Fréttablaðið - 17.11.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.11.2014, Blaðsíða 1
STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist finna fyrir vaxandi stuðn- ingi við þær áherslur sem flokk- urinn beitir sér fyrir. „Það virð- ist vera ánægja með útfærslur skuldaaðgerðanna, sem er aug- ljóslega eitt af stærri málum ríkis- stjórnarinnar,“ segir Bjarni. Þá séu menn einnig að verða vitni að ánægjulegri þróun annars staðar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 32,9 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í könnun blaðsins sem gerð var 21. og 22. október var flokkurinn með 30,3 prósenta fylgi og 30,7 prósent í byrjun september. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 12,8 prósent en var með 8,7 pró- sent í könnuninni í október. Niður- stöðurnar sýna engu að síður að Framsóknarflokkurinn myndi tapa tíu mönnum frá síðustu þingkosn- ingum, fá níu menn í stað nítján. Sjálfstæðisflokkurinn myndi aftur á móti bæta við sig þremur. Samfylkingin tapar fylgi, fer úr 23,1 prósenti í 19,2 prósent. Árni Páll Árnason, formaður flokks- ins, segir að niðurstöður skulda- leiðréttingarinnar muni örugg- lega hafa einhver áhrif til skamms tíma á fylgi flokkanna. Árni Páll er þó afar gagn rýninn á stjórnarflokkana. „Það sem mestu skiptir er auðvitað heildar- myndin sem við blasir, að auka ójöfnuð og flytja skattbyrðina yfir á venjulegt fólk,“ segir hann. Um það muni samfylkingarmenn tala á næstu vikum. Hann gagnrýnir ríkisstjórnina sérstaklega fyrir hækkun á matarskatti og „aðför- ina að framhaldsskólunum“ eins og hann kallar það. Píratar mælast með 9,2 prósenta fylgi og fengju sex þingmenn. Flokkurinn hefur mælst með 9 til 10 prósent í síðustu þremur könn- unum Fréttablaðsins. Flest bend- ir því til þess að flokkurinn fengi sex þingmenn kjörna ef kosið yrði í dag. „Ég lít svo á að tíu prósent sé raunfylgið okkar eins og er,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata. Hann segist þó taka skoðanakönnunum með fyrirvara. - jhh / sjá síðu 6 Stjórnarflokkarnir bæta báðir við sig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bæta við sig fylgi á milli kannana. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ánægju með leiðréttingu. FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Mánudagur 12 S wanson Health International býður upp á mikið úrval af vítamínum og bætiefnum auk þess sem jurtalína þeirra er í algerum sér-flokki hvað varðar verð og gæði að sögn Ólafs Stef-ánssonar, framkvæmdastjóra hjá Góðri heilsu, sem er umboðsaðili þeirra hér á landi. „Við hjá Góðri heilsu höfum á undanförnum árum boðið upp á allar helstu vörur frá Swanson og aukum úrvalið í hverjum mánuði. Nýjustu vörurnar eru Hair, Skin & Nails og MSM-duft sem báðar hafa reynst viðskipta-vinum okkar mjög vel.“Swans H um gæði og styrk innihaldsefna. Gæði eru algert forgangsatriði hjá stjórnendum fyrirtækisins. Ásamt því leggur Lee Swanson jr. mikla áherslu á nýjar vörur en árlega eru fleiri hundruð nýjar vörur settar á markað hjá Swanson og seldar úti um allan heim.“ Hair, Skin & Nails styrkir hár og neglur auk þess að hjálpa til við endurnýjun á frumum húðarinnar Það inniheldur meðal annar MSkló lfti GÆÐIN Í FYRIRRÚMIGÓÐ HEILSA KYNNIR Swanson Health International framleiðir bætiefni í hæsta gæðaflokki. Nýjar vörur bætast reglulega við úrvalið hérlendis. FRÁBÆRT ÚRVAL„Óháðir aðilar kanna gæði bætiefna í Banda-ríkjunum reglulega og hefur Swanson ávallt staðist ströngustu kröfur um gæði og styrk innihaldsefna,“ segir Ólafur Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Góðri heilsu.MYND/GVA NÝTT JAFNRÉTTISMERKISæþór Örn Ásmundsson er höfundur verðlauna tillögu að jafnréttismerki fyrir vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana. Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð stóð fyrir hönnunarsamkeppninni. FASTEIGNIR.IS 17. NÓVEMBER 2014 46. TBL. Miklaborg, fasteignasala kynnir: Sérlega fallegt og vel viðhaldið 224 fm einbýlishús á einni hæð á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Húsið var byggt árið 1997. Komið er inn í anddyri með góðum skápum en þaðan gengið inn í hol. Eldhúsið er með vandaðri innréttingu úr kirsu- berjaviði á móti sprautulökkuðum hurðum. Tengi er fyrir uppþvotta- vél og flísar á milli efri og neðri k Hús á vinsælum stað Rúnar Óskarsson MBA viðskiptafr. / sölufulltrúi Sími 895 0033 * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Landmark leiðir þig heim! Sími 512 4900 landmark.is Benedikt Ólafsson sölufulltrúi Sími 661 7788 Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir skjalagerð Helluvað 1-5. Rvk - Glæsileg 4ra herb. Rituhólar 15. Rvk Einbýli með stórbrotnu útsýni Til sýnis glæsileg 4ra herb. íbúð að Helluvaði 1-5 í Reykjavík Íbúð merkt 03-02. í nýlegu húsi. Þrjú herb., fallegt eldhús og baðher- bergi, þvottarhús innan íbúðar. Góð sameign og glæsilegt útsýni. Verð 33,8 milj. Allar frekari upplýsingar veitir Heiðar í s: 693-3356 eða á heidar@valholl.is Í einkasölu 326,9 fm einbýlishús með frábæru útsýni í Efra- Br iðh lti R k OPIÐ OPIÐ HÚS Opið hús að Rituhólum 15 þriðjud 18.nóvember frá kl. 17:30 til 18:00. Opið hús að Helluvaði 1-5 í dag 17. nóv. frá kl. 17:30 til 18:00. 2 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Fólk Sími: 512 5000 17. nóvember 2014 270. tölublað 14. árgangur Það virðist vera ánægja með útfærslur skuldaaðgerðanna, sem er augljóslega eitt af stærri málum ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Flux flúormunnskol Heilbrigðar tennur ht.is in venjuleg upplifunEng ð kynnum Vi hilips Ambilight P 000 sjónvörpin9 með Android 12 ,5 % 12 ,8 % 19 ,2 % 9, 7% 9, 2% 32 ,9 % FYLGI FLOKKANNA Bolungarvík 3° SSV 4 Akureyri 3° SV 4 Egilsstaðir 5° SV 2 Kirkjubæjarkl. 6° A 3 Reykjavík 6° SA 7 Bjart norðan til Búast má við strekkingi á Snæfellsnesi og allra syðst, annars 3-8 m/s. Skýjað S- og V-til en léttir til norðanlands. 4 TÍMAMÓT Áttræð Ragna Guðvarðar- dóttir yrkir ljóð undir dróttkveðnum bragarhætti. 14 SKOÐUN Guðmundur Andri segir forsætisráðherra hafa grafið undan virðingu Alþingis. 13 Systur eiga fyrirbura Alþjóðlegur dagur fyrirbura er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi í dag. 2 Fáar lendingar á neyðarbraut Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/ SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. 4 Fleiri þolendur leiti hjálpar For- svarsmenn borgarinnar vilja samstarf við önnur sveitarfélög um átak gegn heimilisofbeldi. 8 Ekkert svigrúm til eftirlits Ríkis- saksóknari segir embættið eiga erfitt með að sinna samræmingar- og eftir- litshlutverki. 10 LÍFIÐ Einn nímenninganna hefur gefið út ljóðabókina Lengist í taumnum. 19 FÓTBOLTI Íslenska fótboltalands- liðið tapaði 1-2 á móti Tékkum í Plzen í gær í toppslag A-riðils í undankeppni EM 2016. Þetta voru fyrstu stigin sem íslenska liðið tapar í keppninni og fyrstu mörk- in sem liðið fær á sig. Tékkar eru því áfram með fullt hús og hafa nú þriggja stiga forskot á íslenska liðið sem er þremur stigum á undan Hollandi. Tvö efstu liðin komast beint á EM en liðið í þriðja sæti fer í umspil. Ísland endar því árið í öðru sæti en næsti leikur liðsins er úti í Kasakstan í mars. Það er nóg eftir af stigum í pottinum því sex leikir fara fram á næsta ári. - óój / sjá síðu 22 Bakslag í toppbaráttunni: Tap í Tékklandi SJÁLFSMARK FELLDI STRÁKANA OKKAR Tékkar unnu 2-1 sigur á Íslandi í Plzen í gær en sigurmarkið var sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem sést hér ganga svekktur af velli ásamt Heimi Hallgrímssyni, öðrum þjálfara íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.