Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 11

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 11
11L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Ritstjórn Lögmannablaðsinsóskaði eftir því að ég ritaði grein um samskipti lögmanna með hliðsjón af siðareglum LMFÍ. Það fylgdi með að ég hefði frjáls efnis- tök, mátti skrifa grein í predikunar- stíl, segja gamansögur af sam- skiptum við lögmenn, nöldra eða hvað sem væri. Niðurstaðan var að skrifa geðvonskulega nöldurgrein. Ekki að ég hafi mikið undan sam- skiptum við aðra lögmenn að kvarta, veit heldur ekki svo sem hvort margir hafi undan mér að kvarta. En það er mein- hollt fyrir geðheilsuna að nöldra. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 setur Lögmannafélagið siðareglur fyrir lögmenn. Það hefur félagið reyndar gert og voru þær upphaflega samþykktar 24. júní 1960. Siða- reglurnar eru auðvitað nefndar upp á latnesku, eða Codex Ethicus fyrir Lögmannafélag Íslands.1 Það má kannski byrja á að spyrja sig hvort nauðsyn- legt sé að vera með skriflegar siðareglur. Siðaregl- urnar eru í raun oft á tíðum ekkert annað en listi yfir venjulega mannasiði og þeir sem ekki kunna þá læra þá ekkert frekar þótt það séu skriflegar siðareglur. Ávinningurinn af því að vera með skriflegar siðareglur getur þó verið margvíslegur. Ef starfsstétt er með skráðar siðareglur er hægara en ella að brýna fyrir fólki hverjar skyldur þess eru og þær verða hvatning til fólks um að vanda verk sín. Jafnframt geta skráðar siðareglur orðið til þess að losa fólk við langa umhugsun í hvert sinn sem upp koma siðferðileg álitaefni. Það er traustvekjandi til þess að vita að þegar maður kemst í siðferðilega angist yfir einhverju vandamáli, þá sé hægt að teygja sig í Codexinn og fletta því upp hvað maður á að gera. Þá geta skráðar siðareglur aukið samheldni innan starfsstéttar og þær geta gegnt mikil- vægu hlutverki við úrskurð deilumála. Það felst hins vegar ákveðin þversögn í því að skrá siðareglur. Með skrán- ingu siðareglna er búið að fastsetja regluna þegar siðareglur eiga í raun að vera í sífelldri skoðun og þróun. Góðar siðareglur eru alls ekki trygg- ing fyrir góðu siðferði. Þá geta skráðar siðareglur beint athygli fólks frá stefnumótun og sjálfskiln- ingi starfsstéttarinnar og að ágreiningsefnum einstaklinga. Skráðar siðareglur leggja gjarnan áherslu á að fyrirbyggja alvarleg deilumál milli einstaklinga eða réttlætisbrot eins gagnvart öðrum. Þetta getur leitt til þess að hin siðferðilegu stefnumál, sem stéttin hugsanlega þarf að taka afstöðu til sem heild, hverfi í skuggann.2 Um samskipti lögmanna innbyrðis er fjallað í IV. kafla siðareglna LMFÍ. Svo er auðvitað hægt að vera fínn og lesa á útlensku um siðareglur CCBE.3 Við eigum að hafa hliðsjón af þeim í sam- skiptum okkar við lögmenn í aðildarlöndum EES samningsins. Það er talin sérstök ástæða til þess að taka það fram í siðareglum LMFÍ, að lögmenn skuli hafa góða samvinnu sín á milli og sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu og að þeir skuli sýna hver öðrum tillitssemi sem er sam- rýmanleg hagsmunum skjólstæðings, sbr. 25. gr. siðareglnanna. Hvað felst í því að sýna virðingu í framkomu? Eiga lögmenn að heilsast með Samskipti lögmanna Þórunn Guðmundsdóttir hrl. 1 Það er augljóst að höfundar upphaflegu siðareglnanna hafa notið klassískrar menntunar, enda var það fyrir daga stúdents- prófa frá verkmenntaskólum, svo sem Jakob R. Möller hrl. orðar það, en greinarhöfundur er með stúdentspróf frá slíkum skóla. 2 Um kosti og galla þess að skrá siðreglur starfsstétta, sjá nánar bls. 32-45 í bók Sigurðar Kristinssonar: Siðareglur. Greining á siðareglum ásamt skráðum siðareglum starfsgreina á Íslandi. Reykjavík, 1991. 3 Conseil des Barreaux de la Communauté Européenne, Ráð lögmannafélaganna í Evrópusambandinu.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.