Lögmannablaðið - 01.06.2004, Page 28

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Page 28
28 una sem nam rúmum 2000 gyllinum þar sem arð- greiðslan var frá erlendu félagi en ekki innlendu. Samkvæmt forúrskurði Evrópudómstólsins braut slík niðurstaða ákvæði samningsins um frjálst flæði fjármagns milli aðildarríkja. Norska málinu hefur verið áfrýjað til næsta dómstigs en fyrir liggur sambærilegt mál hjá Frosting Lagmannsrett þar sem aðalmeðferð er á dagskrá nú í vor. Það liggur fyrir að norsk stjórn- völd munu óska eftir ráðgefandi áliti EFTA dóm- stólsins um hvort umrædd skattaákvæði teljist brot á EES-samningnum. Því máli sem ég hef reifað hér að framan verður því frestað þar til það álit liggur fyrir. II Getur norski dómurinn haft áhrif á íslenskan rétt? Þar sem Ísland er aðili að EES-samningnum, eins og Noregur, gæti niðurstaða ráðgefandi álits í samræmi við niðurstöðu norska dómsins haft óbein áhrif hér á landi. Ætla má að slík niðurstaða yrði til þess að skattaðilar stefndu málum inn til að fá sömu eða samskonar niðurstöðu. Einnig mætti hugsa sér að íslensk stjórnvöld teldu sér rétt að leggja til breytingar á skattalögum í þá átt að eyða umræddri mismunun eftir búsetu. Í 1. gr. laga nr. 21/1994 um öflun álits EFTA dómstólsins er að finna heimild fyrir íslenska dómstóla til að óska ráðgefandi álits. Bæði hér- aðsdómur og Hæstiréttur geta óskað eftir ráðgef- andi áliti hvort sem er að kröfu aðila máls eða dómari telur þess þörf án kröfu. III Er mismunur á skattalegri meðferð arðs eftir búsetu brot á EES- samn- ingnum ? Hver er mismunur á skattalegri meðferð á greiðslu arðs til félaga skráðra hér á landi og félaga með heimilisfesti utan Íslands? Móttekinn arður er frádráttarbær hér á landi þannig að ekki er um skattlagningu að ræða þó að vísu sé 10% afdráttarskattur af greiddum arði sem er endur- kræfur í álagningu. Hins vegar er meginreglan sú að afdráttarskattur af arði greiddum erlendum félögum er 15%, sbr. 2. tölul. 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt of eignarskatt, sbr. A-liður 2. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þess má þó geta að ef tvísköttunarsamn- ingur er fyrir hendi þá getur afdráttarskatturinn verið frá 0 og upp í 15%. Vegna þessa má álykta að þessi meðferð brjóti í bága við ákvæði EES- samningsins um frjálst flæði fjármagns milli aðildarríkja, sbr. 40. gr. samningsins. IV Hefur tekjuskattslögum verið breytt til að fullnægja samningsskuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins? Á sínum tíma voru sett inn í tekjuskattslög ákvæði um skattaafslátt til handa einstaklingum sem fjárfestu í hlutabréfum í íslenskum félögum, sbr. 1. tölul. B-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003. Í byrjun árs 2000 var lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á ýmsum ákvæðum tekjuskattslaga. Í meðförum þingsins, þ.e. með nefndaráliti meiri- hluta efnahags- og viðskiptanefndar var lagt til að hlutafélög þurfi ekki að vera skráð á Verðbréfa- þingi Íslands heldur í kauphöll á evrópska efna- hagssvæðinu til að uppfylla skilyrði um skattaaf- slátt. Skýring þessa var sú að breytingin væri nauðsynleg til að fullnægja samnings-skuldbind- ingum Íslands á grundvelli EES-samningsins. Ekki eru frekari skýringar á því hvaða samnings- skuldbindingar er átt við en gera má ráð fyrir að þingmenn hafi haft í huga ákvæði samningsins um frjálst flæði fjármagns milli aðildarlanda. Því er skemmst frá að segja að umrædd breyt- ingartillaga frá meirihluta efnahags- og viðskipta- nefndar var samþykkt. V Lokaorð Að lokum skal tekið fram að norska fjármála- ráðuneytið afhenti norska þinginu skýrslu þann 26. mars sl. þar sem lagt er til að félög verði und- anþegin skatti af arði og söluhagnaði hlutafjár. Í skýrslunni er lagt til að meðhöndlun fjárfest- inga verði eins að því er varðar fjárfestingu norskra borgara innan EES og annarra borgara EES landanna. Því muni undanþágan vegna arðs og söluhagnaðar eiga við óháð því hvort um er að ræða hlutafjáreign í norsku félagi eða öðru félagi innan EES. Til samræmis er lagt til að afdráttar- skattur af arði verði lagður niður þegar félög innan EES eiga í hlut. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið er ljóst að kanna verður sérstaklega við rekstur mála er varða skattlagningu milli landa innan EES hvort geti verið um brot á samningnum að ræða, sér í lagi er varðar ákvæði hans um frjálsa fjár- magnsflutninga. 2 / 2 0 0 4

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.