Fréttablaðið - 17.11.2014, Blaðsíða 2
17. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
kynntu þér
málið!w w w . s i d m e n n t . i s
Siðmennt styður trúfrelsi og
aðskilnað ríkis og kirkju
Trúfrelsi
SAMFÉLAG Félag fyrirburaforeldra
á Íslandi tekur í fyrsta sinn þátt í
Alþjóðlegum degi fyrirbura sem
haldinn er í dag. Drífa Baldurs-
dóttir, lýðheilsufræðingur og stofn-
andi félagsins, segir daginn hafa
verið haldinn árlega 17. nóvember
frá 2011 til að vekja athygli á fyrir-
burafæðingum og málefnum sem
tengjast þeim. „Tíðni fyrirbura-
fæðinga erlendis er víða mjög há
og þörf er á fræðslu og umræðu um
þessi mál. Á Íslandi fæðast 6,5 pró-
sent barna fyrir 37. viku meðgöngu.
Þjónustan hér er góð og lífslíkur
barnanna eru góðar.“
Að geta fylgst með börnum sem
hafa dafnað vel hjálpar mörgum
nýbökuðum foreldrum fyrirbura, að
sögn Drífu sem stofnaði Félag fyrir-
buraforeldra árið 2008. Þremur
árum áður höfðu hún og systir
hennar fætt börn fyrir tímann sömu
nóttina í febrúarmánuði. „Það kom
í ljós þegar ég var komin tæpar 24
vikur á leið að stelpan mín myndi
koma fyrir tímann. Viku seinna var
ég lögð inn á spítala og barnið fædd-
ist eftir 29 vikna meðgöngu. Meðan
ég lá inni þennan mánuð fann ég
fyrir þörf fyrir fræðslu og stuðn-
ing þótt starfsmenn spítalans hafi
staðið sig vel í þeim efnum. Ég var
auðvitað áhyggjufull. Systir mín
hafði verið með kvilla á meðgöngu
og var í eftirliti en var svo flutt í
skyndi upp á spítala þessa sömu nótt
og ég fæddi stelpuna mína. Fjórum
klukkustundum síðar var dreng-
urinn hennar tekinn með keisara-
skurði. Systir mín var þá gengin
33 vikur. Þar sem ég var búin að
liggja inni í mánuð var ég nokkuð
vel undir búin þótt ég þyrfti meiri
fræðslu en ég fann hvað hana vant-
aði mikinn stuðning.“
Þessi reynsla systranna átti sinn
þátt í að Drífa ákvað að stofna félag
fyrir fyrirburaforeldra. Spurð hvað
brennur helst á foreldrunum segir
hún það vera áhyggjur og óvissu í
upphafi. „Foreldrarnir fara ekki
heim með barnið strax eftir fæð-
inguna eins og aðrir foreldrar. Þeir
hafa áhyggjur af heilsu barnsins
síns og óttast að fá símtal um nótt
með slæmum tíðindum. Þeir reyna
að vera sterkir á meðan á þessu
stendur en ná ekki alltaf að vinna
úr öllum tilfinningunum. Áfallið
kemur oft eftir á, jafnvel mörgum
árum seinna. Þá er gott að geta lesið
um reynslusögur annarra á heima-
síðu félagsins og verið í samskiptum
við aðra foreldra.“
Drífa, sem er þriggja barna móðir,
segir yfir 300 foreldra í Facebook-
hópi Félags fyrirbura foreldra. „Við
erum ekki mikið að hittast en skipt-
umst á ráðum og deilum reynslu
okkar í Facebook-hópnum.“
Margar frægar byggingar
erlendis hafa verið lýstar upp í fjólu-
bláum lit í tilefni alþjóðadagsins. Í
Reykjavík verður Höfði lýstur með
fjólubláum lit í dag. ibs@frettabladid.is
Systrabörn fædd fyrir
tímann sömu nótt
Alþjóðlegur dagur fyrirbura er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi í dag. Þörf á fræðslu
og umræðu, segir Drífa Baldursdóttir sem stofnaði Félag fyrirburaforeldra. Áfallið
kemur oft mörgum árum eftir fæðingu barnsins. Ráð frá öðrum veita hjálp.
MÆÐGUR Drífa Baldursdóttir ásamt dætrum sínum, Hildi Arneyju og Jóhönnu
Karen. Sömu nótt og Hildur fæddist þann 14. febrúar 2005 fæddi systir Drífu barn
fyrir tímann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KJARAMÁL Tveggja sólarhringa
langt verkfall lækna á kvenna-
og barnasviði og rannsóknasviði
Landspítalans, á heilsugæslu
höfuð borgarsvæðisins og heil-
brigðisstofnunum á landsbyggð-
inni hófst á miðnætti.
„Þessu er skipt í tveggja daga
verkföll og ef við náum ekki að
semja þá hefst verkfall á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
og lyflækningasviði Landspítal-
ans næstkomandi miðvikudag,“
segir Þorbjörn Jónsson, formaður
Læknafélags Íslands (LÍ).
Síðasti samningafundur LÍ og
samninganefndar ríkisins var
haldinn síðasta miðvikudag. Næsti
fundur í deilunni er fyrirhugaður
hjá ríkissáttasemjara á morgun.
„Það hefur ekkert gengið í við-
ræðunum og því er ég ekki bjart-
sýnn á lausn í bráð,“ segir Þor-
björn.
Hann tekur fram að öllum
bráðatilvikum verði sinnt, líkt og í
síðustu verkfallslotu, og að öryggi
sjúklinga verði tryggt.
