19. júní - 19.06.2012, Síða 2
19. júní, ársrit Kvenréttindafélags Íslands, er í ár helgað fjórðu
bylgju femínismans. Femíniskri hugmyndafræði hefur verið
skipt í nokkrar bylgjur. Fyrsta bylgjan barðist fyrir kosninga
rétti kvenna, önnur bylgjan einkenndist af kvennahreyfingum
á 7. og 8. áratugnum og þriðja bylgjan lagði áherslu á fjölbreyti
leika og frelsi. Nú eru ýmis teikn á lofti um að fjórða hugmynda
fræðibylgja femínismans stefni að ströndum landsins.
19. júní fagnar framtíðinni. Við fjöllum um félög og hópa sem
hafa sprottið upp síðustu árin og fagna jafnrétti kinnroðalaust
og kynnumst til dæmis Félagi ungra jafnréttissinna þar sem
yngstu meðlimirnir eru 14 ára gamlir. Við fjöllum um tímaritið
Endemi sem rýnir í kynjaójafnvægi í lista og menningar um
fjöllun á Íslandi, um Neihópinn, um Knúzið, vefrit um femín isma
og jafnréttismál, um druslugöngur hérlendis og erlendis og
drögum saman staksteina um jafnréttismál á Íslandi á árinu.
Við tölum við nýkjörinn biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðar
dóttur og fjöllum um Stóru systur en hópurinn vakti mikla
athygli á síðasta ári með aðgerðum sínum gegn vændis kaupum
á Íslandi.
Það er ýmislegt á seyði á nýrri öld. Samfélagið er að endur
meta hvað það þýðir að vera þátttakandi í samfélagi fólks. Ísland
stendur nú fremst þjóða heimsins í jafnréttismálum og framtíðin
er björt.
19. júní TímariT kvenréTTindafélags íslands 61. árgangur
„Þegar ég var sautján ára fékk ég þá
flugu í höfuðið að ég vildi verða prestur,“
segir Agnes. „Mér datt aldrei í hug að
líta á það sem takmörkun að ég væri
kona, þótt konur væru ekki prestar í
mínum uppvexti. Pabbi var prestur og
ég hafði alltaf mikinn áhuga á kirkju
starfinu, svo fyrir mér var það eðlilegt
framhald að feta í hans fótspor.“
„Svo þú ert stelpan sem ætlar
að fara í guðfræðina“
Agnes segir það hafa vakið nokkra
athygli þegar hún hóf nám í guðfræði
haustið 1975. „Við vorum ekki margar í
guðfræðinni á þessum árum en það voru
tvær aðrar konur við nám þegar ég byrjaði
í deildinni.“ Fyrsti skóladag urinn, þar
sem hún gekk um ókunnuglega ganga
skólans, er henni minnisstæður. „Þá
sagði einn nemandi við mig: Svo þú ert
stelpan sem ætlar að fara í guðfræðina.
Ég velti því fyrir mér í stutta stund
hvort ég hefði kannski villst og væri
ekki á réttum stað en hristi það fljótt
af mér.“ Að sögn Agnesar var guðfræði
deildin svolítil karlaveröld. „Mér datt
nú stundum í hug að við værum þarna
upp á punt, sérstaklega þegar verið var
að velja í stjórnir og nefndir Félags
guðfræðinema.“
Hún lét það þó ekki slá sig út af laginu
og kveðst einnig hafa fundið fyrir miklum
meðbyr. „Ég hóf nám haustið 1975 þegar
mikil gróska var í kvenna baráttunni og
fann styrk frá henni, einkum eftir að
Þann 25. apríl síðasT liðinn var séra agnes m.
sigurðardóTTir kjörin biskup, fyrsT íslenskra
kvenna. agnes er jafnframT Þriðja konan sem
hlauT presTsvígslu hér á landi en hún fagnaði
ÞrjáTíu ára vígsluafmæli sínu Þann 20. sepTember
á síðasTa ári.
