Fréttablaðið - 19.11.2014, Qupperneq 4
19. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
92 þúsund færri varphæsni voru á Íslandi
árið 2012 en árið 1982.
Á þessu tímabili fækkaði hænsnun-
um úr 292 þúsundum í 200 þúsund
fugla. Heimild: Hagstofa Íslands.
VIÐSKIPTI Rekstur Sjóvár-
Almennra trygginga hf. skilaði 210
milljóna króna hagnaði á þriðja
ársfjórðungi miðað við 851 millj-
ón á sama tímabili í fyrra.
Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu
mánuðum ársins hefur því dreg-
ist saman úr tæpum 1,7 milljörð-
um árið 2013 í 415 milljónir í ár.
„Enn sem komið er merkjum við
ekki aukna tjónatíðni almennt, þótt
reikna megi með slíkri þróun á
næstu misserum,“ segir Hermann
Björnsson, forstjóri Sjóvar. - hg
Hagnaðist um 210 milljónir:
Afkoma Sjóvár
verri en í fyrra
DÓMSMÁL Ákæruvaldið í Aserta-
málinu lagði fram gögn við aðal-
meðferð málsins í Héraðsdómi
Reykjaness í gær sem benda
til þess að tveir ákærðu í mál-
inu hafi sett upp njósnabúnað í
tölvum viðskiptavina sinna. Það
eru þeir Gísli Reynisson og Karl
Löve Jóhannsson en því neita þeir
báðir. Verjendur hinna ákærðu
sögðu þessi gögn ekki hluta sakar-
efna og að þau væru eingöngu
lögð fram til að sverta mannorð
skjólstæðinga. Dómari féllst á það
og var málið ekki rætt frekar. - skh
Ákærðu í Asertamálinu:
Njósnuðu um
viðskiptavinina
KJARAMÁL Samninganefndir
lækna og ríkisins funduðu árang-
urslaust í gær í húsakynnum
Ríkissáttasemjara. Fundurinn
hófst klukkan fjögur og stóð í
rúmar tvær klukkustundir. Næsti
fundur hefur verið boðaður á
föstudag.
Verkfall lækna og skurðlækna
hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár
vikur og ekki sér fyrir endann á
því. Fjölda aðgerða hefur verið
slegið á frest, biðlistar lengjast
og aðrir myndast þar sem engir
voru fyrir. - joe
Næsti fundur á föstudaginn:
Árangurslaus
deilufundur
STJÓRNMÁL Þann 20. nóvember næstkomandi á Barnasáttmáli Sam-
einuðu þjóðanna 25 ára afmæli. Af því tilefni hittu sex ungmenni, á
aldrinum fjórtán til átján ára, ríkisstjórnina og ræddu um málefni er
varða sáttmálann og málefni barna.
Hópinn skipuðu Bjartur Thorlacius, Brynhildur Kristín Ásgeirsdótt-
ir, Kristján Helgason, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Lilja Reykdal
Snorradóttir og Sara Mansour. - joe
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður brátt 25 ára:
Funduðu með ríkisstjórninni
FUNDARMENN Ungmennin ræddu meðal annars menntamál, velferðarmál og
eineltismál við ríkisstjórnina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓLK Það tekur tímann sinn að
finna skútuna sem fjölskyldan
býr í, einfaldlega af því að blaða-
manni dettur ekki í hug að fimm
manna fjölskylda geti búið í svo
lítilli skútu og horfir því fram hjá
henni.
Hjónin Natasha og Jay Thomp-
son González birtast svo glaðleg
á dekkinu og bjóða blaðamanni
inn. Gólfflöturinn í skútunni er
í mesta lagi þrjátíu fermetrar en
rýmið er ótrúlega vel nýtt. Börn-
in þrjú kúra í einu rúminu, eldri
stelpurnar eru nýkomnar úr skól-
anum en sú yngsta er heima hjá
foreldrum sínum yfir daginn.
Fjölskyldan hefur ferðast um
heiminn í sex ár og sú yngsta
fæddist um borð þegar þau höfðu
vetursetu á eyjunni Martiník.
Fjórða barnið er væntanlegt um
miðjan mars og mun Jay þá taka
á móti barninu í skútunni, eins og
því síðasta.
„Þetta barn verður fætt á
Íslandi,“ segir Natasha brosandi
en ætlunin er að vera á Íslandi
fram á næsta sumar.
Jay, sem er frá Bandaríkj-
unum, ferðaðist um heiminn á
skútu og kynntist Natöshu, ein-
stæðri tveggja barna móður, á
Kosta Ríka.
