Fréttablaðið - 17.11.2014, Blaðsíða 4
17. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
SAMGÖNGUR Tölur Isavia um lend-
ingar og brottfarir á Reykjavíkur-
flugvelli síðustu ár sýna sáralitla
hlutdeild norðaustur/suðvestur-
brautarinnar stuttu (stundum nefnd
„neyðarbraut“, en heitir í gögnum
Isavia ýmist 06 eða 24 eftir því hvort
farið er um hana í norðaustur eða
suðvestur).
Þegar skoðaðar eru tölur um lend-
ingar á Reykjavíkurflugvelli kemur
í ljós að síðustu sjö ár hafa lending-
ar á 06/24 brautinni að jafnaði verið
0,62 prósent allra lendinga á flug-
vellinum. Þannig voru þær 177 á
móti 24.806 í fyrra og 150 á móti
24.867 árið þar áður. Þá má sjá að
2007 var brautin líka sáralítið notuð,
með 68 lendingar á móti 32.112. Það
árið fór nýtingarhlutfall braut-
arinnar niður í 0,21 prósent.
Ekki kemur fram í gögnunum
hvernig fjöldinn skiptist eftir erind-
um eða eigendum vélanna sem þarna
lenda. „Lendingarnar eru skráðar á
brautir en ekki til dæmis hvort um
sjúkraflug er að ræða,“ segir í svari
Friðþórs Eydal, talsmanns Isavia.
Hann segir hins vegar verið að
leggja lokahönd á vinnu úr ítarlegri
gögnum en áður hafi verið notuð
og að niðurstöður verði birtar von
bráðar, líkt og Björn Óli Hauksson,
forstjóri Isavia, hafi reifað á opnum
fundi með nefndum Alþingis ný-
verið. „Niðurstöður af þeirri vinnu
ættu að skýra málið,“ segir hann.
Í máli Björns Óla á nefndafundi
Alþingis kom líka fram að færi svo
að 06-24 brautinni yrði lokað þá
væri það mat Isavia að nýtingar-
hlutfall Reykjavíkurflugvallar færi
niður í 95 prósent. Tölur um raun-
verulega notkun flugbrautarinnar
slá hins vegar á útleggingar sem
hafðar voru á lofti í kjölfarið um að
í slíku nýtingarhlutfalli myndi flug-
völlurinn ekki nýtast 16 daga á ári.
Væri hlutdeild 06-24 braut arinnar
í lendingum síðustu sjö ár yfir-
færð á daga ársins jafngilti það til
dæmis tveimur sólarhringum og sex
klukkustundum.
Af samtölum við reynda flug-
menn má ráða að brautin sé stund-
um notuð bæði af Flugfélagi Íslands
og Mýflugi, þótt ekki sé það ýkja oft.
Hugtakið „neyðarbraut“ er enda
dregið af því að í reglum Isavia
kemur fram að helst eigi ekki að
nota brautina.
Þá er fleiri spurningum ósvarað
um gildi brautarinnar þegar kemur
að neyðarflugi með sjúklinga.
Þannig hefur ekki komið fram
hversu stór hluti af sjúkraflugi á
flugvöllinn er raunverulegt neyðar-
flug þar sem mínútur skipta máli í
að koma fólki undir læknishendur.
Þá er því ósvarað hvort fari saman
erfiðar aðstæður til flugs í Reykja-
vík og annars staðar á landinu, þar
sem flugvellir eru bara með einni
braut, því ekki er hægt að lenda
í Reykjavík nema að hægt sé að
leggja upp á brottfararstað.
Samkvæmt heimildum blaðsins er
06-24 flugbrautin bara notuð þegar
vindur stendur beint á hana. Styrkur
vinds þarf að auki að vera með
mesta móti til þess að trufla lending-
ar og brottfarir á hinum brautunum.
Flugmenn segja gildi brautar-
innar hins vegar að nokkru kunna
að liggja í því að ekki sé lagt upp í
flug nema að ljóst sé að lending sé
fær í Reykjavík. Aðstæður kunni að
vera þannig að lending sé bara fær
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
800 börn alkóhólista hafa nýtt sér sálfræðiþjón-
ustuna sem SÁÁ setti á laggirnar
árið 2008.
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt
hálft prósent af öllum lendingum
Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir
skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar.
