Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 12

Gerðir kirkjuþings - 1964, Blaðsíða 12
4. Kirkjuþinq Ályktun. Flm. sr. Gunnar Árnason. 5. mál Kirkjuþing telur tímabært að leitast sé við að kanna, hverjar muni vera höfuð orsakir þess, að svo lítill hluti safnaðanna sækir guðsþjónustur að staðaldri og hver mundu helztu úrræðin til að efla safnaðarstarfið og gera það víðtækara. Málinu vísað til allsherjarnefndar II. Álit hennar var á þessa leið : Nefndin mælir með samþykkt þessarar ályktunar. Bendir hún á, að svipað mál lá fyrir síðasta Almennum kirkjufundi, og leggur til, að samstarf verði haft við núverandi undirbúningsnefnd þeirra um könnun þessa, og að Kirkjuþing kjúsi ser þriggja manna milliþinga- nefnd til þess starfs. Nefndin er þeirrar skoðunar, að svo kunni að vera, að vanþekking þjoðarinnar í kristnum efnum sá verulegur þáttur í of lítilli kirkjusókn, og leggur því sérstaka áherzlu á, að í væntanlegri könnun verði athugað hver sé staða kristindómsfræðslunnar í fyrstu bernsku, á skyldunáms skeiði og að fermingu lokinni. Athugað sé þá sérstaklega hver sé þáttur Heilagrar ritningar, Fræða Lúthers og sálmanna. Athugun þessi þarf að ná til heimila, skóla, og kirkju, þar með talið hið frjálsa kristilega starf innan hennar. Ályktunin var samþykkt. í nefndina voru kosnir: Sr. Gunnar Árnason, (12 atkv.), frú Jósefína Helgadóttir (11 atkv.), Steingrímur Benediktsson, skólastjóri,(14 atkv.), Varamenn: Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson (11 atkv.), Sr. Jóhann Hannesson, prófessor, (9 atkv.), og Þórður Möller,yfirlæknir, (13 atkv.)

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.