Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.11.2012, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 22.11.2012, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 22. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR14 MENU Veitingar ehf - Grænásbraut 619 - Reykjanesbæ - veislur@simnet.is - s. 421 4797 og 861 3376 Bjóðum upp á 5 tegundir Karlakór Keflavíkur er nú að ljúka sínu 59. starfsári. Á árinu bar margt til tíðinda hjá kórnum. Kórinn hélt sitt árlega nýliðakvöld í október þar sem nýjum og væntan- legum kórfélögum er boðið til sviða- veislu. Þá hélt kórinn jólatónleika í samvinnu við Grundartangakórinn, bæði í Ytri- Njarðvíkurkirkju og Vinaminni á Akranesi. Þá heimsótti kórinn dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum fyrir jólin; Garðvang, Hlévang og Víðihlíð. Eftir áramót söng kórinn nokkrum sinnum í Bláa lóninu með rokkar- anum Eyþóri Inga. Kórinn var einn fimm kóra sem valinn var til þátttöku í 100 ára afmælistónleika Karlakórsins Þrasta í Hörpunni vorið 2011. Kórinn söng með Lögreglukórnum í Stapanum þegar þeir kvöddu sameiginlegan stjórnanda kóranna, Guðlaug Viktorsson, og kórinn hélt sína árlegu vortónleika í Stapanum og í Grindavíkurkirkju. Þá söng kórinn við sjómannamessu á “Sjóaranum síkáta” og við hátíðarhöld á sjó- mannadeginum í Grindavík. Kórinn söng einnig við allmargar jarðarfarir eins og undanfarin ár. Stjórnendaskipti Á árinu kvaddi stjórnandi kórsins Guðlaugur Viktors- son kórinn. Guð- laugur hafði stjórnað kórnum í átta ár, en heldur nú erlendis til framhaldsnáms. Nýr stjórn-andi kórsins er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hún tók við kórnum síðla sumars 2012. Bjóðum við hana velkomna til starfa. Helga Bryndís hóf tónlistarnám í Vestmannaeyjum hjá Guðmundi H. Guðjónssyni. Hún fór síðan í Tón- listarskólann í Reykjavík og naut þar handleiðslu Jónasar Ingimundar- sonar. Hún útskrifaðist árið 1987 sem píanókennari og einleikari. Helga Bryndís stundaði framhalds- nám í Vínarborg og Helsinki. Hún starfaði sem organisti og kórstjóri við Möðruvallakirkju í Hörgárdal og við kirkjurnar þar í kring og einnig í kirkjunum í Svarfaðardal og var stjórnandi Samkórs Svarfdæla. Hún starfaði einnig við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Dal- víkurbyggðar. Helga Bryndís hefur einnig verið virk sem píanóleikari, í kammertónlist, með söngvurum og í CAPUT hópnum. Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Helga Bryndís starfar nú auk kennslu sem organisti við Grindavíkurkirkju og stjórnandi Karlakórs Keflavíkur. Framundan hjá kórnum Starf Karlakórs Keflavíkur hefur um margra ára skeið staðið á föstum grunni. Kórinn æfir frá því um miðjan september til apríl eða maí og fer það svolítið eftir verkefnum. Kórinn heldur árlega vortónleika og kemur fram við ýmis tilefni þess utan. Samstarf við aðra kóra og Samband íslenskra karlakóra er samofið starfinu og mikil- vægur þáttur í að stofna til nýrra Mannlíf og Menning Starfið hjá Karla- kór Keflavíkur kynna og halda tengslum við aðra karlakóra víðsvegar af landinu. Karlakórinn ferðast á hverju ári með vortónleika sína, oftast er það innanlands en einnig hefur kórinn ferðast til annarra landa. Jólatónleikar Í vetur mun kórinn ásamt Barnakór Holtaskóla og Sigríði Aðaltsteins messósópran halda hina árlegu Kertatónleika, jólatónleika sína í Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtu- daginn 29. nóvember kl. 20:30. Kórinn mun einnig taka þátt í Jóla- tónleikum kóra á Suðurnesjum sem fram fara í Stapanum fimmtudaginn 6. desember. Á þeim tónleikum taka þátt Kvennakór Suðurnesja, Kirkjukór Keflavíkurkirkju, Söng- sveit Suðurnesja, Söngsveitin Vík- ingarnir auk Karlakórs Keflavíkur. Þar munu kórarnir syngja nokkur lög hver í sínu lagi og sameinast í einn stóran kór að lokum. Stjórnandi tónleikanna er Arnór Vilbergs- son organisti Keflavíkurkirkju. Kórinn 60 ára 2013 Mikið verður um að vera á afmælisári karlakórsins. Kórinn mun halda sína árlegu árshátíð í janúar og vor- tónleika í maí næstkomandi. Pétursborg í Rússlandi Þá stefnir kórinn á heimsókn til Pétursborgar í Rússlandi í byrjun júní 2013 þar sem kórinn mun halda tónleika, bæði einir og með kór Átt- hagafélags Strandamanna. Auk þess mun kórinn fara í skoðunarferðir í þessari stórkostlegu borg. Haustið 2013 verður svo mikið um dýrðir áður en afmælisárinu lýkur. 2014 Í lokin er rétt að geta þess að kórinn mun sjá um “Kötlumót”, þ.e. kóramót Sambands íslenskra karlakóra sem fram mun fara 2015. Þá geta Suðurnesjamenn vænst heimsóknar allt að 600 kórfélaga víðsvegar að af landinu. Kór- arnir munu halda tónleika hver í sínu lagi og að lokum sameinast í einum stórum 600 manna kór. Nýir kórfélagar velkomnir Karlakór Keflavíkur hefur áhuga á því að stækka kórinn og bæta við mönnum í allar raddir. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að koma á æfingu í Karlakórshúsið að Vestur- braut 17 eða hafa samband við: Vilhjálmur Ingvarsson S: 664-0392 Guðjón Kristjánsson: 899-2739 Páll Hilmarsson: 699-6869 Æfingatímar eru á fimmtudags- kvöldum klukkan 19:30.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.