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR ÚR LOFTI Hér má sjá heildarfjölda lendinga og flugtaka á hverri braut Reykjavíkurflugvallar, burt-
séð frá því úr hvaða átt er komið eða í hvaða átt var tekið á loft, síðustu fimm árin. MYND/LOFTMYNDIR, MAP.IS
Braut 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Aðalbrautir 32.112 26.601 23.900 25.891 21.867 24.613 24.806
NA/SV 68 179 130 170 209 150 177
Hlutfall 0,21% 0,67% 0,54% 0,66% 0,96% 0,61% 0,71%
Lendingar undanfarin sjö árá „neyðarbrautinni“ þegar farið er af stað, en breytist á leiðinni þannig
að hægt sé að lenda á annarri hvorri
aðalbrautinni. Í slíkum tilvikum sé
tilvist 06-24 brautarinnar hins vegar
forsenda þess að lagt sé upp til að
byrja með.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ÁFRAM MILT Í VEÐRI Í dag verður yfirleitt skýjað S- og V-til og horfur á lítilsháttar
vætu SV-til en það léttir til norðanlands. Svipað veður á morgun en á miðvikudaginn
bætir í rigningu bæði sunnan- og vestanlands. Áfram nokkuð hlýtt miðað við árstíma.
3°
4
m/s
5°
13
m/s
6°
7
m/s
8°
11
m/s
Allhvasst
allra
vestast,
annars
hægari
vindur.
Suðlægar
áttir og
víða 5-10
m/s.
Gildistími korta er um hádegi
16°
29°
4°
10°
17°
6°
9°
10°
10°
24°
11°
18°
20°
20°
10°
10°
10°
10°
6°
3
m/s
8°
4
m/s
5°
2
m/s
3°
2
m/s
3°
4
m/s
2°
5
m/s
2°
7
m/s
7°
8°
4°
6°
5°
6°
5°
5°
6°
5°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MIÐVIKUDAGUR
Á MORGUN
2009
2010
2011
2012
2013
163
196
274
174
259
2009
2010
2011
2012
2013
26.251
28.349
21.705
26.483
24.367
2009
2010
2011
2012
2013
21.548
23.432
22.028
22.742
25.245
BRAUT
6-24 (N)
BRAUT
13-31
BRAUT
01-19
Á braut 06 er stefnan í norð-
austurátt. Þá er lent úr Skerjafirð-
inum og tekið á loft í átt að
Snorrabraut. Alla jafna er flugtak
óheimilt á þessari braut.
Á braut 24 er stefnan í suðvestur.
Aðflug er yfir Norðurmýri og
enda Snorrabrautar og tekið á
loft í átt að Skerjafirði.
➜ 06-24 brautin
VIÐSKIPTI Hagnaður Ísfélagsins
í Vestmannaeyjum nam í fyrra
3,3 milljörðum króna eftir skatt.
Félagið gerir upp í Bandaríkja-
dölum og nam hagnaðurinn í þeirri
mynt 26,44 milljónum.
Eignir félagsins nema 237,47
milljónum dollara eða 29,4 milljörð-
um íslenskra króna. Eiginfjárhlut-
fall félagsins er 49,8 prósent. Hagn-
aður félagsins árið á undan var
hins vegar 3,5 milljarðar króna.
Ísfélagið var stofnað árið 1901 og
er elsta starfandi hlutafélag lands-
ins. Fyrirtækið gerir út sjö skip,
en þeirra stærst er Heimaey VE-1.
Fyrirtækið á töluverðar eignir í
öðrum félögum. Þar á meðal eru
13,4 prósenta hlutur í Þórsmörk
ehf. sem á útgáfufélag Árvakurs,
og helmingshlutur í sjávarútvegs-
fyrirtækinu Iceland Pelagic ehf.
Stærsti eigandi Ísfélags Vest-
mannaeyja er Guðbjörg Matthías-
dóttir. Hún heldur á hlut sínum í
gegnum félagið Fram ehf. sem á ÍV
fjárfestingafélag sem á 82 prósenta
hlut í Ísfélaginu. - jhh
Eignir Ísfélagsins í Vestmannaeyjum nema tæplega þrjátíu milljörðum:
Milljarða hagnaður Ísfélagsins
SÝRLAND, AP Hryðjuverkasam tökin
Íslamska ríkið (IS) birtu í gær
myndskeið sem sýnir fjöldaaftöku
tólf liðsmanna sýrlenska hersins.
Mennirnir voru allir hálshöggnir.
Myndskeiðið gaf einnig til
kynna að bandaríski hjálpar-
starfsmaðurinn Abdul-Rahman
Kassig, áður Peter Kassig, hefði
verið hálshöggvinn. Bandarísk
yfirvöld staðfestu það seint í gær-
kvöldi. Kassig hafði unnið við
að dreifa hjálpargögnum til sýr-
lenskra flóttamanna. - hg
Sýrlenskir hermenn myrtir:
Birtu myndskeið
af fjöldaaftöku
Á LOÐNUVEIÐUM Ísfélag Vestmanna-
eyja er afkastamikið í loðnuveiðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON