Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Qupperneq 12
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200812 Helgarblað
Nú stendur fyrir dyrum skilnaður söngkonunnar Madonnu og leikstjórans Guys Ritchie. Ekki er langt síðan
Paul McCartney skildi við Heather Mills og olli sá skilnaður miklu fjaðrafoki. Skilnaður Madonnu vekur
kannski ekki eins mikla athygli en ljóst þykir að sú upphæð sem McCartney þurfti að inna af hendi til að
sleppa úr hnappheldunni bliknar í samanburði við það sem Madonna er talin þurfa að greiða. Auðæfi hjón-
anna eru metin á tæplega sextíu milljarða króna.
Í desember 2000 kom söngkon-
an heimsfræga, Madonna, fólki
í skemmtanaiðnaðinum í opna
skjöldu. Í sjálfu sér var það ekkert
nýtt, því Madonna er þekkt fyrir að
ganga fram af fólki og hefur oftar en
ekki dansað línudans í verkum sín-
um.
En í desember var ekki um að
ræða ljósbláa heimildarmynd um
söngkonuna eða krossfestingu á tón-
leikum heldur var um að ræða sam-
runa einnar frægustu poppsöng-
konu sögunnar og efnilegs bresks
leikstjóra, Guys Ritchie.
Að margra mati var fjölmiðlafárið
sem umlék samband þeirra ávísun á
skammtíma hamingju og á endan-
um dauðadóm hjónabands þeirra.
Nú hefur komið í ljós að mat á
þeim fyrirboðum reyndist á rökum
reist og lögfræðingar sem sérhæft sig
hafa í fjölskyldumálum telja að fram
undan sé einn dýrasti skilnaður
breskrar sögu og muni skilnaðarsátt-
málinn hljóða upp á litlar eitt hundr-
að milljónir sterlingspunda, um tut-
tugu milljarða íslenskra króna.
Parið sendi frá sér sameiginlega
yfirlýsingu þar sem fram kom að
enn á eftir að leysa úr ýmsum mál-
um og fór þess á leit við fjölmiðla að
þeir virtu friðhelgi einkalífsins. Í ljósi
harðfylgis bresku slúðurblaðanna
má álykta að það sé borin von.
Lögfræðingur Pauls
McCartney kallaður til
Fregnir af erfiðleikum í hjóna-
bandi turtildúfnanna hafa skotið
upp kollinum í ár eða svo. Í júlí fór
eiginkona eins hæstlaunaða hafna-
boltaleikmanns Bandaríkjanna, Alex
Rodrigues, fram á skilnað og kenndi
Madonnu um skipbrot hjónabands-
ins. Madonna sór af sér ávirðingar
um að hún ætti í rómantísku sam-
bandi við hinn höggfasta leikmann
New York Yankees.
Til að leysa úr flækjum hjóna-
bands Madonnu og Ritchies duga
engir venjulegir meðaljónar úr lög-
mannastétt og ljóst að þungavigtar-
menn úr stéttinni verða fengnir til
starfans. Heyrst hefur að Madonna
hafi ráðið Fionu Shackleton, lögfræð-
inginn sem gætti hagsmuna Pauls
McCartney í skilnaði hans og Heath-
er Mills.
Það skyldi engan undra því
hjónakornin Madonna og Ritchie
eru metin á um þrjú hundruð millj-
ónir sterlingspunda, sem svarar til
57 milljarða íslenskra króna. Stærst-
an hluta auðæfanna hafði Madonna
reyndar aflað sér áður en hún gift-
ist Ritchie, en reiknað er með því að
auðnum verði skipt á milli þeirra.
Það er ljóst að skipting eigna
þeirra muni varpa skugga á sátt-
málann sem Heather Mills gekk að,
en hún fékk 24 milljónir sterlings-
punda, um 4,5 milljarða króna.
Fyrir utan persónulegar fjárfest-
ingar eiga hjónin heimili í Lundún-
um, Los Angeles og New York, og
fimm hundruð hektara griðastað í
Wiltshire á Englandi.
