horfa framhjá skóupp-
reisninni í Írak,“ sagði Jannati, og að
hans mati eru skór blaðamannsins
„verðmætari en kórónur og medalí-
ur“ og eiga að fá sess á íröksku safni.