Gerðir kirkjuþings - 1993, Side 14
Hér er aðeins drepiö á nokkur atriöi, sem kirkjuþing þessa kjörtímabils hefur rætt og
fjallað um. Þykir sumum e.t.v. óþarfí aö minna á slíkt, en það hefur komiö í ljós, hve
ótrúlega mikiö þekkingarleysi um starf og þjónustu kirkjunnar rfldr meöal almennings
og jafnvel hjá þeim, sem ætla mætti stööu sinnar vegna og áhuga á þjóðmálum, að
fylgdust betur meö.
Sýnir þetta enn ákveðnar þörfina fyrir því aö ráöa sérstakan upplýsingafulltrúa til
kirkjunnar. Sýna umræður um málefni kirkjunnar í fjölmiölum, hversu mikil þörf er
að koma réttum og ólituöum upplýsingum á framfæri og leggja þannig grunn aö
réttu mati á starfí og stööu þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Mun ég leggja fram
tillögu um slíkan starfsmann á þessu þingi.
LOKAORÐ
Setningarræöan hefír oröið meiri yfirlistskýrsla en oft áður. Fyrir því er bæði aö fínna
ástæöu í því, sem ég sagöi nú áöan, en einnig vegna þess aö hér hefst síöasta þing
yfirstandandi kjörtímabils. Hveijir koma hér saman aö ári, veit enginn, en allar líkur eru
á því, aö nokkur breyting hafí átt sér staö varöandi kirkjuþing, ef frumvarp ráðherra
um kirkjumálasjóö hlýtur stuöning hér og veröur samþykkt á Alþingi.
Veriö velkomin til starfa. Fylgi blessun Guös verkefnum þeim, sem hér bíöa þingmanna
og annarra, er aö málum vinna. Blessi Guö kirkju sína á Islandi og starf hennar vítt um
byggöir. Blessi Guö íslenska þjóð og þá, sem meö gjöröum sínum hafa áhrif á annarra
hag.
BIBLÍUÞÝÐINGIN
En áður en ég gef kirkjumálaráöherra oröiö, langar mig til þess aö afhenda honum
eintak af bók, sem kom út núna um helgina síöustu. Er hér um aö ræða fyrstu fimm
bækur Gamla testamentisins, sem lokið hefur veriö við aö þýöa og ganga frá. Er hér
um tilraunaútgáfu aö ræöa og þær vonir tengdar, aö við fáum athugasemdir frá
lesendum óski þeir eftir aö koma skoðunum sínum á framfæri. Standa vonir til þess,
aö unnt veröi aö ljúka þýöingu allra 39 bóka hins Gamla testamentis vel fyrir áriö 2000.
Njótum við þar þess m.a. aö ríkisstjómin ákvað á sínum tíma, aö þaö skyldi vera eitt
af framlögum hins opinbera vegna þerra tímamóta, að vel skyldi stutt við nýja
biblíuþýðingu. Upphæö hefur veriö á Qárlögum síðustu ára, eða allt frá 1990 upphæö,
sem nemur árstekjum tveggja prófessora og hefur runnið beint til þessara
þýöingarstarfa. Vona ég, aö ekki komi til, aö þessu veröi breytt, þótt ýmislegt færist til
varðandi Qárframlög til kirkjunnar. Hér er um að ræöa sjálfstæöa Ijárveitingu, sem
rennur til biblíuþýöingarinnar, og er hún ætluð öllum landsmönnum og trúflokkum en
alls ekki þjóökirkjunni einni og þeim, sem henni tilheyra. Heiti ég á kirkjumálaráöherra
um leið og ég biö hann að þiggja þetta fyrsta eintak þýöingarbókarinnar aö tryggja
áframhaldandi starf þessa þýöingarmikla verks.
Hiö 24. kirkjuþing íslensku þjóökirkjunnar er sett
9