Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 21
21L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Nú stendur yfir undirbúningurfyrir námsferð LMFÍ sem farin verður í haust. Stefnt er að því að halda til Rómar og dvelja þar dag- ana 6.-10. október. Ferðin er kynnt annars staðar í blaðinu en félags- menn hafa nú þegar fengið senda auglýsingu með tölvupósti. Skrán- ing hefur farið mjög vel af stað en þar sem takmarkaður sætafjöldi er í boði borgar sig að bóka sæti sem fyrst! Góð aðsókn á námskeið vorannar: 35% lögmanna á námskeiðum! Nú er nýlokið námskeiðum vorannar og ekki er annað hægt að segja en að vel hafi gengið. Alls sóttu 230 lögmenn námskeiðin ellefu sem haldin voru. Það er eins og 35% lögmanna hafi sótt námskeið á vorönn en auðvitað er stór hópur búinn að fara á tvö til þrjú námskeið. Góða aðsókn má fyrst og fremst þakka að LMFÍ hélt skaðabótaforritsnámskeið ásamt Samtökum íslenskra tryggingafélaga, SÍT, og tölvufyrir- tækinu Vigor sem hannaði forritið. Um 60 lög- menn sóttu það námskeið en svipaður fjöldi sótti námskeið um galla í fasteignakaupum sem Viðar Már Matthíasson prófessor við HÍ kenndi. Önnur námskeið vorannar voru enskunámskeið, grillnámskeið, námskeið um nýmæli í barna- lögum og barnaverndarlögum (einnig haldið á Akureyri), námskeið í skipulags- og bygginga- löggjöfinni, verksamningum og sérkenni þeirra auk námskeiðs um störf verjenda og réttargæsl- umanna. Tvö námskeið voru felld niður vegna lítillar þátttöku en það voru námskeiðin lög- menn og fjölmiðlar og samspil atvinnu- og einkalífs. Þau verða vonandi aftur auglýst í haust með von um meiri þátttöku. LMFÍ hefur samið við Tölvunám.is um sérstakan afslátt fyrir félagið á námskeiðum þess. Námskeiðin eru á netinu og eru bráðsniðug. Nemendur kaupa aðgang að kennsluforritum á netinu í eitt ár og geta á þeim tíma sótt þá þekkingu sem þeir vilja. Boðið er upp á námskeið í word, excel, powerpoint og outlook. Heimasíða LMFÍ Þeir lögmenn sem hafa hug á að sækja námskeið erlendis geta nálg- ast upplýsingar um þau á heimasíðu LMFÍ, undir liðnum „Athyglisverðar heima- síður“. Félaginu berast fjöldi auglýsinga um námskeið og ráðstefnur fyrir lögfræðinga um heim allan sem eru settar á heimasíðuna jafn- harðan. Heimsóknum á LÖGMANNALISTANN fer sífellt fjölgandi en í mars sl. var nýtt met slegið þegar þær urðu 6235. Meiri hluti þessara heim- sókna eru frá þeim sem eru að leita sér að lög- manni og þeir lögmenn sem eru ekki skráðir með málaflokka á heimasíðunni ættu að gera það sem fyrst. Nýlega var listinn þýddur yfir á fimm ný tungumál en áður var hann á ensku og dönsku auk íslensku. Nýju tungumálin eru þýska, spænska, pólska, tælenska og serbneska. Hluti af heimasíðu félagsins er læstur almenningi en lögmenn eiga að hafa notenda- nafn og lykilorð til að komast inn á hana. Lykil- orðin hafa þótt flókin en nú geta lögmenn haft samband við undirritaða til að breyta um lykil- orð. Hlaup – golf – fótbolti Félagsmálin eru í góðum gír, búið er að skipuleggja golfmót sumarsins, árin sem fót- boltamót hafa verið haldin hjá félaginu eru orðin 10 og nú er stefnt að nýjung með haustinu, að halda skemmtiskokk LMFÍ. Sá hópur sem stundar hlaup fer sífellt stækkandi en stefnt er að því að allir félagar og fjölskyldur þeirra geti tekið þátt í þessum atburði. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.