Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 10
Af öðrum málum, sem kirkjuþing þessa kjörtímabils hefur komiö nærri, vil ég nefna
nokkur en stikla á stóru og vona, aö unnt veröi að draga saman í nokkru riti helstu
viðfangsefni og gefa út En ástæöa fyrir slíku er ekki aðeins, að auðvelda upprifjun,
heldur ítreka ég, að í málefnum kirkjuþings, er braut kirkjunnar allrar einna best rakin
og greiölegast. Ekki svo, að allt hafí náö fram, svo sem viö vonuöum og gjörðum um
samþykktir, heldur er hér líka aö finna mál sem bíöa frekari úrlausnar. Og þó er
eftirtektarvert, hversu 'mörgu hefur verið hrint í framkvæmd.
BISKUPSSETRIN
Hólar og Skálholt hafa ævinlega veriö ofarlega á baugi og margt um málefni höfuðbóla
sagt og áformað. Þarf ekki sífellt að minna á vonir viö þaö, aö vígslubiskupar tóku upp
búsetu á stólunum fomu, þar var gott skref stigið, en ekki vandalaust. Nýtur Skálholt
þar sérstööu, þar sem allt frá 1963 er það í eigu kirkjunnar og lýtur forsjár biskups og
kirkjuráös, en samþykkt hefur verið af hálfu þessara aðila að fela vígslubiskupi aukna
ábyrgö og forsjá. Er hér eðlilega að málum staðið og frá upphafí stefnt að þessu
fýrirkomulagi, en aðstæður hafa hingað til hindrað, að unnt væri að hrinda í
framkvæmd. En af myndarskap hefur verið staðið að uppbyggingu í Skálholti. Rís þar
hæst skólinn, svo sem ég hef fýrr vitnað til og gefur ný löggjöf um hann frá vorþingi
góða möguleika og er hann nú alfarið á ábyrgð kirkjunnar og heyrir undir kirkjuráð.
Stjóm, daglegur rekstur og áætlanagerð er í höndum rektors og skólaráðs, sem
vígslubiskup veitir forystu. Verður síöar á þinginu tekin fyrir og rædd álitsgerð
Skálholtsnefndar, sem skilaði af sér á síðustu Skálholtshátíð. Hús hefur verið reist fyrir
organista staðarins, en hann er bæði í starfí á vegum kirkjuráðs, þ.e. Skálholtsstaðar
og prestakallsins alls. Og nú er hafín smíöi á húsi fyrir rektor og ekki vanþörf á, þar
sem embættisbústaöurinn, sem rektor hafði til afnota, var fenginn vígslubiskupi til
búsetu, og er rektor og fjölskylda hans í nokkrum vanda, þar til unnt verður að flytja
í hið nýja hús í vor.
SKIPULAGSMÁL - FRUMVÖRP
Málefni kirkju og ríkis em ævinlega fyrirferðarmikil og hafa verið það með sérstökum
hætti á þessu tímabili. Og enn ber þau hátt á þessu þingi, og má greina nokkur
þáttaskil í samstarfí og ábyrgð þessara aðila. Hefur kirkjumálaráðherra, Þorsteinn
Pálsson áður á kirkjuþingi lýst yfir vilja sínum til að stuöla aö sjálfstæöi kirkjunnar í
eigin málum, ekki síst fjármálum en einnig í skipulagsmálum. Veröa lögð fram fmmvörp
ráðherra á þessu þingi, annars vegar um stofnun nýs sjóðs, kirkjumálasjóðs, sem fær
ýmsa málaflokka, sem Alþingi og ráðuneyti hafa fram að þessu haft yfímmsjón með,
hins vegar fmmvarp um prestssetrasjóð, sem felur í sér að kirkjan tekur við
prestssetmm öllum og biskupsgarði og ræður síðan nýbyggingu, viðgerðum og sölu, ef
til kemur. Er þama um stór mál að ræða og þarf kirkjuþing að fjalla ítarlega um. Og
snertir vissulega líka störf kirkjueignanefndar, sem vinnur þó nokkuð ötullega að því að
finna rétta eignastöðu kirkjunnar gagnvart ríkinu.
Ber þó þann skugga á, að enn em tekjur kirkjugaröa skertar, sem nemur stofnun
þessa sjóðs. Fer að veröa erfítt um vik fyrir kirkjugarðastjómir, sem hafa staðiö fyrir
mörgum endurbótum, svo sem garöar bera vitni vítt um land með aukinni
snyrtimennsku, fegmn og skipulagningu. Og náist ekki einhver bót varðandi hlut garöa
5