ég vígðist.“ Fólk var ekki vant því að sjá
konur í prestshlutverkinu á þessum
fyrstu árum. „Ég hef verið í kirkju að
undirbúa messu þegar fólk hefur spurt:
Fer presturinn ekki að koma?“ Agnes
bætir því við að fólk hafi oft sagt henni
að það hafi aldrei áður heyrt konu
predika.
Konur og kristin trú
Að sögn Angesar voru það ákveðin
tímamót árið 1978 þegar séra Auður
Eir Vilhjálmsdóttir kom mjög kát að
utan eftir að hafa verið á ráðstefnu um
kvennaguðfræði. „Kvennaguðfræði
gengur út á það að draga fram konur
í Biblíunni. Kirkjusagan er karlmiðuð
eins og önnur saga, enda skrifuð að
miklu leyti af körlum. Kvennaguðfræðin
víkkar sjóndeildarhring okkar þegar við
skoðum Biblíuna því hún leyfir okkur
að skoða hana frá nýju sjónarhorni,
þetta er spurning um hugsunarhátt og
þær áherslur sem notaðar eru þegar
Biblían er skoðuð.“
Aðspurð um stöðu kvenna innan
kristinnar trúar segir Agnes mikilvægt
að hafa það í huga að Biblían er ekki
náttúruvísindi heldur lofgjörð til
sköpunarinnar. „Guð skapaði manninn
í sinni mynd og skapaði karl og konu,
hann skapaði ekki karlinn í sinni mynd
og svo konuna,“ segir Agnes og dregur
þannig fram hvernig skoða má texta
Biblíunnar í ákveðnu ljósi.
Fann fyrir mikilli gleði vegna
framboðsins
Agnes hefur af fremsta megni tekið
þátt í kvennastarfi innan kirkjunnar,
þrátt fyrir að hafa verið búsett úti á landi.
Hún hefur stutt við Kvenna kirkjuna og
sótt messur á hennar vegum þegar hún
hefur verið í Reykjavík.
„Í eðli mínu er ég ekki baráttukona en
með störfum mínum og því sem ég er og
geri tel ég mig vera fyrirmynd fyrir ungar
stúlkur og er þakklát því að við búum í
landi þar sem stúlkur hafa tækifæri til
að verða það sem þær vilja.“
Agnes segir biskupsframboðið hafa
verið mjög jákvæða upplifun. „Ég fann
aldrei fyrir mótlæti vegna kynferðis
míns í biskupsframboðinu, þvert á móti
fann ég fyrir mikilli gleði, bæði vegna
framboðs míns og því að tvær konur
skyldu bjóða sig fram til biskups.“
Hefði líklega brugðist öðruvísi við
Varðandi þau erfiðu mál sem kirkjan
hefur þurft að kljást við á undanförnum
árum, þar á meðal kynferðisbrot Ólafs
Skúlasonar, segir Agnes: „Mér finnst
líklegt að ég hefði brugðist öðruvísi við
þessu máli,“ en bætir við að auðvelt sé
að vera vitur eftir á. „Hafa verður í huga
að svona mál varða ekki aðeins sitjandi
biskup heldur einnig kirkjuráð og
Fer preSturinn
eKKi að Koma?
Kvenna baráttunnar
í Tilefni kvenréTTinda
dagsins verður
sérsTakur háTíðar
ÞáTTur á dagskrá
rásar 1 Þann 19. júní.
ÞáTTurinn segir
sögu íslenskrar
kvennabaráTTu
í Tali og Tónum.
Brynhildur Heiðar og Ómars dóttir
og Helga Birgisdóttir eru umsjónar
menn þáttarins, en í honum er stiklað á
stóru yfir sögu kvenréttindabarátt
unnar hér á landi. Byrjað verður árið
1915 þegar konur hlutu kosningarétt og
svo er brunað yfir árin og áratugina og
staðnæmst við markverða atburði
sem hafa sett sitt mark á kvenréttinda
baráttuna.
