Fréttablaðið - 17.11.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.11.2014, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 17. nóvember 2014 | SKOÐUN | 13 Kynntar verða hugmyndir um að breyta húsnæðinu að Furugrund 3 og Þverbrekku 8 úr verslunar- og þjónustuhúsnæði í íbúðir (að hluta). Þá verða kynntar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skipulagslýsingar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir framangreindar lóðir. Skipulagslýsing er undanfari að gerð tillögu að breytingu á aðalskipulaginu. Athugasemdir og ábendingar við skipulagslýsingarnar skulu hafa borist skriflega skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs, Fannborg 6, 200 Kópavogi eða á tölvupóstfangið skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 18. desember 2014. Kynningargögn og skipulagslýsingarnar eru aðgengilegar á heimasíðu bæjarins: www.kopavogur. KYNNINGARFUNDUR Í SNÆLANDSSKÓLA kopavogur.is Boðað er til kynningarfundar miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17:00 í samkomusal Snælandsskóla Skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs Auglýsing um tillögu að breytingu á Svæðis- skipulagi Miðhálendis Íslands 2015, virkjanir á veituleið Blönduvirkjunar Skipulagsstofnun auglýsir hér með tillögu að breytingu á Svæðisskipu- lagi Miðhálendis Íslands 2015, ásamt umhverfisskýrslu, vegna fyrir- hugaðra virkjana á veituleið Blönduvirkjunar samkvæmt 4. tl. bráða- birgðaákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingartillagan er unnin að ósk Húnavatns- hrepps. Breytingin tekur aðeins til fyrirhugaðra framkvæmda á veituleið Blöndu- virkjunar sem áhrif hafa á efni og/eða framsetningu gildandi svæðis- skipulags. Um er að ræða stöðvarhús Kolkuvirkjunar ásamt að- og frárennslisskurðum og stöðvarhús Friðmundarvirkjunar ásamt stíflu, lóni og veituskurðum milli Smalatjarnar og Austara-Friðmundarvatns auk vega að virkjununum. Að mati Skipulagsstofnunar samræmist breytingartillagan meginstefnu svæðisskipulagsins en kallar á breytingu á ákvæðum á skipulagsuppdrætti og í kafla 6.3 og 6.4 í greinargerð. Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis hjá Skipulags- stofnun að Laugavegi 166 í Reykjavík og á skrifstofu Húnavatnshrepps á Húnavöllum frá og með mánudeginum 17. nóvember 2014 til og með þriðjudagsins 30. desember 2014 á skrifstofutíma. Jafnframt verða gögnin aðgengileg á eftirfarandi vefsíðum: www.skipulagsstofnun.is og www.hunavatnshreppur.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til þriðjudagsins 30. desember 2014. Athugasemdir skal senda til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík eða á netfangið skipulagsstofnun@skipulagsstofnun.is. Það er margt sem ég fæ ekki skilið. Ég fæ til dæmis ekki skilið af hverju það ætti að rýra kröfu lækna um leiðréttingu launa að þeir eigi svo gott með að vinna meira. Enda gjald- fellir slíkt sjónar mið alla kjarabaráttu allra stétta. „Finnst þér laun þín of lág? Fáðu þér bara aukavinnu!