Lögmannablaðið - 01.06.2004, Page 18

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Page 18
18 Aðalfundur LögmannafélagsÍslands 2004 var haldinn föstudaginn 26. mars s.l. Á dag- skrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt sam- þykktum félagsins. Fundarstjóri á aðalfundinum var Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. og fund- arritari Guðmundur Ingvi Sig- urðsson hdl. Skýrsla stjórnar og árs- reikningur. Gunnar Jónsson formaður hóf ræðu sína á að biðja fundargesti um að rísa úr sætum og votta þeim Árna Guðjónssyni hrl. og Þorbirni Árnasyni hdl. virðingu sína en þeir féllu frá á liðnu ári. Formaður flutti síðan skýrslu stjórnar og vísaði m.a. í prentaða ársskýrslu sem send var félagsmönnum fyrir fund- inn. Lýsti hann sérstakri ánægju með rekstur félagsins sem skilaði hagnaði annað árið í röð. Gunnar gerði því næst stuttlega grein fyrir vinnu félagsins varðandi „Access to Justice“ sem Jóhannes Karl Sveinsson hrl. kynnti síðar á fund- inum. Þá vék Gunnar að þeim hugmyndum sem komið hefðu fram á síðasta ári í tengslum við skylduendurmenntun lögmanna en sérstök nefnd var skipuð til að vinna að tillögum um hana. Þá minntist formaðurinn á nýstofnað Félag kvenna í lögmennsku og fagnaði væntanlegri innkomu þess í félagsdeild LMFÍ. Gunnar fór því næst nokkrum orðum um frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögmenn, sem nú lægi fyrir Alþingi. Gerði hann grein fyrir inntaki umsagnar laganefndar félagsins, kynningu þess fyrir dómsmálaráðherra og allsherj- arnefnd Alþingis. Loks vék formaður að nýföllnum úrskurði samkeppnisráðs, þar sem LMFÍ var talið hafa gerst brotlegt við samkeppnislög fyrir gerð kostnaðargrunns og sektað um 3,5 milljónir króna. Gerði formaður grein fyrir helstu málavöxtum og tilefni kostnað- argrunnsins. Hann lýsti jafnframt undrun sinni og vonbrigðum með úrskurðinn og fjallaði í stuttu máli um þá möguleika sem væru í stöðunni. Jóhannes Karl Sveinsson hrl. tók næstur til máls og kynnti nið- urstöðu vinnu stjórnar í tengslum við “Access to Justice” innan stjórnsýslunnar, þ.e.a.s. hvort ágreiningsmálum sem varða stjórnsýslu hins opinbera og því álitaefni hvort lögfræðikostnaður málsaðila – og ómöguleiki á því að fá hann bættan – takmarkaði aðgang að ,,réttlæti” og væri því í andstöðu við hugmyndir um raunverulegt jafnræði aðila við málsmeðferð. Fór Jóhannes yfir helstu reglur sem gilda um gjafsókn fyrir dómstólum sem hann taldi skila hlutverki sínu. Vandamálið væri sá kostnaður sem skapaðist við það þegar einstaklingar þyrftu að gæta hags- muna sinna gagnvart hinum ýmsu stjórnsýslu- nefndum ríkisins. Erfitt væri fyrir borgarann að sleppa skaðlaus frá málarekstri innan stjórn- sýslunnar í flókum málum þar sem sérfræðiað- stoðar væri þörf. Taldi Jóhannes að nokkrar leiðir væru færar til að bæta úr þessu. Í fyrsta lagi kæmi til greina að veita viðkomandi úrskurðaraðila úrskurðarvald um kostnað með tilheyrandi breyt- ingum á einstökum lögum. Í öðru lagi mætti hugsa sér að stofnuð yrði einhvers konar ,,miðlæg” með- ferð á kostnaðarmálum, þar sem lagðir væru fram reikningar til ákvörðunar, og í þriðja lagi kæmi til greina að bæta inn almennu ákvæði í stjórnsýslulög sem heimilaði að ákvarða kærendum kostnað af því að halda uppi kærum sem ná fram að ganga. Taldi Jóhannes þriðju leiðina heppilegasta en það yrði hlutverk næstu stjórnar að kynna og setja fram nán- ari hugmyndir. 2 / 2 0 0 4 AÐALFUNDUR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS Gunnar Jónsson hrl., formaður LMFÍ.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.