19. júní


19. júní - 19.06.2012, Síða 5

19. júní - 19.06.2012, Síða 5
Eftirspurnin eftir vændi er meiri en framboðið og af því leiðir að „markaður­ inn“ reynir að búa til meira framboð til að anna eftirspurninni. Konur, karlar og börn eru hneppt í ánauð og seld mansali til að svara kalli eftirspurnarinnar. En hverjir skapa og viðhalda eftirspurn eftir börnum, konum og körlum í vændi? Norrænar rannsóknir hafa sýnt að vændiskaupendur eru yfirleitt karlar. Þeir eru á öllum aldri, úr öllum þjóð félags­ stigum og er stór hluti þeirra giftur eða í samböndum. Flestir eru á aldrinum 25­ 45 ára. Einnig þekkist að konur eða pör kaupi vændi en þó í mun minna mæli en áðurnefndur karlahópur. Mikilvægur liður í markaðssetningu vændis er jákvæð ímyndarsköpun. Með því að skilgreina vændi sem val þess sem selur sig geta kaupendur fjarlægst þá hugmynd að um ánauð sé að ræða og geta þar með nálgast vændiskaup sem Norrænar rannsóknir sýna að: Heimild: STERK – forvarnamiðstöð 19. júníTímariT kvenréTTindafélags íslands 61. árgangur vændiS- Kaupendur vændiSKaup á íSlandi Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttar­ lögmaður segir að strangar reglur gildi um notkun tálbeita og hlut verk þeirra í hegningarlögum sé mjög afmarkað. Árið 2007 sýknaði Hæstiréttur til að mynda þrjá karlmenn í Kompás málinu svokallaða af tilraun til kynferðis brots, en þeir höfðu mælt sér mót við tálbeitu þáttarins. Í einum dómnum segir: „Af framangreindum reglum ríkis saksóknara, og af viður kennd­ um óskráðum meginreglum í íslensk um rétti, er ljóst að lögreglu hefði ekki, við rann sókn máls, verið heimilt að beita þeim aðferðum sem þáttargerðamennirnir notuðu í sam skiptum við ákærða. Það er því mat dómsins að verulegur vafi leiki á því hvort lögreglu hafi verið heimilt að nota gögn sem aflað hefur verið á þann hátt sem raun ber vitni sem grundvöll rann sóknar sakamáls.“ Það var því aldrei nein spurning hvort nafnalistinn frá Stóru systur hefði gefið tilefni til ákæru. Það gerir hann augljós lega ekki, enda segir í skýrslu dóms­ og kirkju málaráðuneytisins frá 1999 um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu: „Það grundvallarskilyrði er haft að leiðar ljósi að tálbeita verði ekki notuð til að kalla fram refsiverða háttsemi sem ella hefði ekki verið framin.“ Þorbjörg Inga segir að nafnalistinn hefði þó átt að vera lögreglu tilefni til rannsóknar, enda segir í 52. grein laga um meðferð sakamála nr. 88 2008: „Lögregla skal hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki.“ „Listinn frá Stóru systur hefði getað gefið lögreglu tilefni til að taka skýrslur af einhverjum einstaklingum eða rann­ saka tölvur þeirra,“ segir Þorbjörg. „Stóra systir var bara að grípa inn í umferð vændiskaupenda.“ Skortir pólitískan vilja til að taka á vændiskaupum? Eru vændismál kannski ekki tekin nógu alvarlega í samfélaginu? Skortir viljann til að taka á vændiskaupum? Friðrik Smári segir lögregluna einfald lega skorta fjármagn til að rannsaka vændi. Deildin innan lögreglunnar sem hefur vændismál á sinni könnu rannsakar brot gegn lífi og líkama. Undir slík brot falla vændi, kynferðisbrot, heimilisofbeldi, manndráp og manndrápstilraunir. Við deildina starfa aðeins 12 starfsmenn, en samkvæmt nýjustu ársskýrslu lögreglu­ stjórans á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2010 starfa eingöngu 39 manns á rann­ sóknarsviði öllu. Til samanburðar má nefna að hjá umboðsmanni skuldara starfa um 80 manns og hjá embætti sér­ staks saksóknara eru um 100 starfsmenn. „Það þarf að sinna málaflokknum betur,“ segir Friðrik Smári. „Við höfum „Stóra systir var bara að grípa inn í umferð vændiskaupenda.“ „Opinberaður, ákærður, dæmdur ... Tennurnar eru farnar úr lögunum með nafnleyndinni.“ venjuleg viðskipti frekar en mansal. Þegar kaupendur upplifa það sem svo að þeir séu að kaupa vændi af konu sem velur það ekki sjálf eiga þeir erfiðara með að réttlæta kaupin fyrir sjálfum sér og umheiminum. Með því að sannfæra sig um að um frjálst val sé að ræða þurfa þeir ekki að taka ábyrgð á því að hafa nýtt sér neyð annarrar manneskju. Athygli vekur að 95% vændiskaupenda á Norðurlöndum segjast geta fengið kynlíf með öðrum hætti en með vændis­ kaupum og má því draga þá ályktun að vændiskaup séu valkvæð hegðun í mjög mörgum tilfellum. Árið 2009 var almennum hegningar­ lögum breytt svo kaup á vændi eru nú ólögleg á Íslandi. Í 206. grein segir: „Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.