Lögmannablaðið - 01.06.2004, Side 20

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Side 20
vísaði því næst til nýlegrar greinar sinnar í Lögmanna- blaðinu þar sem hún vakti athygli á útreið dómnefndar á þeim lögmönnum sem sóttu um stöðu hér- aðsdómara. Taldi Dögg þar vegið að virðingu lögmanns- starfsins og skoraði hún á fulltrúa lög- manna í dómnefnd- inni að útskýra sjón- armið nefndarinnar. Taldi Dögg ekkert gegnsæi og samræmi í reglum nefndar- innar og væri ástæða fyrir nýja stjórn að setja á fót nefnd til að kanna þessi störf dómnefndar. Næst tók til máls Gestur Jónsson hrl. og vék hann að þeirri umræðu sem áður hafði farið fram á fundinum í tengslum við úrskurð samkeppnisráðs. Benti Gestur á að málið varðaði svo mikla grundvallarhagsmuni að athuga þyrfti mjög alvarlega hvort láta ætti túlkanir úrskurðarins standa. Taldi Gestur þá vinnu, sem fór fram af hálfu félagsins, hafa verið málefnalega þótt hægt væri að túlka á annan hátt. Því næst tók Lára V. Júlíusdóttir hrl. til máls og svaraði ræðu Daggar. Gerði hún stuttlega grein fyrir þeim verklags- reglum sem lægju fyrir nefndinni og benti á að hún hefði, sem nefndarmaður, starfað eftir bestu sam- visku. Hún væri þó sammála Dögg um að skýrari reglur ættu að liggja fyrir og fagnaði umræðu um þetta mál. Magnús Haukur Magnússon hrl. tók undir ræðu Gests Jónssonar og sagði að lögmenn ættu ekki að vera hræddir við sannleikann. Lýsti Magnús sig mjög ósáttan við nálgun samkeppnisyf- irvalda á sektarfjárhæðinni. Næstur tók til máls Heimir Örn Herbertsson hdl. og ræddi um hug- myndir um skylduendurmenntun lögmanna sem hann sagðist alfarið vera á móti, m.a. vegna þess að slíkar reglur veittu falskt öryggi. Vildi hann frekar sjá einkarétt lögmanna afnuminn. Að loknum umræðum tók Gunnar Jónsson formaður til máls og upplýsti að stjórn félagsins myndi taka vel ígrund- aða ákvörðun um framhald úrskurðar samkeppnis- ráðs. Aðalfundur félagsdeildar Lögmanna- félags Íslands. Í framhaldi af aðalfundi Lögmannafélagsins var haldinn aðalfundur félagsdeildar LMFÍ, samkvæmt auglýstri dagskrá. Á dagskrá fundarins voru venju- leg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félags- ins, auk tillögu um breytingu á 3. gr. reglna um félagsdeild LMFÍ, sem gerði aðild sérgreinafélaga og hagsmunafélaga að félagsdeildinni mögulega. Var sú tillaga samþykkt samhljóða. Vala Valtýs- dóttir hdl. kvaddi sér hljóðs og óskaði skýringa á stöðu Námssjóðs innan félagsins vegna rekstrar og eigna. Framkvæmdastjóri skýrði út að Námssjóður- inn væri sér rekstrareining en félli þó undir starf- semi félagsdeildar. Afskriftir fastafjármuna bóka- safnsins kæmu þó fram í rekstri skyldubundna hlut- ans, þar sem ákveðið hefði verið að sá hluti legði bókasafninu til aðstöðu og búnað. Fundarstjóri frestaði því næst fundi vegna fyrirliggjandi beiði Félags kvenna í lögmennsku um inngöngu í félags- deild og yrði boðað til framhaldsfundar síðar. 20 2 / 2 0 0 4 F.v. Lára V. Júlíusdóttir hrl., Gunnar Viðar hdl., Inga Björg Hjaltadóttir hdl. og Margrét Gunnlaugsdóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.