Hlutur Ritchies metinn
Spurningin snýst að miklu leyti
um hvernig hlutverk Ritchies í hjóna-
bandinu verður metinn fyrir dómi.
Skilnaðarlögfræðingurinn Ayesha
Vardag sagði að lögin mismunuðu
ekki þeim sem vinnur fyrir matn-
um og þeim sem vinnur heima. Hún
sagði að þó ljóst væri að Madonna
hefði aflað teknanna hefði Ritchie
þurft að setja feril sinn á hakann til
að styðja hana og sinna fjölskyld-
unni. „Í flestum tilfellum skiptir ekki
máli hvort aflaði teknanna ef við-
komandi voru gift og þar af leiðandi
lið. Þegar upp er staðið ætti þessum
skilnaði að ljúka með háum greiðsl-
um til Ritchies, ef rétt verður haldið
á spöðunum,“ sagði Vardag.
Á sama tíma og Madonnu gekk
flest í haginn rembdist Ritchie eins
og rjúpa við staur að endurheimta
þá frægð sem hann uppskar vegna
kvikmyndarinnar Lock, Stock And
Two Smoking Barrels, 1998, og
Snatch tveimur árum síðar. En allt
kom fyrir ekki. Ekki er loku fyrir
það skotið að sú gagnrýni sem verk
hans fengu hafi lagt þungar byrðar
á hjónabandið.
Madonna lét Ritchie ekki skrifa
undir kaupmála, og því er hún í
svipaðri stöðu og Paul McCartney
var á sínum tíma.
En það kemur fleira til en fé og
fasteignir í skilnaðarmáli af þess-
ari stærðargráðu. Það þarf að huga
að börnunum. Madonna á Lour-
des, tólf ára dóttur frá fyrra sam-
bandi, og saman eiga þau Rocco,
átta ára, og David, tveggja ára, og
einnig dreng sem þau ættleiddu
árið 2006.
Fjölmiðlar munu eflaust velta
sér upp úr upphæð skilnaðarsátt-
málans, en örlög barnanna munu
einnig verða eitt af umhugsunarefn-
um dómstólsins. Nokkuð víst verð-
ur að telja að Lourdes fylgi móður
sinni, en forræði og umgengnisrétt-
ur vegna hinna brenna væntanlega
jafnheitt á Madonnu og Ritchie og
skipting veraldlegra gæða.
KoLbeinn þoRsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Til að leysa úr flækjum
hjónabands Madonnu
og Guys Ritchie duga
engir venjulegir meðalj-
ónar úr lögmannastétt
og ljóst að þungavigtar-
menn úr stéttinni verða
fengnir til starfans.
Skilnaðir fræga fólkSinS
Skilnaðir fræga fólksins eru eflaust ekki mikið öðruvísi en
okkar, hinna dauðlegu. Tekist er á um eignir, fastar og lausar,
og forræði barnanna verður oftar en ekki það sem mestum
deilum veldur. Þó fjárhæðir þær sem nefndar eru til sögunnar
í skilnaði hjóna á borð við Paul McCartney og Heather Mills,
Madonnu og guy ritchie og Mick Jagger og Jerry Hall séu
stjarnfræðilegar í huga venjulegs fólks eru hagsmunir ríkra og
fátækra að stærstum hluta jafnmiklir þegar kemur að skilnaði.
ALeC bALdwin oG KiM bAsinGeR
Leikararnir alec Baldwin og Kim Basinger gengu í hjónaband
1993 og skildu 2002 vegna ósættanlegs ágreinings, ástæðu
sem nýtur vinsælda í Hollywood þegar fólk vill halda ljótum
leyndarmálum leyndum. Stærsta þrætueplið í skilnaði þeirra
sneri að forræði yfir dóttur þeirra. Álitið er að forræðisdeilan
hafi kostað alec Baldwin um eina milljón bandaríkjadala, sem
samsvarar um eitt hundrað og tuttugu milljónum króna.
JuAnitA oG MiCHAeL JoRdAn
Juanita og Michael gengu í það heilaga árið 1989 fimm árum
eftir að þau hittust. Juanita fór fram á skilnað, vegna
ósættanlegs ágreinings. reyndar dró Juanita í land, en fjórum
árum síðar var hjónabandið enn í viðjum ósættanlegs
ágreinings og hjónin skildu. Juanita fékk 168 milljónir
bandaríkjadala, um tuttugu milljarða króna, við skilnaðinn,
sem var þá hæsta upphæð sem greidd hafði verið við skilnað
frægs fólks. að auki fékk hún væna spildu í Chicago og forræði
þriggja barna þeirra.
bRitney sPeARs oG Kevin FedeRLine
Þau giftust árið 2004 og skildu 2007 eftir að Britney „sagði
honum upp“ með sms-skilaboðum. Britney samþykkti að
borga Federline eina milljón bandaríkjadala, en forræðisdeilur
urðu gnægtabrunnur fjölmiðla víða um heim í langan tíma. Á
endanum fékk Federline forræðið og eina milljón, en hann
hafði skrifað undir kaupmála.
HARRison FoRd oG MeLissA MAtHison
Leikarinn Ford og handritshöfundurinn Mathison voru gift frá
1983 til 2004, en þá sást til „Indiana Jones“ með hinni rýru
leikkonu Calistu Flockhart.
Melissa Mathison fór frá skilnaðinum með áttatíu og fimm
milljónir bandaríkjadala, um tíu milljarða króna, og hluta af
seldum dVd-myndum sem Ford hafði leikið í þau sautján ár
sem þau voru gift.
MiCK JAGGeR oG JeRRy HALL
Eftir tíu ára samband og nokkur börn gengu „Steinninn“ og
fyrirsætan Jerry Hall í hnapphelduna árið 1990 og fór athöfnin
fram á strönd í Indónesíu. Þau skildu 1999 eftir að upp komst
að Jagger hafði eignast barn með brasilískri ástkonu sinni.
Mick greiddi Jerry um tíu milljónir sterlingspunda, tæpa tvo
milljarða króna, og hafði upphæðin verið lækkuð vegna
fullyrðinga Jaggers um að strandathöfnin 1990 væri ekki
bindandi samkvæmt lögum.
RoMAn oG iRiMA AbRAMoviCH
roman giftist flugfreyjunni Irimu 1991 eftir að þau hittust í
flugvél aeroflot. Árið 2006 kom í ljós að roman hafði verið að
dandalast með hinni tuttugu og sex ára dariu Zukova og
hjónin skildu.
Leynd hvílir yfir lyktum skilnaðar þeirra, sem fór fram í
rússneskum réttarsal, en það hefur verið talið að Irima hafi
haft um þrjú hundruð milljónir bandaríkjadala, um þrjátíu og
fimm milljarða króna, upp úr krafsinu auk húseigna í Bretlandi
og Moskvu, snekkju og flugvélar.
KARL PRins oG díAnA PRinsessA
giftust 1981 fjórum árum eftir að þau kynntust er Karl var í
tygjum við eldri systur díönu og skildu árið 1996. Þá var ljóst
að ævintýrahjónabandið stóð ekki undir nafni. díana fékk
sautján milljónir sterlingspunda, 3,2 milljarða íslenskra króna
ásamt því sem henni var gert að lofa að viðra aldrei opinber-
lega hvað gengið hafði á í hjónabandi hennar og prinsins.
PAuL MCCARtney oG HeAtHeR MiLLs
gengu í það heilaga þremur árum eftir að þau kynntust og
skildu 2006 í skugga gagnkvæmra ásakana um allt milli
himins og jarðar. Leiddar voru líkur að því að í uppsiglingu
væri einn dýrasti skilnaður sögunnar, en þegar upp var staðið
fékk Heather 24,3 milljónir sterlingspunda, tæpa 4,7 milljarða
íslenskra króna, sem var brot af þeirri upphæð sem hún hafði
upphaflega krafist, 125 milljóna punda, eða tæplega tuttugu
og fjögurra milljarða króna.
Guy Ritchie og Madonna
Skilnaður þeirra getur orðið
sá dýrasti í sögu Bretlands.
Milljarðaskilnaður