Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Síða 8
„Ég á mér þann draum að í framtíð- inni verði Ísland þekkt um víða ver- öld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð. Að hér á þessari litlu og hjartfólgnu eyju starfi kraftmikil alþjóðleg fyr- irtæki, sem hafa kosið að eiga hér höfuðstöðvar vegna ákjósanlegra skilyrða af hálfu stjórnvalda, vegna þess mannauðs sem í landinu býr og vegna mikils og góðs stöð- ugleika, hvort sem er í efnahags- legu eða stjórnmálalegu tilliti.“ Svo mælti Halldór Ásgrímsson, þáver- andi forsætisráðherra, á Viðskipta- þingi Verslunarráðs Íslands í febrú- ar árið 2005 og bætti við. „Ég er þeirrar skoðunar að með samstilltu átaki getum við gert þennan draum að veruleika.“ Draumurinn í framkvæmd Það var á seinni hluta ársins 2005 sem draumur Halldórs fékk byr undir báða vængi. Hann skipaði Sigurð Einarsson, stjórnarformann KB banka sem þá hét, formann nefndar sem ætlað var að skoða hvernig Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð í nóvember árið 2005. Nefndin var skipuð mörgu framafólki íslensks viðskiptalífs þar á meðal Pálma Haraldssyni, Ásdísi Höllu Braga- dóttur, þáverandi forstjóra Byko, og Jóni Sigurðs- syni, þáverandi seðlabanka- stjóra. Nefnd- in skilaði af sér skýrslu í október árið 2006. Draum- urinn var ger- leg- ur að því gefnu að stjórnvöld sköpuðu hér viðunandi aðstæður. Ísland árið 2015 Í febrúar árið 2006 stóð Við- skiptaráð fyrir þingi undir yfir- skriftinni „Ísland árið 2015“ en þá hafði framtíðarhópur ráðsins kom- ið saman til að velta fyrir sér hvern- ig Ísland yrði það ár. Afurð framtíð- arhópsins var skýrsla sem bar sama heiti. Halldór Ásgrímsson tók til máls á viðskiptaþinginu og fagn- aði framlagi Viðskiptaráðs. Halldór sá fyrir sér að árið 2015 gæti Ísland verið orðið alþjóðleg fjármálamið- stöð en til að það gæti orðið að veruleika þyrfti að hlúa betur að skattaumhverfi og bæta tengingar og fjarskipti við útlönd. Framtíðar- hópur Viðskiptaráðs sá Ísland fyrir sér verða samkeppnishæfasta land í heimi á næsta áratug. Innan hóps- ins var vilji til að nýta þann með- byr sem íslenskt viðskiptalíf naut á þeim tíma til að leita allra leiða til að markaðssetja Ísland sem alþjóð- lega miðstöð fjármála og þjónustu. Allt út í hött 12. mars árið 2007 var Kristjáni L. Möller, þáverandi þingmanni Samfylkingarinnar og núverandi samgönguráðherra, ekki til setunn- ar boðið lengur. Hann vildi svör um gang mála í áttina að því að gera Ísland að fjármálamiðstöð. Í fyr- irspurnatíma á Alþingi þann dag- inn spurði þingmaðurinn Geir H. Haarde forsætisráðherra hvort markmið stjórnvalda væri hrein- lega að vinna gegn áformum sínum um að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Svo skildi Kristján reglugerð fjármálaráðherra þar sem fjármálafyrirtækjunum var bann- að að telja fram í öðrum gjaldeyri en íslenskum krónum. Geir sagði aðdróttanir Kristjáns vera út í hött. Þingmaðurinn svaraði að bragði og lýsti því yfir að svör Geirs væru út í hött. Þeir voru þó sammála um það, þetta var allt út í hött. Welding vildi hlúa að innviðunum 10. apríl í ár sagði Lárus Welding, þáverandi stjórnar- formaður Samtaka fjármála- fyrirtækja, í ræðu sinni á fundi samtakanna að brýnt væri að halda áfram að vinna að hug- myndum um alþjóðlega fjár- málamiðstöð hér á landi. Var haft eftir Lárusi í Viðskiptablað- inu 11. apríl að „grunngerð ís- lenska fjármálamarkaðarins gerði slíkt raunhæft, skattalegt umhverfi er hagstætt, lagaumhverfið traust og menntunarstig hátt“. Þá benti hann á mikilvægi þess að stjórnvöld hlúðu enn frekar að innviðum fjár- málamarkaðarins. Draumurinn valtur en ekki úti Einn þeirra sem lýstu yfir stuðn- ingi við hugmyndir um alþjóðlega fjármálamiðstöð hér á landi var Ág- úst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að stuðningur sinn við hugmynd- ina standi, enda markmið- ið göfugt. „Þessi draumur er auðvitað orðinn mjög valtur núna. Við verðum lengi að vinna upp traust á alþjóðlegum mörkuð- um. Það er ekki raunhæft að skapa alþjóðlega fjármálamiðstöð í því ástandi sem ríkir á Íslandi. En við eigum að stefna að þessu til lengri tíma litið að mínu mati. Við höf- um allar forsendur til að hafa svona miðstöð hér á landi en það mun samt ekki gerast í náinni framtíð. Markmiðið er engu að síður gott og göfugt. Þessi draumur er á bið,“ seg- ir Ágúst Ólafur. Sigurður MikAel jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Ísland átti að verða alþjóðleg fjár- málamiðstöð í góðærinu. Hall- dór Ásgrímsson sagði það vera sinn draum. Skipuð var nefnd til að skoða mál- ið og í ljós kom að marg- ir áttu sama draum og Halldór. Árið 2015 átti hann að vera orðinn að veruleika. Ágúst ól- afur Ágústsson segir Ís- land verða lengi að vinna upp traust á alþjóðlegum mörkuðum, þangað til sé draumurinn á bið. „Þessi draumur er auðvitað orðinn mjög valtur núna. Við verðum lengi að vinna upp traust á al- þjóðlegum mörkuðum. Það er ekki raunhæft að skapa alþjóðlega fjármálamiðstöð í því ástandi sem ríkir á Íslandi.“ Draumur HallDórs DauðaDæmDur Draumaræða Halldórs HalldórÁsgrímsson, fyrrverandiforsætisráðherra,ersagðurupphafs- maðurinnaðþeirrihugmyndaðÍslandyrði alþjóðlegfjármálamiðstöðígóðærinu.Grunnvinn- anvarunninennúerdraumurinntímabundiðúti. Formaður nefndar Sigurður EinarssonvarskipaðurafHalldóri Ásgrímssonarsemformaður nefndarsemætlaðvaraðskoða hvernigÍslandgætiorðiðalþjóðleg fjármálamiðstöðínóvember2005.  MynD róbert reyniSSon Draumur á bið ÁgústÓlafursegir drauminnumalþjóðlegafjármálamið- stöðhérálandiorðinnvaltanensé vissuleganokkuðsemberiaðstefnaað. föStudaGur24.oktÓbEr20088 Fréttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.