Sigurveig Pétursdóttir, for maður
samninganefndar lækna, sagði í
kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að
mikil hætta væri á að fjöldi lækna
á Landspítalanum segði upp störf-
um verði ekki samið fyrir áramót.
Skurðlæknar hafa einnig boðað
verkfallsaðgerðir sem eiga að hefj-
ast á morgun og standa yfir í tvo
sólarhringa. - hg / þþ
Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu lækna en fundað verður aftur á morgun:
Verkfall lækna hófst á miðnætti
VERKFALL HAFIÐ Formaður Læknafélags Íslands telur ólíklegt að lausn náist í
bráð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Bragi, er hátíð í bæ?
„Að sjálfsögðu og eftirpartí í heima-
bankanum.“
Fyrirtæki Braga Valdimars Skúlasonar og
annarra Baggalútsmanna var rekið með 4,7
milljóna króna hagnaði í fyrra. Jólavertíðin
skiptir þar miklu en hún gefur um 90 prósent
af tónleikaveltu Baggalúts.
EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur verður
2,7 prósent í ár gangi nýbirt spá
Hagstofu Íslands í Hagtíðindum
eftir. Spáin nær til áranna 2014 til
2018. Á næsta ári gerir Hagstofan
ráð fyrir því að hagvöxtur verði 3,3
prósent og svo 2,5 til 2,9 prósent
2016 til 2018.
Spá Hagstofunnar á þessu ári
og næsta er 0,2 prósentustigum
undir spá sem Seðlabankinn birti í
síðustu viku. Bankinn lækkaði þá,
vegna hægari vaxtar fjárfesting-
ar, spá sína um hagvöxt á þessu ári
úr 3,4 prósentum í 2,9. Hagstofan
segist gera ráð fyrir að fjárfesting
aukist um 14 prósent á þessu ári,
18,7 á því næsta og 14,6 prósent
2016. „Gert er ráð fyrir að stóriðju-
fjárfesting dragist saman árin 2017
og 2018 sem leiðir til þess að fjár-
festing stendur í stað þau ár,“ segir
í umfjöllun Hagstofunnar.
Þá spáir Hagstofan 2,2 prósenta
verðbólgu á þessu ári, 2,7 prósent-
um 2015, 3,0 prósentum 2016, en
fari niður í 2,6 prósent árið 2018.
Tekið er fram í spánni að tölu-
verð óvissa sé um þróun launa og
verðlags á næsta ári vegna kjara-
samninga sem þá losni. Spá Hag-
stofunnar er líka heldur undir spá
Greiningar Íslandsbanka sem birt
var í gær. Þar er spáð 3,0 prósenta
verðbólgu á næsta ári og 3,1 yfir
árið 2016.
Í spá Íslandsbanka eru helstu for-
sendur sagðar að íbúðaverð hækki
um fimm til sjö prósent á hverju ári
út spátímann, laun hækki allhratt á
næstu misserum og að litlar breyt-
ingar verði á gengi krónunnar. - óká
Hagstofan spáir aðeins minni hagvexti en Seðlabankinn og örlítið minni verðbólgu en Íslandsbanki:
Mikil óvissa um þróun launa og verðlags
SPÁÐ Í TÖLURNAR Það er víðar en hjá
Hagstofunni sem rýnt er í hagtölur. Hér
má sjá sérfræðinga Kauphallarinnar spá
í veltu verðbréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Athöfn til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum var
haldin í gær við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Gestir þögðu
í mínútu til minningar um hina látnu auk þess sem Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp. Einnig tók til máls Ása Sigur-
jóna Þorsteinsdóttir, kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir
nokkrum árum.
Sams konar athöfn er haldin víðs vegar um heiminn á þessum degi
að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna. - nej
Ólafur Ragnar flutti ávarp og haldin var mínútu þögn:
Minntust fórnarlamba bílslysa
MÍNÚTU ÞÖGN Landsmenn voru hvattir á athöfninni til að nota þennan dag til að íhuga
þá ábyrgð sem hver og einn ber sem þátttakandi í umferðinni. MYND/ÞORKELL ÞORKELSSON
FÓLK Lögmaður bandaríska
gaman leikarans Bills Cosby
sendi í gær frá sér yfirlýsingu
vegna ásakana
um að leikar-
inn hafi nauðgað
fjölda kvenna.
Í yfirlýsingunni
segir að ásakan-
irnar séu ekki
svaraverðar og með öllu tilhæfu-
lausar. Þær hafi verið ósannar
þegar þær komu fyrst fram fyrir
áratugum og séu það enn í dag.
Einnig er tekið fram að Cosby
ætli ekki að tjá sig um málið
umfram áðurnefnda yfirlýsingu.
- sks
Cosby segir konurnar ljúga:
Þvertekur fyrir
að hafa nauðgað
VERSLUN Meiri vöxtur var í fata-
verslun í október en á fyrri mán-
uðum ársins, eða 13 prósent að
raunvirði. Á fyrstu tíu mánuðum
ársins hefur fataverslun aukist
um 5,2 prósent að raunvirði
miðað við sama tímabil í fyrra.
Þetta kemur fram í nýrri frétt
Rannsóknaseturs verslunarinn-
ar á Bifröst. Vöxtur í sérvöru-
verslun í október mældist
tölu vert umfram vöxt í dagvöru-
verslun og skera farsímar og stór
raftæki sig nokkuð úr í söluaukn-
ingu. Aukning á sölu farsíma nam
38 prósentum og endurspeglar
líklega að sala á nýrri útgáfu
snjallsíma hófst í mánuðinum. - bá
Sérvöruverslun í október:
Aukin fata- og
farsímaverslun
SPURNING DAGSINS