Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 8
KIRKJUÞING 1993
Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar hið 24. í röðinni og jafnframt þaö síöasta á
yfirstandandi kjörtímabili var háð í Reykjavík dagana 19. - 28. okt. Þaö hófst með
guösþjónustu og altarisgöngu í Bústaðakirkju.
Sr. Þorleifur Kjartan Kristmundsson, prófastur og kirkjuþingsmaður á Kolfreyjustað
predikaði og annaðist altarisþjónustu ásamt dr. Gunnari Kristjánssyni, sóknarpresti og
kirkjuþingsmanni á Reynivöllum.
Söngvarar úr kór Bústaðakirkju leiddu söng, organisti var Guðni Þ. Guömundsson.
Að lokinni athöfn í kirkjunni var gengiö í safnaöarsal Bústaðakirkju þar sem þingsetning
fór fram og fundir þingsins voru haldnir.
ÞINGSETNINGARRÆÐA HERRA ÓLAFS SKÚLASONAR BISKUPS
Hæstvirtur kirkjumálaráðherra, biskupar og frúr, ráöuneytisstjóri, kirkjuþingsmenn og
aðrir áheyrendur.
Ég þakka guösþjónustuna í kirkjunni hér handan veggs viö upphaf þessa 24. kirkjuþings
þjóðkirkju íslands. Það hæfir vel slíkum fundum að hefja störfin meö því að beygja
höfuð fyrir hátign himnesks fööur og kijúpa hlið við hlið viö náöarborð Drottins. Ætti
þeim, sem nokkur ábyrgð er fengin umfram aðra, aö fínna ríkulegri hvata til auömýktar
frammi fyrir Guði, verkum hans og fyrirheitum en almennt gerist. Ekki síst á það við
um þá, sem ganga fram fyrir skjöldu í málefnum kirkju Krists. Þakka ég því útlistan
orðs og boðun bæði úr stól og frá altari og þann stuðning viö helgihald, sem þeginn
er af sönglofti í söng kórs og orgelleik.
Verið öll velkomin til þingstarfa. Séu einnig þeir aðrir, sem heiöra þing með nærveru
sinni nú, hjartanlega velkomnir. Okkur þykir þaö gott, ef margir gefa sér tíma til þess
að fylgjast með gjöröum okkar hér. Hef ég reyndar á hðnum árum bent á nauðsyn
þess, að fleiri láti sig mál þingsins snerta en þeir einir, sem hafa tök á því að tala fyrir
erindum eða greiða um þau atkvæði. Hér þarf í hvívetna að vera þann veg að staðið,
aö bestra manna yfirsýn sé nýtt og þurfa þá fleiri að hafa möguleika á því aö koma
með sínar athugasemdir, enda þótt gert sé einslega við þingmenn eða á boðuðum
nefndarfundum, en þeir einir, sem sérstaklega er fengið umboð til starfa hér.
Frá síðasta þingi hefur látist frú Margrét Gísladóttir, er sat á kirkjuþingi fyrir 6.
kjördæmi sem varamaöur 1970 og síöan kom hún sem Iqörinn þingfulltrúi 1976, en við
lagabreytinguna 1982 varð hún fulltrúi 7. kjördæmis í stað þess 6ta.
Lét Margrét sig ævinlega kirkjumál miklu skipta og var ötul í þjónustu viö söfnuð sinn.
Þá andaðist einnig 1. apríl í vor Sveinbjörn Finnsson, sem verið hafði staðarráðsmaöur
í Skálholti og unnið af mikilli hollustu með hag staöar og kirlgu að leiöarljósi.
3