Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2012, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 22.11.2012, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 22. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR18 VIÐ VERÐUM ALLTAF Í LEIÐINNI VIÐ MUNUM LÆKKA LYFJAKOSTNAÐ SUÐURNESJAMANNA Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Sendu nú karlinn út til að setja upp jólaseríurnar! – með réttu græjunum Áltrappa 5 þrep 5.990 Áltrappa 4 þrep 4.990 Álstigi 2x12 þrep 3,61-6,1 m 25.990 Álstigi 12 þrep 3,38 m 7.390 Álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m 16.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Guðrún Skagfjörð Sigurðardóttir er stödd í Elhúsinu hjá Víkurfréttum að þessu sinni. Hún ætlar að deila einfaldri og skemmtilegri uppskrift með lesendum en hún hefur ákaflega gaman af því að elda. „Ég myndi segja að ég væri dugleg að taka til hendinni í eldhúsinu. Þegar ég vinn á kvöldin eldar maðurinn minn yfirleitt pylsur sem börnin eru ekki hrifin af,“ segir Guðrún létt í bragði. Oftast eldar Guðrún fisk eða kjúkling en hún er ekki mikið fyrir að borða kjöt. „Ég hef mjög gaman af því að elda mat og fer reglulega með afganginn í vinnuna og leyfi Gísla vinnufélaganum mínum að smakka,“ en Guðrún vinnur í íþróttahúsinu við Heiðarskóla. Það er frábær vinnustaður að sögn Guð- rúnar en henni finnst afar gaman að vera í kringum börn. Guðrún er gift Þórhalli Garðarssyni og saman eiga þau þrjú börn. Elsta stelpan er farin að heiman en þær mæðgur voru dug- legar að elda saman. Eftir eru þó tveir drengir á heimilinu sem eru duglegir að hjálpa Guðrúnu í eldhúsinu, bæði við eldamennskuna og að ganga frá. Helstu áhugamál Guðrúnar eru íþróttir og útivera en hún hefur stundað Metabolic af krafti undanfarið og segir hún það vera hreint frábæra líkamsrækt. Uppskriftin: 500-1000 g kjúklingalundir eða bringur. Einnig er hægt að notast við fisk. 2 krukkur rautt pestó 1 dós sýrður rjómi 1/2 krukka fetaostur „Kjúklingurinn/fiskurinn settur í eldfast form, blanda saman rauðu pestói, sýrða rjómanum og fetaostinum. Sett yfir kjúklinginn og hitað í ofni við 180°C í 30 mínútur. Með rétt- inum hef ég yfirleitt blöndu af sætum kartöflum, venjulegum kartöflum og graskeri sem ég sker í bita og set olíu yfir, hita svo í ofni í um 30 mín- útur. Svo er ómissandi að hafa ferskt salat með. Í það set ég spínat, lambhaga salat, papriku, gúrku, avokadó og hnetur. Gott er að setja fetaost yfir það líka en það eru ekki allir sem kjósa það.“ Vinsæll eftirréttur á heimili Guðrúnar er svo kókósís sem hún þekur með kókosbollum og ber fram með ferskum bláberjum og jarðarberjum. marÍa SKaGFJÖrÐ Í ELDHÚSINU PEStó kjÚkLINgUr og graSkEr Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Grinda- vík sl. föstudag á vegum mennta- og menningarmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir ráðherra heimsótti fyrst grunnskólann í Grindavík og fór svo á leik- skólana. Að endingu var hátíð í Kvikunni. Ráðherranum var kynnt starfsemi grunnskólans. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, skólastjórnendur og ýmsir fleiri tóku á móti ráðherr- anum og kynntu fyrir henni m.a. þá uppbyggingu sem framundan er í skólanum en þar á að byggja sem kunnugt er tónlistarskóla og bóka- safn við skólann. Þá var vel tekið á móti ráðherranum á leikskólunum Laut og Króki. Katrín skoðaði svo saltfisksýn- inguna í Kvikunni og í kjölfarið var svo hátíð í salnum þar sem m.a. var upplestur og tónlistaratriði. Þar sungu Rebekka Rós Reynisdóttir og Fanný Þórsdóttir við undir- spil Renötu Ivan. Tveir nemendur grunnskólans voru með upplestur, þau Margrét Rut Reynisdóttir og Sigurður Bjartur Hallsson en bæði unnu þau Stóru upplestrarkeppn- ina á sínum tíma. Mennta- og menningarmála- ráðherra heimsótti Grindavík Umfelgun fólksbíla kr. 4000,- Allar almennar bílaviðgerðir Iðavellir 9c - 230 Keavík - Símar 421 7979, 858 3340 Erum með bílatölvu, lesum af öllum gerðum bíla, smurþjónusta og bílaþvottur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.