“ ekki getað sinnt þessu sem skyldi. Árið 2008 samþykktu stjórnvöld aðgerða­ áætlun gegn mansali en það fylgdi engin fjárveiting. Þekkingin er að mörgu leyti þegar til staðar innan lögreglunnar en okkur skortir mannskap. Vændismálin eru erfið og tímafrek í rannsókn og sönnunarstaðan er erfið. Oft vill hvorki gerandi né þolandi aðstoða lögreglu við rannsókn og mansalsfórnarlömb treysta oft ekki yfirvöldum. Svo má nefna sem dæmi að til að mega beita símahlerunum í rannsóknum á vændi þyrfti laga­ breytingu, því það þarf að vera 8 ára „tennurnar eru farnar úr lögunum með nafnleyndinni“ Það vakti mikla reiði að þinghald yfir vændiskaupendum sem dæmdir voru fyrir að eiga viðskipti við Catalinu Mikue Ncogo var lokað. Dómari í málinu, Arngrímur Ísberg, vísaði til þess að þó að meginreglan sé sú að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði, þá séu undan­ tekningar frá meginreglunni sem miða að því að vernda sakborninga, brotaþola, vandamenn þeirra, vitni eða aðra sem málið varða. Halla Gunnarsdóttir krafðist þess sem borgari, blaðamaður efni málsins var því vísað frá. Þorbjörg Inga segir hugmyndafræðina á bakvið lagasetninguna hafa verið þá að hún ætti að hafa fælingarmátt. Dómarnir eru ekki þungir, einungis er um fjársektir að ræða, og átti fælingar­ mátturinn að felast í nafnbirtingunni. „Opinberaður, ákærður, dæmdur. Það þarf að ráðast á eftirspurnina eftir vændi og fyrir ákveðinn hóp vændis­ kaupenda er það að upp um þá komist það versta sem getur gerst. Tennurnar eru farnar úr lögunum með nafnleynd­ inni.“ Friðrik Smári tekur í sama streng og segir aðspurður um nafnaleyndina: „Varnaðaráhrif laganna eru farin.“ „Nafnleynd í dómum byggist á því að vernda þann sem verður fyrir brotinu, eða sakborning ef hann er ungur. Í þessu tilviki var hún hins vegar notuð til að vernda fullorðna sakborninga og fjölskyldur þeirra. Það eru hins vegar fordæmi fyrir því að birta nöfn þeirra sem hafa brotið gegn börnum sem eru ótengd þeim og nöfn sakborninga í manndrápsmálum eru birt,“ segir Þorbjörg Inga. Athygli vekur að í mjög mörgum við­ kvæmum málum er lokuðu þinghaldi hafnað (nýlegt dæmi er t.d. mál Agné Krataviciuté sem var sakfelld í Héraðs­ dómi Reykjavíkur fyrir að hafa orðið barni sínu að bana) og er þá vísað til fyrrnefndrar meginreglu um opna máls­ meðferð í dómsmálum. Hvað gerir kaup á vændi viðkvæmara fyrir sakborninga og fjölskyldur þeirra en manndráp og morð? „Skilaboðin sem verið er að senda eru þau að það þurfi að vernda vændiskaup­ endur fyrir geðveikri vændislöggjöf,“ segir Þorbjörg Inga. refsirammi við broti til að hlera megi síma, en refsirammi í vændi er aðeins 4 ár. Í fyrra var veitt fjárveiting til að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi, en hún var eyrnamerkt svokölluðum MC­hópum. En ef það kæmi upp vændi í tengslum við þá hópa yrði það auðvitað skoðað.“ engin yfirsýn yfir vændismarkaðinn En hver er tilfinning Friðriks Smára gagnvart vændismarkaðnum á Íslandi? „Það er engin yfirsýn yfir vændi á Íslandi. En hér er líklega öll flóran, fólk sem selur sig sjálft án milligöngu, fíklar sem selja sig og svo skipulagt mansal. Allt kemur til Íslands, fíkniefni og vændi, það kemur hingað seinna en í nágranna­ löndunum en það kemur hingað á endanum. Konur frá útlöndum detta ekki inn á vændismarkaðinn án milligöngu. Einhver hefur hönd í bagga og hjálpar þeim. Og mansal mun væntanlega aukast. “ Steinunn Gyðu­ og Guðjónsdóttir, verkefnastýra vændisathvarfs Stígamóta, segir að rannsóknir á vændi á Íslandi skorti. Á hverju ári leita um 30 konur til Stígamóta vegna vændis. „En það er bara toppurinn á ísjakanum,“ segir hún. „Það skortir líka viljann til þess að taka á vændiskaupum. Lög um bann við kaupum á vændi fóru í gegn en svo gerðist ekkert meira. Það er engin fjárveiting og það er ekki forgangsraðað.“ Síðasta almenna rannsóknin sem gerð var á vændi á Íslandi var skýrsla unnin fyrir dóms­ og kirkjumálaráðuneytið árið 2001 og líklegt verður að teljast að umfang og eðli vændis hér á landi hafi mikið breyst á þeim 11 árum sem liðin eru frá útgáfu hennar. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á kaup­ endum vændis. karla í noregi, 18 ára og eldri, hafa keypt sér vændi 13% kaupenda vændis eru karlar vændiskaupenda kaupa vændi einu sinni til þrisvar á ævinni vændiskaupenda kaupa vændi „bara til að prófa“ 80% 90% 80% „Lögregla skal hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki.“ Ljósmynd: Anton Brink. og talskona Femínistafélags Íslands að þinghaldið yrði opið og skaut málinu til Hæstaréttar, en þar sem hún taldist ekki eiga lögvarða hagsmuni af sakar­

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.