Gerðir kirkjuþings - 1964, Page 13
4. Kirkjuþinq
6. mál
Ályktun
Flm. sr. Gunnar Árnason.
Kirkjuþingið 1964 ályktar að fela biskupi og kirkjuráði að kanna,
hvort prestastéttin telur ekki æskilegt og tímabært, að greiðslum
fyrir aukaverk þeirra -önnur en líkræður- sé breytt í það horf,
að um ársfjórðungslegt gjald se að ræða. Verði hluti sóknargjald-
anna og hæð þess í hlutfalli við mannfjölda prestakallanna.
Málinu var vísað til allsherjarnefndar I, er lagði til, að
ályktunin væri orðuð svo:
Kirkjuþingið 1964 ályktar að fela biskupi og kirkjuráði að kanna,
hvort prestar og sóknarnefndir telji æskilegt að greiðslur fyrir
aukaverk presta -önnur en líkræður- verði hluti sóknargjalda
og greiðist í hlutfalli við mannfjölda prestakallanna.
Var ályktunin svo hljóðandi samþykkt.