Gerðir kirkjuþings - 1964, Síða 21

Gerðir kirkjuþings - 1964, Síða 21
4. Kirkjuþinq 12. mál 11. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 38 30.júlí 1909 um vígslubiskupa og önnur lög eða lagaákvæði, er fara í bág við log þessi. Ákvæði til bráðabirgða. NÚverandi biskup íslands á rétt á að setjast í hvert biskups- dæmið, sem hann kýs. Frumvarp þetta var undirritað af 10 þingmönnum, framsögum. var sr. Gunnar Árnason. Var því vísað til löggjafarnefndar, er lagði til, að málið væri afgreitt með svo hljóðandi ályktun: Kirkjuþing ályktar að fjölga eigi biskupum hinnar íslenzku þjóð- kirkju í þrjá hið allra fyrsta og kýs milliþinganefnd þriggja leikmanna til þess að gera tillögur um framtíðarskipan biskups- dæma þjóðkirkjunnar• Jafnframt beinir Kirkjuþing þeim tilmælum til næstu prestastefnu Islands, að hún kjósi þrjá presta í nefndina, sem síðan vinni að málinu með biskupi og kirkjuráði. Tillögur þessara aðila leggist fyrir næsta Kirkjuþing í frumvarps- formi. Ályktunin var samþykkt. í nefndina voru kjörnir: Guðmundur Benediktsson, stjórnarráðsfulltrúi (10 atkv.) Bjartmar Guðmundsson, alþ.m., (12 atkv.) Ágúst Þorvaldsson, alþ.m., (12 atkv.) Til vara: Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari, (9 atkv.) Skúli Guðmundsson, fyrrv.ráðh., (12 atkv.) Sigurður Óli Ólafsson, forseti e.d. Alþingis, (12 atkv.)

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.