“ En barátta lækna snýst ekki um það sem ég fæ skilið eða ekki skilið – heldur um það sem mér finnst Íslendingar eiga skilið. Við eigum skilið að hafa okkar persónulega heimilislækni og þurfa ekki að bíða í fleiri, fleiri vikur eftir að hitta hann. Við eigum skilið að skattpeningar okkar nýt- ist í byggingu og rekstur nýs Landspítala en ekki í að greiða hverri nefnd- inni á fætur annarri. Við eigum skilið að geta treyst því að lækn- irinn okkar sé ekki örþreyttur eftir óhóflega vinnu. Við eigum skilið heilbrigðiskerfi sem við erum stolt af. Í mínum huga er málið einfalt. Við eigum skilið heilbrigðiskerfi sem ljúft er að leita til og gott er að vinna í. Ég held að allir séu sam- mála um það. Það sem ég fæ þó ekki skilið er að stjórnmálamenn komist upp með slíkt tómlæti þegar heilbrigðiskerfinu blæðir út eða virðast beinlínis hunsa aðvör- unarorðin meðvitað. Því mér þykir of vænt um heil- brigðiskerfið til að láta stjórn- málamennina brjóta það niður. Slíkt eigum við sannarlega ekki skilið! Skilið … Þegar Búsáhaldabyltingin stóð sem hæst fannst mörgum sem þátttak- endur í henni sýndu alþingi óvirð- ingu. Þarna stóð fólkið og framdi háreysti, reyndi að ná eyrum þing- manna sem vildu fá að vera í friði við að ræða hugðarefni sín, vín- sölu í verslunum – linnti ekki látum fyrr en boðað hafði verið til kosn- inga á ný og helstu hrunkvöðlum komið frá … Sem gekk nú svona og svona. Og fór nú eins og það fór. Fólkið þarna fyrir utan var með öðrum orðum að reyna að fá þingmenn til þess að ræða það að efnahags- og bankakerfi landsins hafði hrunið vegna gáleysislegs framferðis eigenda bankanna. Því fannst – með réttu eða röngu – að þingmenn sinntu ekki vinnu sinni með því að vilja ræða það. Það taldi sig eiga kröfu á því: og þarna mætti það fólkið með pott og sleif og takt – og þrá eftir virðingar- verðu alþingi. Dixi Um daginn sýndi forsætisráðherra landsins alþingi Íslendinga meiri vanvirðingu en því var nokkru sinni sýnt í gjörvallri búsáhalda- byltingunni. Það gerði hann með framgöngu sinni – eða öllu heldur útgöngu – við umræður um stærsta mál hans, svonefnda skuldaleið- réttingu – þar sem hann hafði sjálfur framsögu, og hafði lýst því hversu mjög hann hefði hlakkað til þessa mikla gleðidags, þegar málið kæmi loks til kasta þingsins. Hann yfirgaf þingsalinn þegar hann sjálfur hafði talað, gekk út: dixi (eins og Sesar sagði: ég hef talað). Sú skýring var seinna gefin á fjar- veru ráðherrans að hann hefði þurft að fara á fund hjá ASÍ, en sá fundur hófst ekki fyrr en klukkan 17.00. Hann yfirgaf alþingi hins vegar klukkan 16.00. Á daginn kom að hann hafði bara hlakkað til að heyra sjálfan sig tala. Að öðru leyti hafði hann ekki áhuga á að ræða það. Hann gat ekki afborið að þurfa að sitja í klukkutíma og hlýða á fulltrúa andstæðra sjónarmiða ræða það, rétt eins og honum er um megn að ræða við aðra sjónvarpsmenn en þá sem fara með fyrirfram sam- þykktar spurningar. Með útgöngu sinni ýtti hann undir það sjón- armið að umræður á alþingi séu málamyndagjörningur, formið eitt, bara kjaftæði, og fyrir neðan virðingu alvöru-ráðamanns að sitja undir slíku. Með fjarvistum sínum gróf hann frekar undan virðingu alþingis en fólkið í búsá- haldabyltingunni: Það var að reyna að fá þingmenn til að sinna vinnu sinni; hann gaf til kynna að vinna þingmanna væri þarflaus. Þeir væru ekki til annars nýtir en að ræða vínsölu í verslunum. Ekki það: hann hefur umboð þjóðarinnar, svona eins og flokk- ur með tuttugu og eitthvað pró- senta fylgi hefur, og enn minna samkvæmt könnunum, og vinstri menn hver í sinni sérfylkingu. Svona virkar þingræðið: þing- meirihluti ræður og ráðherrar sem njóta trausts þingmeirihluta hafa umboð til þess að taka ákvarðanir um mikilsverð málefni. Úr einu víginu í annað Og nú höfum við fengið ómetan- lega innsýn í starfshætti og sið- ferði á þeim stöðum þar sem teknar eru ákvarðanir um mikils- verð málefni. Gísli Freyr Valdórs- son mætti í Kastljós og játaði loks að hafa sent frægt minnisblað úr innan ríkisráðuneytinu með við- bótum frá – tja – hverjum? Það kom ekki fram. Gísli kom vel og drengilega fyrir í viðtalinu en sagði þó ekki allan sannleikann, frekar en fyrri daginn: hann neit- aði því að upplýsingar frá sak- sóknara hefðu orðið til þess að hann ákvað að létta á hjarta sínu, en sagði að samviskubitið hefði um síðir orðið sér um megn. Sú saga entist hálfan sólarhring. Dag- inn eftir kom í ljós í Fréttablaðinu (sem staðið hefur sig vel í þessu máli með nýjum ritstjórum) að lögmaður Gísla hefði fengið upp- lýsingar um óyggjandi sannanir fyrir sekt hans og þar með væri leikurinn tapaður. Gísli gafst sem sé ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Við höfum horft á hann – og yfirmann hans – hrekjast úr einu víginu í annað, en aldrei gefist upp, aldrei gefið upp annað en það sem blasti við, neita, neita, neita, aldrei, aldrei, aldrei segja satt. Og úr því að Gísli sagði ekki satt í játningu sinni, hví skyldum við þá trúa honum þegar hann lætur sem hann hafi einn staðið í þessu stímabraki öllu? Ekki það: hún hefur umboð. Hanna Birna hefur þingmeiri- hluta á bak við sig. Forsætis- ráðherrann talar um hana sem „fórnar lamb í málinu“ sem hlýtur að vera Íslandsmet í óskammfeilni án atrennu. Nema Hanna Birna sjálf eigi metið þegar hún sagði að komandi álit umboðsmanns alþingis um hana skipti engu máli – jájá, örugglega einhverjar athugasemdir og við þurfum öll að læra af þessu. En afsögn? Ekki að ræða það. En annað vildi hún ræða við útvalda menn. Sjálfur innan- ríkisráðherra, yfirmaður dóms- mála í landinu, hafði þráfaldlega samband við lögreglustjórann í Reykjavík til þess að ræða við hann um lögreglurannsókn á ráðuneyti sínu sem nú hefur leitt til þess að játning liggur fyrir, reyndar vegna gagna í tölvu sem hún gerði alveg sérstakar athuga- semdir við að gerð væri upptæk. Á lagamáli heitir þetta að reyna að hindra framgang réttvís innar. Í þingræðisríki er það tilefni afsagnar. Annað þarf naumast að ræða. Ekki að ræða það Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur HEILBRIGÐISMÁL Eyjólfur Þorkelsson verðandi heimilis- læknir ➜ Á lagamáli heitir þetta að reyna að hindra fram- gang réttvísinnar. ➜ Við eigum skilið heil- brigðiskerfi sem við erum stolt af. AF NETINU Tónlistarskólinn Sá sem sættir sig við það að börn alist upp án tónlistar hefur ekki hugmynd um hvað raunveru- lega felst í hugtakinu „menntun“. Tónlistarkennarar róa lífróður þessa dagana vegna þess að virði þeirra er einskis metið. Það er einskis metið vegna þess að þótt tónlist sé öllu hugsandi fólki grunnþörf– þá telst hún ekki í lagaflækjuumhverfi sveitar- stjórna grunnþjónusta. Ef stjórnmálamenn vakna ekki og reka af sér slyðruorðið og hætta sér til að skríða undan borðunum og konfrontera excel- skrílinn sem heldur skólakerfinu í gíslingu fer að verða full ástæða til að auka við mótmælin á landinu og færa þau nær ráð- húsunum. http://blog.pressan.is/ragnarthor Ragnar Þór Pétursson Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.