Þá er rætt um þrjár hugmynda fræði
legar bylgjur femínismans og spurt
hvort fjórða bylgjan sé mögulega að
stefna að landi. Ef við smættum þessar
bylgjur niður í stikkorð, þá getum við
sagt að fyrsta bylgjan hafi snúist um
aðgang (að kosningum, námi, menntun,
o.s.frv.), önnur bylgjan um jafnrétti og
þriðja bylgjan um fjölbreytileika og
frelsi. Við spáum því að fjórða bylgjan
muni snúast um áhrif: Hvað mun gerast
í samfélagi þar sem konur eru komnar
til raunverulegra valda í flestum
stofnunum samfélagsins og hafa raun
veruleg áhrif á framtíð okkar allra?
Vandræðahugtakið „femínismi“ og
mismunandi merkingar þess eru einnig
til umfjöllunar. Hvað þýðir orðið, hvaðan
kemur það, hvernig skilja Íslendingar
„femínisma“. Þáttastjórn endur spurðu
gesti Kringlunnar hvort þeir gætu
útskýrt orðið og svörin voru jafn
fjölbreytt og viðmælendur margir.
Orðið sjálft kemur úr latínu og notkun
þess, á ensku og frönsku, í merkingunni
„kvenfrelsisbarátta“ er rakin aftur til
nítjándu aldar. Þáttastjórnendur fikra
sig áfram á milli landa og tungumála
og loks til Íslands. Þeir rekast fyrst á
orðið „femínismi“ í íslenskum dagblöðum
árið 1960, en hugtakið náði svo smám
saman fótfestu á 9. og 10. áratugnum
innan háskólans og alþingis sem aka
demískt og pólitískt flokkunarhugtak.
Að lokum verður rætt um séríslenska
hugtakið „öfgafemínisma“ sem notið
hefur mikilla vinsælda síðustu árin.
Þátturinn er á dagskrá á rás 1
þriðjudaginn 19. júní kl. 13.00 og
endurtekinn laugardaginn 23. júní
kl. 8.05.
ÓlguSjÓr
ritStjÓrnar piStill
kirkjuþing, ábyrgðin liggur víða.“ Hún
segir fagráð kirkjunnar nú fara með
mikla ábyrgð. „Þegar mál Guðrúnar
Ebbu kom fyrst upp taldi fagráðið sig
ekki geta fjallað um málið en nú hefur
það verið tryggt að fagráðið megi og eigi
að taka á svona málum. Það er öruggt.“
Ummæli Agnesar um samviskufrelsi
presta við hjónavígslu samkynhneigðra
vöktu nokkra athygli skömmu eftir kjör
hennar og vill hún árétta að auðvitað
fari kirkjan að landslögum. „Í lands
lögum um hjónavígslur er þetta svig
rúm leyft og við förum að lögum. Það
er hratt minnkandi hópur presta í
þjónustu kirkjunnar sem vill ekki gefa
samkynheigð pör saman.“ Hún telur að
þetta eigi fljótlega eftir að breytast, að
ákveðin kynslóðaskipti eigi sér nú stað
innan kirkjunnar og er þess fullviss
að innan fárra ára leysist þessi mál af
sjálfu sér.
Agnes hefur það á tilfinningunni að
kjör hennar muni verða kirkjunni til
bóta og er bjartsýn á að nú fari nýir
tímar endurnýjunar í hönd innan
kirkjunnar. „Ég hef hitt marga sem
sögðu sig úr kirkjunni þegar þessi mál
gengu yfir en segjast nú vilja ganga í
hana aftur. Það hefur glatt mig.“
Í ritstjórn 19. júní sitja Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Eygló Árnadóttir, Fríða Rós
Valdimarsdóttir, Helga Birgisdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur Knútsdóttir.
Ljósmynd: Sveinbjörg Bjarnadóttir
Séra Agnes M. Sigurðardóttir. Ljósmynd: Árný Herbertsdóttir.
Séra Agnes messar í Hólskirkju, Bolungarvík. Ljósmynd: Þjóðkirkjan.