Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2012, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 22.11.2012, Blaðsíða 20
fimmtudagurinn 22. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR20 Hinrik Guð-bjartsson er 16 ára Grindvíkingur sem stundar nám á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann leikur körfubolta með Grindvíkingum en það er hans helsta áhugamál ásamt tónlist og að vera með vinum sínum. Hann á erfitt með að gera upp á milli kennara skólans Af hverju valdir þú FS? Flest allir vinir mínir fóru þangað og það er auðveldast fyrir mig að fara i FS. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er mjög gott verð ég að segja. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég ætla bara að reyna að komast eins langt í körfuboltanum ég og mögulega get, annars er ég ekki búinn að ákveða neitt sérstakt. Ertu að vinna með skóla? Nei. Hvað er skemmtilegast við skólann? Það er bara að hitta alla vinina. Hvar heldurðu þig í eyðum og frímínútum? Oftast á Grindavíkurborðinu, annars fer maður stundum á bókasafnið að læra. Hvað borðar þú í morgunmat? Cheerios og lýsi, að sjálfsögðu. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Það mun vera Nökkvi Harðarson, hann á eftir að verða þekktur sem tvífari Nilla. Hvað fær þig til að hlæja? Magnús Már Ellertsson Hvað er heitasta parið í skólanum? Það eru þau Jón Axel og Guðlaug. Eftirlætis: Sjónvarpsþættir Breaking bad, Dexter, Friends og Sons of anarchy Vefsíður Facebook, Karfan.is og nba.com. Flík Mörgæsasamfestingurinn minn Skyndibiti Subs í Skeifunni í Grindavík. Kennari Þeir eru allir flottir. Fag Ekkert sérstakt sem er i uppáhaldi. Tónlist Hlusta aðallega á hip hop/rapp, en annars hlusta ég á flest alla tónlist. Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Ég mun ríða þér í tætlur með Dirty Midget. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Theodór Sigurbergsson er grunnskólanemi í 10. bekk í Holtaskóla. Hans helstu áhugamál eru fótbolti og handbolti og draumurinn er atvinnumennska í öðru hvoru. Stærðfræði er uppá- halds fagið hans en nátt- úrufræði er leiðinlegasta. Hvað gerirðu eftir skóla? Klára heimanámið, fer svo á æfingar. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti og hand- bolti eru þau helstu. Uppáhalds fag í skólanum? Stærðfræði er uppáhaldsfagið. En leiðinlegasta? Náttúrufræði er leiðinlegast. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Kjötsúpan hjá mömmu er besti maturinn. En drykkur? Mountain Dew er klárlega besti drykkurinn. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Það væri John Terry leikmaður Chelsea. Ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Að geta flogið væri skemmtilegt. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Atvinnumaður í fótbolta eða handbolta er draumurinn. Hver er frægastur í símanum þínum? Haffi Haff er frægastur. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Unnsteinn Manuel söngvar- inn í Retro Stefson. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Fara í stelpuklefann. Hvernig myndirðu lýsa fata- stílnum þínum? Stórfenglegur. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Skemmtilegur og góður strákur. Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla? Gangaverðirnir. Hvaða lag myndi lýsa þér best? I'm Sexy And I Know It lýsir mér sennilega best. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? How I met your mother myndi lýsa mér best. Besta Bíómynd? Klárlega Taken. Sjónvarpsþáttur? Prison break er besti þátturinn. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Retro Stefson klikkar seint. Skyndibiti? Serrano er besti skyndibitinn. Leikari? Will Ferrell er algjör snillingur. Lið í Ensku? Chelsea er mitt lið. Vefsíða? Það er nú facebook. atvinnumennska er draumurinn n Theodór SigurbergSSon // UNG UmSjón: PáLL oRRI PáLSSon • PoP@VF.IS Cheerios og lýsi í morgunmat MeNNING OG MaNNLÍF Ævar Már Ágústsson er 22 ára Njarðvíkingur sem um þessar mundir berst um titilinn Fyndnasti maður Íslands. Ævar sem starfar sem baðvörður í Bláa lóninu er á lausu og býr í foreldrahúsum. Hann ákvað að taka þátt í keppninni eftir að hann sá hana auglýsta á facebook en að eigin sögn hefur hann alltaf verið frekar fyndinn gaur. „Titil- inn er líka bara svo grípandi, fyndnasti maður Íslands,“ segir Ævar. Auk Ævars eru níu aðrir keppendur sem sækjast eftir titlinum eftir- sótta en lokakeppnin fer fram á föstudag á skemmti- staðnum Spot í Kópavogi. Þú ert væntanlega fyndni gæinn í þínum vinahóp? „Ég er ekkert svakalega fyndinn nema ég sé í kringum vinina, þá sleppi ég mér stundum í gríninu. Það er sérstaklega mikið hlegið í hópnum þegar ég og Halli vinur minn dettum í gírinn.“ Hvernig er það að semja svona uppistand, hefurðu einhverja reynslu af því? „Ég hef einu sinni verið með lítið uppistand í FS og þá tók ég mig bara til og hringdi í Ara Eldjárn og við hittumst og fórum yfir efnið sem ég samdi. Hann hjálpaði mér doldið að læra hvernig ætti að semja efni. Svo fylgist maður líka mikið með þessum erlendu uppistöndurum og lærir af þeim,“ segir Ævar. Hvernig myndir þú lýsa húmornum þínum? „Ég er með mjög fjölbreyttan húmor. Finnst eiginlega aldrei vera of langt gengið en þá er fínt að hafa vini sem hægja á manni og segja mér að ég geti ekki notað það efni.“ Ævar talar mikið um eigin reynslu og gerir óspart grín að sjálfum sér á sviði. „Málið er að flestar sögur sem ég segi á sviðinu um sjálfan mig eru sannar sögur, og ég er eiginlega að monta mig af þeim því þær geta verið mjög skrautlegar þessar sögur. En ég ýki þær flestar til að gera þær fyndnari.“ Ævar segist eiga sér nokkrar fyrirmyndir í gríni, en meðal íslenskra grínista sem hann heldur upp á eru Ari Eldjárn og Jón Gnarr. Annars fylgist hann mest með: Louis CK, Jimmy Carr og Jim Jeffries í erlendu deildinni, þeir eru að hans mati beinskeittir og stundum frekar sjúkir, en það kann hann að meta. „Community sjón- varpsþættirnir standa mikið upp úr hvað varðar sjónvarps- efni, þar er mikið um rasisma og skemmtilega karaktera, annars er svo bara flest með Will Ferrell í uppáhaldi líka,“ segir Ævar að lokum en eins og áður segir fer keppnin fram á föstudag og nálgast má miða á midi.is eða á staðnum. n Laugardaginn 1. desember frumsýnir Leikfélag Keflavíkur jólasöngleik- inn Jólin koma… eða hvað? Verkið er samið af leikfélagsdrengjunum Arnóri Sindra og Jóni Bjarna sem báðir hafa starfað með félaginu í langan tíma. Það eru um 50 manns sem koma að upp- setningunni með einum eða öðrum hætti og óhætt er að lofa góðri skemmtun. Unglingadeild félagsins hefur verið afar öflug undir stjórn þeirra félaga Arnórs og Jóns Bjarna en einnig eru aðrir eldri og reyndari leikarar að taka þátt. Verkið fjallar að sjálfsögðu um jólin og ýmislegt í kringum þau með óvæntum uppákomum og fjöri auk þess sem vinsæl og þekkt jólalög óma inni á milli atriða í flutningi frábærra söngvara sem félagið er svo heppið að hafa innanborðs. „Þetta er búin að vera strembin vinna en jafnframt ótrúlega skemmtileg enda verkið gott þó við segjum sjálfir frá“ sögðu höfundarnir sem jafnframt sjá um leikstjórnina. „Hópurinn er góður og allir mjög áhuga- samir, valinn maður í hverju hlutverki og allt að smella saman. Svo er bara að vona að fólk leggi leið sína í Frumleikhúsið og njóti sýningarinnar í hlýju umhverfi á meðan það bíður eftir jólunum“ Verkið verður sem fyrr sagði frumsýnt laugardaginn 1. desember, kl. 20:00. Önnur sýning verður sunnudaginn 2. des., kl. 20:00. Nánar auglýst í næsta tölu- blaði VF. Sérstakt tilboð verður í gangi fyrir skóla- hópa/leikskólahópa og því stórsniðugt fyrir bekkjarfulltrúa og/eða nemenda- félög að skella sér á flotta jólasýningu með nemendur og taka aðra fjölskyldu- meðlimi með þar sem þetta er sannkölluð fjölskylduskemmtun. n Finnst aldrei of langt gengið n Ævar Már Ágústsson keppir um titilinn Fyndnasti maður Íslands: Jólin koma… eða hvað? - Nýr jólasöNgleikur Í FruMleikhúsiNu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.