Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Side 6
Sjóvá er eina tryggingafélagið sem
býður staka ábyrgðar- og kaskótrygg-
ingu fyrir venjulegan fólksbíl und-
ir hundrað þúsund krónum á ári. Í
það minnsta ef tekið er mið af þeim
tilboðum sem blaðamaður DV fékk í
vikunni.
Blaðamaður hafði í eigin nafni
samband við öll tryggingafélögin og
leitaði tilboða á tryggingum í bíl sem
hann hugðist festa kaup á. Tæpum
18 prósentum, eða 22 þúsund krón-
um, munaði á hæsta og lægsta til-
boði. Vörður bauð hæst: 125 þúsund
krónur. Sjóvá bauð 99 þúsund krón-
ur í ábyrgðar- og kaskótryggingu en
innifalin er lögbundin slysatrygging
ökumanns og eigenda.
Fyrsti bíll tryggingataka
Bíllinn sem blaðamaður hugð-
ist kaupa var af Toyota Corolla gerð,
skráður á götuna árið 2004. Verð á
bílnum er rétt liðlega 1,2 milljónir og
hann er ekinn 71 þúsund kílómetra.
Vakin skal athygli á því að trygginga-
takinn hefur ekki átt bíl áður, er tví-
tugur að aldri, býr í Kópavogi og hef-
ur engar aðrar tryggingar skráðar á
sig.
Hafa ber hugfast að í flestum eða
öllum tilvikum sögðust félögin geta
boðið hagstæðari kjör ef viðkomandi
keypti fleiri tryggingar, til dæmis
sjúkdóma- og slysatryggingar, eða ef
aðrir fjölskyldumeðlimir væru í við-
skiptum við tryggingafélagið. Loks
ber að geta að þeir sem hafa verið
lengi í viðskiptum við ákveðið trygg-
ingafélag njóta þess í kjörum.
Kynnið ykkur skilmála
Eins og áður sagði bauð Sjóvá 99
þúsund krónur í tryggingu á fjögurra
ára gömlum fólksbíl í eitt ár. Næst-
best bauð Elísabet, eða 102 þúsund.
Elísabet er vörumerki í eigu TM,
Tryggingamiðstöðvarinnar. TM bauð
119 þúsund krónur og VÍS 121 þús-
und. Hæst bauð Vörður tryggingafé-
lag, eða 125 þúsund krónur.
Rétt er að taka fram að trygginga-
skilmálar fyrirtækjanna geta verið
mismunandi. Þeir verða ekki raktir
hér en þá ætti fólk að kynna sér ræki-
lega áður en tryggingafélag er valið.
Þá var sjálfsábyrgð ökumanns ekki
sérstaklega tekin fram. Hún getur
verið mishá og haft áhrif á tilboðin.
Leitið tilboða
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri FÍB, segir íhaldssemi
oft hafa einkennt tryggingaviðskipti.
Hann hvetur fólk til að leita tilboða
í tryggingar sínar. „Sumir gera sér
ekki einu sinni grein fyrir því hvort
tryggingarnar hækka eða ekki, sér-
staklega ef fólk er með trygging-
arnar í greiðsludreifingu eða á vísa-
korti. Það er grundvallaratriði að
fylgjast grannt með verðþróuninni
og leita, jafnvel á hverju ári, tilboða í
tryggingarnar sínar. Þetta er
mjög stór útgjaldaliður
í rekstri heimilanna
og það margborg-
ar sig að vera
alltaf á tánum.
Þessi fyrirtæki
þurfa sitt að-
hald eins
og önnur á
markaði,“
segir Run-
ólfur.
Verðbólguhvetjandi
Í samtölum við forsvarsmenn
tryggingafélaganna eru hækkan-
ir á tryggingum útskýrðar með því
að vísitala neysluverðs hafi hækk-
að. Tryggingafélögin tengja sín verð
við vísitölu og því hafa tryggingar
hækkað um á annan tug prósenta á
einu ári. Runólfur segir að þetta geti
virkað verðbólguhvetjandi. „Það eru
ekki allir sem geta leyft
sér að tengja gjald-
skrána beint
við vísitölu.
Það er sér-
staklega
slæmt
við nú-
verandi
ástand.
Við
erum
í verð-
bólgu-
umhverfi
og horfum
upp á 16 til
17 prósenta
verðhækk-
anir á trygg-
ingum á
þessu
ári,“ segir Runólfur og bendir á að fé-
lögin hafi þó hækkað tryggingar sín-
ar umfram það.
Miklar hækkanir
Í bréfi sem Vörður sendi viðskipta-
vinum sínum í byrjun október seg-
ir meðal annars að iðgjöld lögboð-
inna ökutækjatrygginga hafi hækkað
um 9,5 prósent þann 2. ágúst. Það sé
meðal annars vegna aukins fjölda
tjóna og alvarleika þeirra. Því sé
afkoma ökutækjatrygginga
mjög slæm.
Svipaða sögu er að
segja af öðrum trygginga-
félögum. Hjá TM feng-
ust þær upplýsingar
að mikið tap hefði ver-
ið á kaskótryggingum
undanfarin ár. Því hafi
þurft að hækka verðið
á þeim tryggingum. Þó
var bent á að hækkan-
ir í þeim flokki miðuðu
að því að þeir sem hefðu
verið lengi í viðskiptum
við félagið og ekið best
fyndu lítið eða jafnvel ekk-
ert fyrir hækkuninni. Þeir
sem lent hafi oft í tjóni verði
aftur á móti fyrir nokkuð mikl-
um hækkunum. Að meðaltali
nemi hækkanir á kaskótrygging-
um um 7 þúsund krónum.
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 20086 Fréttir
Sandkorn
n Fjöldi Íslendinga fylgist með
þættinum Í bítið á Bylgjunni í
morgunsárið þar sem Heimir
Karlsson
og Kolbrún
Björnsdóttir
fara hamför-
um í sam-
félagsrýni
sinni. Svo er
að sjá sem
þátturinn
njóti vax-
andi vinsælda því hann hefur
samkvæmt könnum Capacent
slegið við samkeppnisaðilanum
á Ríkisútvarpinu. Um 40 pró-
sent landmanna stilla á Bylgj-
una milli 7 og 9 á morgnana.
Capacent hefur fundið út að 83
prósent landsmanna, 55 ára og
yngri, stilla á Bylgjuna í hverri
viku en 68 prósent á Rás 2. Sam-
kvæmt því er Bylgjan nú vinsæl-
asta útvarpsstöð landsins.
n Dr. Gunni hefur efnt til alþing-
iskosninga með netkönnun á
heimasíðu sinni. Og þó slíkar
kannan-
ir séu jafn
ómarktækar
og hugs-
ast getur er
hún athygli
verð, ekki
síst vegna at-
hugasemda
sem Dokt-
orinn setti við hvern valmögu-
leika. Þannig mátti velja Fram-
sókn og „Finnur Ingólfsson er
æðislegur gaur“ og VG og „Net-
löggu í hvert hús, takk“. Einnig
nýjan æðislegan flokk „Sem
myndi redda öllu“ og Frjáls-
lynda flokkinn „Enga pólska
surti í vinnu hér“. Einna vinsæl-
ast var þó Skila auðu - „Allir eru
jafn miklir fávitar og vilja bara
moka undir eigið rassgat“.
n Magnús Halldórsson, blaða-
maður á Morgunblaðinu, fer
mikinn í aðsendri grein í Frétta-
blaðinu þar sem hann kvart-
ar sáran undan því að Ríkisút-
varpið, þar
sem Páll
Magnús-
son ræður
ríkjum, sé
á aug-
lýsinga-
markaði
og skaði
þar með
rekstur einkarekinna fjölmiðla.
Þarna finnst honum ríkið frekt
til fjörsins og segir meðal ann-
ars: „Enginn atvinnuvegur í
landinu býr við viðlíka hlutdeild
ríkisins á samkeppnismarkaði
og fjölmiðlamarkaður.“ Spurn-
ing hvort Magnús hafi gleymt
stöðunni á bankamarkaði þegar
hann settist niður við að skrifa
greinina.
20 % afmælisafsláttur
af öllum hefðbundnum
myndatökum og stækkunum
í október.
Nú er um að gera að panta stax
Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207 www.ljosmynd.is
Sjóvá 99.000
Elísabet 102.000
TM 119.000
VÍS 121.000
Vörður 125.000
Tilboð Trygg-
ingafélaganna:BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Sjóvá bauð best tryggingafélaga í ábyrgðar- og kaskótryggingu ökutækis sem blaðamað-
ur DV hugðist festa kaup á. Vörður var með hæsta boðið en 22 þúsund krónum munaði
á hæsta og lægsta tilboði. Tryggingar ökutækja eru tengdar vísitölu neysluverðs og hafa
því hækkað mikið undanfarin ár. Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir tengingu við vísitölu
neysluverðs verðbólguhvetjandi. Hann hvetur fólk til að leita tilboða í allar tryggingar
sínar, jafnvel á hverju ári. Íhaldssemi sé of algeng þegar að tryggingum komi.
Sjóvá bauð lægSt
„Það eru ekki allir sem geta leyft sér að tengja
gjaldskrána beint við vísitölu.“
Dýrara að gera við en áður
Fleiri slys og dýrari viðgerðir
eru sagðar ástæður hækkana
á tryggingum.
Hvetur fólk til að fylgjast
með runólfur Ólafsson hjá FÍB
segir íhaldssemi stundum
einkenna kaupendur trygginga.