Fréttablaðið - 19.11.2014, Page 12
19. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort
Borgarleikhússins
Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Kortið
er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu
að eigin vali og rennur aldrei út.
skemm
tistaðu
rStærs
ti
í heimi!
Tölum aðeins
um okkur
Nova var valið markaðsfyrirtæki ársins
2014 á Markaðsverðlaunum ÍMARK og
auðvitað erum við að springa úr ánægju
með það.
Opinn fundur ÍMARK og MBA náms við HÍ
verður haldinn í hátíðarsal Háskóla Íslands
fimmtudaginn 20. nóvember frá kl. 12-13.
Markaðsfyrirtæki ársins 2014
Fjallað verður um markaðsstefnu Nova
og skyggnst baksviðs á stærsta
skemmtistað í heimi.
Fundarstjóri er Þórhallur Guðlaugsson,
dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla
Íslands.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!
ÍSRAEL Fjórir ísraelskir gyðingar
létu lífið í samkunduhúsi í Jerú-
salem í gærmorgun, þegar tveir
Palestínumenn réðust þangað inn
vopnaðir byssu og hnífum. Árásar-
mennirnir tveir féllu síðan í skot-
bardaga við lögregluna.
Hörð átök brutust út síðar um
daginn milli Palestínumanna og
ísraelskra lögreglumanna, bæði
í Jerúsalem og einnig í borginni
Ramallah á Vesturbakkanum.
Þetta er mannskæðasta árás-
in sem Palestínumenn hafa gert í
Jerúsalem árum saman.
Hinir látnu voru allir með tvö-
faldan ríkisborgararétt. Þrír
þeirra voru bandarískir ríkisborg-
arar en sá fjórði breskur ríkis-
borgari auk þess að vera Ísraelar.
Benjamín Netanjahú, forsætis-
ráðherra Ísraels, sagði nauðsyn-
legt að hefna frekar fyrir árás-
ina og lét strax það boð út ganga
að jafna skyldi hús árásarmann-
anna við jörðu. Sama skyldi gert
við heimili nokkurra annarra Pal-
estínumanna sem gert hafa árásir
nýverið.
Vaxandi spenna hefur verið í
Jerúsalem undanfarnar vikur, og
má rekja hana ekki síst til langvar-
andi ólgu meðal Palestínumanna
vegna stórtækrar landtöku Ísraela
í byggðum Palestínumanna. Deilur
um helga staði í austurhluta Jerú-
salemborgar hafa svo magnað upp
spennuna.
Netanjahú kennir æsingatali
og undirróðri leiðtoga Palestínu-
manna um árásirnar. Mahmúd
Abbas, forseti Palestínu, fordæmdi
hins vegar árásina á samkundu-
húsið í gær.
Árásarmennirnir voru báðir
búsettir í austurhluta Jerúsalem-
borgar. Samtök herskárra Palest-
ínumanna, sem nefnast Abu Ali
Mustafa-herdeildirnar, lýstu svo
yfir ábyrgð á árásinni.
gudsteinn@frettabladid.is
Átök í kjölfar árásar
Hörð átök brutust út í Jerúsalem og Ramallah í gær milli Palestínumanna og
ísraelskra lögreglumanna. Fyrr um daginn höfðu tveir Palestínumenn myrt fjóra
Ísraela í samkunduhúsi. Þeir féllu síðan báðir fyrir skotum lögreglunnar.
Á VETT-
VANGI Ísraeli
á bæn meðan
björgunarfólk
hreinsar vett-
vang árásar-
innar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP