Gerðir kirkjuþings - 1960, Side 3

Gerðir kirkjuþings - 1960, Side 3
Nefndarálit löqqjafarnefndar Kirkjuþings um frv. um veitinqu prestakall. Nefndin hefur athugað frv. og rætt það á mörgum fundum. Hingað til hefur við það setið, að gagnrýnt væri það fyrirkomulag, sem nú er í gildi um kosningu presta og veiting (Drests- embætta, en minna um það, að bornar væru fram tillögur til úrbóta. Er frv. það, sem borið hefur verið fram k þessu Kirkjuþingi, fyrsta sporið, sem stígið hefur verið í bá átt á vettvangi kirkjulegs félags- skapar- Þciss er því eigi ao vænta að strax se fundin sú leið til endurbótar, sem allir viiji fallast á; enda kom bað í ljós á fundum nefndarinnar, að allmikill skoðanamunur var meðal nefndarmanna um ýmis þau atriði, sem hár koma til álita. Nefndarmenn vilja þó ekki á þessu stigi málsins láta skoðanamun standa því í vegi, að málið verði rætt og athugað og borið undir héraðsfundi til umræðu og álits um nokkur höfuðatriði málsins. Tvær höfuðástæður valda því, að margir óska eftir breytinoum á núgildandi skipun um veitingu prestakalla. Er önnur þeirra sú ólga og sundurlyndi, sem einatt kemur upp í söfnuðum í sambandi við kosningu prests og sú óskemmtilega kosninganríð, sem stur.dum er háð með óhjákvæmilegum leiðindum og kostnaði fyrir umsskjendur. Hin ástæðan er sú afstaða prr;tanna, að núgildandi reglur um kosningu þeirra og skipun í embætti, leggi of miklar hömlur á eðlilega tilfærslu þeirra í embættum og réttlátan og eðlilegan frama og eigi m.a. sök á því, að ungir kandidatar fáist síður til þess að fara í hin lakari^brauðin, þar sem þeir eigi einart þeirra kosta einna völ, að s _tja í sama embætti alia æfi eða að ganga hreinlega úr þjónustu kirkjunnar. Þessar ástæður báðar ’nafa við nokkur rök að styðjast og miðar frv. það, sem herra biskupinn lagði fyrir Kirkjuþingið einkum að því, að draga úr ófriði þeim, sem almennum kosningum fylgja, án þess þó að taka valfrelsið með öllu úr höndum safnaöanna. Stjórn Prestafélags Islands, sem fékk frv. tii urnsagnar, hefur hins vegar lagt áhverzlu á það, að ekki yrði látiö undir höfuð leggjast, að taka einnig til athugunar, hvort eigi væri unnt að stíga spor í átxina til þess, að auövelda prestum tilfsrslu milli embætta o^ kom formaður félagsir.s á fund í nefndinni og skýrði sjónarmiö félagsstjórnarinnar. Nefndin hefur leitast við, að athuga málið frá öllum hliðum og urðu nefndarmenn ásáttir um þaö, að leggja tii að gerðar verði nokkrar breytingar á frv. oví, sem fyrir þingið var lagt, og við það skeytt tillögu, í frumvarpsfcrmi, um veitingu á prestsembættum í annað eða þriðja hvert sinn, sem embætti losnar, - ákvæði þess efnis, að þá fari fram veiting án kosningar í söfnuðinum. Er það því næst tillaga nefndarinnar, að málið verði afgreitt á þessu Kirkjuþingi sem ályktun um að bera undir álit héraðsfunda og samtök presta, i frumvarpsformi, þær tillögur, sem fram eru settar i frumvarpinu. eins og það kemur frá nefndinni, um breytta tilhögun á veitingu prestakalla. Biskup og^ Kirkjuráð mundu svo vinna úr gögnum þeim sem bærust og undirbúa málið til frekari meðferðar á næsta Kirkjuþingi á þeim grundvelli, sem þá væri fenginn. Nef.ndin vill þó ekki á þessu stigi málsins gera neina tillögu um val kjörmanna, hverjir þeir eru og fjölda þeirra, ef að slíkri skipan yrði horfið, fyrr en könnuð hefur verið betur afstaða safnað- anna til þessa etriðis, en í þessu sambandi yrði m.a. að taka afstöðu til þess, hvort fela skuli sóknarnefndarmönnum val presta, og fjölga þá ef til vill í sóknarnefndunum- eða hvort velja skuli þann kostinn, að sérstakir kjörmenn kjósi prestinn. Þá vill nefndin einnig vekja athygli a þeim möguleika, að áfram haldist sú skipan, sem nú er x gildi, en að við hlið hennar verði tekin upp sú regla um veitingu prestsembætta, sem um ræðir í 6.- 9.gr. þeirrar ályktunar, er nefndin mælir með að gerð verði um þetta mál. Nefndarmenn hafa, þrátt fyrir tillögur þær, sem hér eru settar fram, óbundnar hendur um málið á síðara stigi þess.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.