Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2014, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 19.11.2014, Qupperneq 23
Jólahlaðborð hlaðið kræsingum á aðeins 1.990 kr. ætti að hljóma vel í eyrum flestra. Mínir menn, veisluþjónusta Magnúsar Inga Magnús- sonar, veitingamanns á Sjávarbarnum, hefur sett saman einfalt en einstaklega girnilegt hlaðborð á þessu verði fyrir hópa og fyrirtæki sem er upplagt í jólagleðina á vinnustaðnum, í veislusal eða heima. Þar er byggt á langri reynslu Magnúsar Inga sem séð hefur um veislur af öllum stærðum og gerðum af ólíku tilefni í gegnum árin. „Þetta er klassískt heitt og kalt jólahlaðborð,“ segir Magnús Ingi. „Við vitum hvað fólk er sólgnast í og veljum réttina eftir því. Þetta hlaðborð var mjög vinsælt þegar við byrjuðum með það í fyrra og það er mikið búið að panta fyrir þessi jól, enda er verðið sanngjarnt.“ Á jólahlaðborðinu er karrísíld og rauðrófusíld, djúpsteiktar rækjur, kjúklingur, purusteik og hangi- kjöt. Meðlætið er ríkulegt; heit sósa, brúnaðar kart- öflur, kartöflujafningur, fjölbreytt grænmeti, ferskt salat og kaldar sósur. Lágmarksfjöldi er tíu manns og Magnús Ingi og hans fólk mætir á staðinn með veisluföngin ef fjöldinn nær þrjátíu eða fleirum. Ef óskað er eftir annars konar samsetningu á jólaborðið eða meira úrvali er það lítið mál gegn aukagjaldi. „Svo er hægt að velja eitthvað allt annað í jólaveisluna, til dæmis sambland af smá- réttahlaðborði og pottrétti á 1.990 kr. Við veitum viðskiptavinum okkur alla nauðsynlega ráðgjöf og mætum einfaldlega óskum þeirra.“ Nánari upplýsingar er að finna á Facebook og vef Sjávarbarsins, sjavarbarinn.is. JÓLAHLAÐBORÐ Á AÐEINS 1.990 KR.! MÍNIR MENN KYNNA Veisluþjónusta Magnúsar Inga Magnússonar, Mínir menn, býður upp á girnilegt heitt og kalt jólahlaðborð heima, í veislusal eða á vinnustað. GOTT ÚRVAL „Á jólahlaðborðinu er karrísíld og rauð- rófusíld, djúpsteiktar rækjur, kjúklingur, purusteik og hangikjöt. Meðlætið er ríkulegt; heit sósa, brúnaðar kartöflur, kartöflujafningur, fjölbreytt grænmeti, ferskt salat og kaldar sósur.“ MYND/K.MAACK laxdal.is Skoðið Yfirhafnir Vertu vinur á Facebook Laugavegi 63 • S: 551 4422 Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS P R E N T U N .IS Virkar lausnir frá OptiBac „One Week Flat“ Minnkar þembu og Vindgang Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is SAGA FERÐAÞJÓNUSTU Í tilefni af afmæli Samtaka ferðaþjónustunnar er kom- in út bókin „Það er kominn gestur“ – saga ferðaþjón- ustu á Íslandi. SAF gefa bókina út en höfundar hennar eru Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.