„Og hún hoppaði um borð,“
segir Jay sem ættleiddi eldri dæt-
urnar tvær. Síðan hefur fjölskyld-
an verið á sjó, þó aðallega í Suður-
og Mið-Ameríku.
En af hverju veturseta á
Íslandi? „Við eigum íslenskan vin
og heilluðumst af landinu í gegn-
um hann. Við höfum heldur ekki
orðið fyrir vonbrigðum,“ segir
Natasha. „Stelpurnar eru byrj-
aðar í Austur bæjarskóla og þær
ganga sjálfar í skólann héðan, það
er bara hálftíma gangur.“
Luna, sem er átta ára, grípur
fram í og segir að það sé gaman í
íslenskum skóla og hún kunni að
telja upp í tíu á íslensku. Sem hún
gerir svo með glæsibrag.
Skútulífið er lífsstíll þar sem
samvera fjölskyldunnar er í
hávegum höfð og börnin fá að
kynnast heiminum af eigin raun
„Við ætlum að vera á flakki
þar til stelpurnar verða táning-
ar en þá munum við koma okkur
einhvers staðar fyrir,“ segir
Natasha.
En hvernig hafa þau ráð á
þessu? „Ég tek vinnutarnir inn á
milli og er núna til dæmis að leita
mér að vinnu á Íslandi,“ segir Jay.
„Svo lifum við mjög sparlega,
veiðum fisk í matinn og nóg er af
honum hér.“ erlabjorg@frettabladid.is
Fjórða barnið fæðist
við Reykjavíkurhöfn
Fimm manna erlend fjölskylda býr í lítilli skútu rétt neðan við Kaffivagninn og
ætlar að hafa vetursetu í Reykjavík. Sjötti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í
mars og ætlar móðirin að fæða barnið í skútunni og faðirinn mun taka á móti því.
Stelpurnar eru
byrjaðar í Austurbæjarskóla
og þær ganga sjálfar
í skólann héðan.
INNI Í SKÚTUNNI Fjölskyldan les mikið, teiknar og spjallar saman. Hún er afar sam-
hent og hjálpast að við verkefni daglega lífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
➜ Ítarlegra viðtal
við fjölskylduna er að
finna á Vísi.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Hluti af öruggri
vetrarumferð
ATVINNUMÁL Ekki verður mögulegt
fyrir VIRK starfsendurhæfingar-
sjóð að taka við öllum einstakling-
um sem þurfa á þjónustunni að
halda, ef ríkið greiðir ekki með
þeim einstaklingum. Þetta er mat
forsvarsmanna starfsendurhæf-
ingar sjóðsins.
VIRK starfsendurhæfingarsjóð-
ur bendir á lög og samninga þess
efnis að ríkissjóður hafi ætlað að
koma að fjármögnun starfsendur-
hæfingarsjóðsins til að tryggja eitt
samfellt kerfi í starfsendurhæf-
ingu. Fjármagn hefur ekki komið
í sjóðinn frá ríkinu. Af þessum
sökum telur sjóðurinn sig ekki geta
tekið við öllum einstaklingum.
Í umsögn stjórnar VIRK til efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþing-
is gagnrýnir stjórnin vinnubrögð
ríkis valdsins og skorar á stjórn-
völd að standa við gerða samninga
til þess að geta haldið úti starfsemi
fyrir alla landsmenn. Fram hefur
komið að ábati af starfsemi VIRK
sé um 10 milljarðar á ári, ef marka
má skýrslu Talnakönnunar ehf. - sa
Eitt samfellt starfsendurhæfingarkerfi í hættu ef ríkið greiðir ekki í verkefnið:
Ríkið standi við lög og samninga
VIRK STARFSENDURHÆFING Ábatinn
af starfinu talinn 10 milljarðar á ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
LITLAR BREYTINGAR Áfram milt og fínt veður víða um land. Suðaustanáttin verður
áfram ríkjandi með bjartviðri fyrir norðan en dálítil væta með köflum um sunnanvert
landið.
6°
8
m/s
7°
10
m/s
9°
9
m/s
10°
10
m/s
10°
10
m/s
8-13 m/s
V-til,
annars
hægari.
5-10 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
1°
17°
4°
11°
16°
5°
9°
7°
7°
23°
11°
21°
21°
21°
13°
5°
7°
9°
8°
7
m/s
6°
7
m/s
7°
8
m/s
5°
6
m/s
6°
10
m/s
2°
13
m/s
9°
9°
6°
6°
7°
7°
6°
6°
5°
5°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN