Lögmannablaðið - 01.12.2004, Page 28

Lögmannablaðið - 01.12.2004, Page 28
28 4 / 2 0 0 4 vakti að sex dómarar sitja í hverjum dómi og ræður atkvæði formanns ef atkvæði falla jöfn. Þá vakti það nokkra athygli að þriðjungur hæstarétt- ardómara eru konur. Að lokinni fræðandi göngu um sali Hæstaréttar var haldið til skrifstofu lögmannafélags Róm- verja. Þar eru haldin námskeið og nefndir félags- ins hafa þar starfsaðstöðu. Þar er einnig sérútbúið herbergi þar sem lögmenn geta hlýtt á uppkvaðn- ingu dóma í beinni útsendingu. Mun það vera notað í miklum mæli. Þá eru á bókasafni þeirra um 3.000 bækur, sú elsta frá 1850. Á þessari skrifstofu lukum við góðu dagsverki með fínum veitingum kollega okkar. Greinarhöf- undur getur ekki borið þessa ferð við aðrar náms- ferðir LMFÍ á erlenda grundu en telur engu að síður að gestgjafar okkar hafi staðið sig vel og gert góða ferð betri. Það var mikil gleði á rómverska veitingastaðnum þar sem hópurinn borðaði á fimmtudagskvöldinu. Hér sjást þau Arnfríður Einarsdóttir, Vala Valtýsdóttir og Benedikt Ólafsson. Það fór vel á með rómverskum og íslenskum lög- mönnum. Á myndinni eru Marco Valerio Santonoc- ito, Börkur Hrafnsson, Bragi Björnsson og Sturla Friðriksson.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.