Fréttablaðið - 19.11.2014, Qupperneq 2
19. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Guðlaug, er þetta heilbrigt
ástand?
„Allavega finnst þeim sjúklega
gaman í vinnu.“
Um átta af hverjum tíu starfsmönnum BHM
hafa unnið í veikindum eða með veikt barn.
Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM.
VINNUMÁL Frestað var til dagsins
í dag samningafundi tónlistar-
skólakennara sem stóð hjá Ríkis-
sáttasemjara frá klukkan ellefu til
fjögur í gær. Tónlistarskólakenn-
arar lögðu niður störf 22. október
síðastliðinn og verkfall þeirra er
því að teygja sig inn í fimmtu viku.
Kennarasamband Íslands (KÍ)
stóð í gær fyrir samstöðufundi til
stuðnings tónlistarkennurum. Með
því segir Aðalheiður Steingríms-
dóttir, varaformaður KÍ, hafnar
aðgerðir til stuðnings félögum KÍ
í verkfalli. Kennarar í Mennta-
skólanum á Akureyri og Verk-
menntaskólanum lögðu niður störf
klukkan tvö í gær til að sýna tón-
listarkennurum stuðning í verki.
Aðalheiður segir KÍ hafa sent
út áskorun til forystufólks félaga
um land allt um að styðja tón-
listar kennara. Hún segir hins
vegar ekkert hægt að spá um frek-
ari aðgerðir annarra hópa innan
HÍ dragist verkfall tón listar-
skólakennara enn á langinn. Hún
sagði þó ljóst að það myndi ekki
verða „látið kjurt liggja“. Í ályktun
samstöðufundar KÍ í Hörpu í gær
var samþykkt ályktun þar sem
segir: „Mál er að linni. Við krefj-
umst þess að samið verði strax við
tónlistarkennara svo að þeir geti
snúið aftur til sinna mikil vægu
starfa.“ Á fundinum talaði fjöldi
ræðumanna og tónlistarfólks.
„Fjögurra vikna verkfall! Nú er
nóg komið, við viljum samninga
strax,“ sagði Þórður Árni Hjalte-
sted, formaður KÍ, á fundinum.
- óká
Kennarasamband Íslands stóð fyrir samstöðufundi til stuðnings tónlistarskólakennurum:
Lengra verkfall ekki látið kjurt liggja
Á BARÁTTUFUNDI KÍ Í HÖRPU Fjöldi
listamanna auk ræðumanna stigu á
svið í Norðurljósasalnum síðdegis í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNSÝSLA Reynir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó bs., varð sjálf-
ur valdur að tjóni á bíl sem hann
hafði til umráða og var í eigu fyrir-
tækisins. Mikið hefur verið fjallað
um bílakaup Reynis undanfarið
en eftir að tjónið á jeppanum varð
keypti Reynir 10 milljóna króna
jeppa sem hann hefur nú skilað.
Óhappið áðurnefnda varð með
þeim hætti að vatn komst inn á vél
bílsins, Grand Cheerokee-jeppa
árgerð 2005, þegar Reynir var að
keyra hann yfir Norðurá þar sem
hann var í veiðiferð í júlí.
„Bíllinn er að upplagi tjónabíll
þegar hann er keyptur, þess vegna
er það skráð í skráningarskírteinið
að hann sé tjónaður. Það sem gerist
síðan er að ég lendi aftur í tjóni sem
ég veld sjálfur á bílnum. Ég fékk
vatn inn á vélina. Ég keyrði út í á og
olli því,“ segir Reynir.
Þegar vatn komst inn á vélina
stöðvaðist bíllinn og veiðifélagi
Reynis sem var á öðrum jeppa
hjálpaði honum að draga bílinn upp
úr ánni. Aðspurður hvers vegna séu
ekki til tjónaskýrslur vegna óhapps-
ins segir Reynir það vera vegna
þess að tjónið hafi ekki verið trygg-
ingarhæft.
„Þetta var utanvegarakstur og
þar fyrir utan var bíllinn ekki í
kaskó. Þó hann hefði verið í kaskó
þá hefðu tryggingarnar ekki bætt
tjónið. Þess vegna lagði ég þessar
upplýsingar beint á borðið hér og
þessu var aldrei leynt.“
Aðspurður segist Reynir hafa
verið allsgáður þegar óhappið átti
sér stað. „Ég var ekki undir áhrif-
um áfengis. Ég var bara í veiðiferð
og var að keyra yfir á.“
Farið hafi verið með bílinn á verk-
stæði í Reykjavík og ljóst hafi verið
í ágúst að það tæki því ekki að gera
við hann þar sem það hefði kostað
1.300 til 1.500 þúsund. Því hafi bíll-
inn verið seldur á partasölu fyrir
350 þúsund krónur. „Við ákváðum
þá að reyna að fá eins mikið fyrir
hann og hægt var í þessu ástandi
sem hann var í og ég myndi taka á
mig mismuninn sem var í kringum
ein milljón króna.“
Reynir segist ekki enn hafa gert
upp þessa milljón við Strætó því það
eigi eftir að formgera með hvaða
hætti það verði.
Mikil ólga hefur verið innan
Strætó og hefur DV meðal annars
fjallað um óánægju meðal starfs-
manna í garð Reynis. Hann gerir
lítið úr því og segist ekki óttast um
stöðu sína innan fyrirtækisins.
„Ég fæ ekki alveg tengingu
milli þess að fólk sé að nudda mér
upp úr einhverjum bílakaupum og
almennri óánægju starfsmanna. Ég
les þetta frekar þannig að það eru
einhverjir starfsmenn sem vilja
koma á mig höggi. Það er allt í lagi,
þá hafa þeir bara sínar aðferðir við
það en ég hef ekki ástæðu til að ótt-
ast um stöðu mína. Ég hef ekki gert
neitt rangt,“ segir Reynir.
Sem áður sagði skilaði Reynir
bílnum á mánudag og segist sáttur
við það.
„Bíllinn sem slíkur hefur ekkert
persónulegt gildi fyrir mig. Þetta
er bara bíll. Það er auðvitað ekki
þar með sagt að ég sé að afsala mér
hlunnindunum.“
En sér Reynir eftir að hafa keypt
svona dýran bíl?
„Ég skil alveg þau sjónarmið sem
eru uppi. Ég legg alveg skilning í
þau og þess vegna skilaði ég bílnum
þegar þetta kom upp,“ segir Reynir
en stjórn Strætó bs. fór fram á að
hann skilaði bílnum. Reynir hefur
ekki fest kaup á nýjum bíl og segist
ekki vera farinn að hugsa svo langt.
Meðan hann er bíllaus tekur hann
strætó í vinnuna.
„Ég var að koma úr fríi á sunnu-
dag, skilaði bílnum og tók strætó.
Það er ófrágengið allt saman hvern-
ig þetta verður. Ég er með bíla-
hlunnindi en ef fyrirtækið vill fara
með það í annan farveg þá er ég
alveg opinn fyrir því en það er bara
ófrágengið.“ viktoria@frettabladid.is
Eyðilagði jeppann í laxveiði
Framkvæmdastjóri Strætó ók jeppa sem hann hafði til umráða út í Norðurá í sumar og eyðilagði í honum
vélina. Ekki þótti taka því að gera við jeppann sem var seldur. Reynir segist ætla að greiða tjónið sem nemur
einni milljón króna. Hann hefur skilað 10 milljóna króna jeppa sem keyptur var eftir tjónið og tekur nú strætó.
TEKUR NÚNA STRÆTÓ Reynir skilaði 10 milljóna króna bílnum á mánudag og tekur nú strætó til vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ég hef ekki ástæðu
til að óttast um stöðu
mína. Ég hef ekki gert
neitt rangt.
Reynir Jónsson,
framkvæmdastjóri Strætó bs.
SKIPULAGSMÁL „Ljóst er að til-
gangslaust er að þræta um gildis-
tíma lóðarleigusamnings,“ segir
í bréfi lögmanns Björgunar þar
sem harðlega er mótmælt ákvörð-
un Faxaflóahafna um að segja upp
lóðarleigusamningi Björgunar í
Sævarhöfða. Björgun segist vilja
50 þúsund fermetra lóð í Sunda-
höfn í staðinn. „Björgun mun ekki
víkja af lóð þeirri sem fyrirtækið
hefur nú til umráða nema fram-
tíðarlausn finnist í staðsetningar-
málum fyrirtækisins.“ - gar
Björgun mótmælir uppsögn:
Neita að víkja
úr Sævarhöfða
Í SÆVARHÖFÐA Deilt er um lóðar-
samning. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ORKUMÁL Ríkisstjórnin mun
leggja til að rúmum níutíu milljón-
um króna til viðbótar verði varið
í niðurgreiðslur til húshitunar. Er
það gert til að bregðast við fyrir-
huguðum hækkunum á kostnaði
við rafhitun húsnæðis. Alls er því
áætlað að rúmlega einn og hálfur
milljarður renni í málaflokkinn.
Einn af hverjum tíu íbúum lands-
ins hefur ekki kost á því að hita
híbýli sín með jarðvarma. - joe
Hækkun á rafmagnsverði:
Niðurgreiða
hitunina meira
LEIÐRÉTT
Kamilla Ingibergsdóttir hefur hafið
störf hjá hljómsveitinni Of Monsters
and Men en þó ekki sem framkvæmda-
og kynningarstjóri eins og kom fram í
Fréttablaðinu á laugardag og mánudag.
STJÓRNSÝSLA Gísli Freyr Valdórs-
son, fyrrverandi aðstoðarmaður
innanríkisráðherra, viðurkennir
að hafa rætt við Sigríði Björk Guð-
jónsdóttur, fyrrverandi lögreglu-
stjóra á Suðurnesjum og núverandi
lögreglustjóra höfuðborgarsvæð-
isins, um málefni hælisleitandans
Tony Omos daginn sem fréttir
byggðar á lekanum voru birtar.
Áður hafði hann neitað því.
„Ég átti tvö símtöl við Sigríði þennan dag og í
öðru þeirra ræddum við Omos,“ segir Gísli Freyr.
Hann hafi spurt út í rannsóknina, hvernig hún stæði
og hvenær henni ætti að ljúka. Það hafi verið lítið
um svör og að hann hafi aldrei rætt við lögreglu-
stjórann áður en hann lak minnisblaðinu úr ráðu-
neytinu. Hann bætir því við að auðvitað séu þetta
hlutir sem hann hefði betur látið ógert líkt og annað
sem tengist hans þætti í þessu máli.
Sigríður Björk sendi frá sér yfirlýsingu í gær
vegna málsins en þar segir hún meðal annars að
ekkert í samskiptum þeirra hafi gefið til kynna að
Gísli Freyr hefði lekið upplýsingunum. Hún hafi
fengið veður af málinu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllun-
ar um það. Sigríður hefur óskað eftir upplýsingum
um umrædd símtöl úr gögnum Ríkissaksóknara. - joe
Gísli Freyr ræddi tvisvar við lögreglustjóra Suðurnesja í kjölfar lekans:
Hringdi tvisvar í lögreglustjóra
FYRRVERANDI AÐSTOÐARMAÐUR Gísli Freyr ræddi við lög-
reglustjóra í kjölfar lekans. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR
SIGRÍÐUR BJÖRG
GUÐJÓNSDÓTTIR
SPURNING DAGSINS