Lögmannablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 24
24 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/15 Á LÉTTUM NÓTUM Prúðmannlegt jólasnapsmót í anda séra Friðriks FÖSTUDAGINN 19. DESEMBER 2014 mættu vaskir lögmenn í Fram- heimilið í Safamýri til að keppa á árlegu jólasnapsmóti LMFÍ í innan- húsknattspyrnu. Að þessu sinni kepptu fjögur lið lögmanna en fyrsta skal telja handhafa Jólasnapsbikarsins og ríkjandi meistara í utanhúsknappspyrnu, lið Opus lögmanna. Þá voru lið frá LOGOS og Cato auk KF Þrumunnar sem hafa manna lengst haldið út fótboltaiðkun innan félagsins. Lið Opus lögmanna þótti sigur- stranglegt enda ríkjandi meistarar bæði innanhúss sem utan. Liðið var auk þess mannað miklum fjölda lögmanna með Erlend Þór Gunnarsson í fararbroddi. Hið sigursæla lið LOGOS var skipað blöndu af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Cato lögmenn þóttu heldur ekki árennilegir enda liðið skipað mörgum ungum og efnilegum leikmönnum. Restina rak svo lið Þrumunnar en menn höfðu á orði að mittismál leikmanna hennar hefði aukist töluvert og ljóst var að meðalaldur var að nálgast sex tugi. Dómarar mótsins fylgdu því eftir að leikmenn færu að settum reglum og var eftir því tekið hversu leikmenn léku prúðmannlega. Þá var háttvísi leikmanna slík að halda mátti að andi séra Friðriks hafi verið mættur í Framheimilið. Lið LOGOS og Cato lögmanna byrjuðu vel meðan lið ríkjandi meistara Opus lögmanna og lið KF Þrumunnar hikstuðu í byrjun. Leiknar voru tvær umferðir og að lokinni fyrri umferð var ljóst að lið Cato lögmanna ætlaði að selja sig dýrt. Og það gekk eftir. Liðið herti tökin og rúllaði að lokum upp mótinu með sannfærandi hætti. Lið LOGOS gaf eftir á lokametrunum og hleypti fram úr sér síungu liði KF Þrumunnar. Óvænt rak lið Opus lögmanna lestina. Jólasnapsmeistarar urðu Cato lögmenn. Efr i röð f. v. : Jóhannes Árnason, Andri Óttarsson, Hallmundur Albertsson og Arnar I ngi Ingvarsson. Neðri röð f.v.: Ívar Þór Jóhannsson, Eyvindur Sólnes og Sverrir B. Pá lmason.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.